NBA: LeBron sá fyrsti í fimmtíu ár sem fer í lokaúrslitin sex ár í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 03:25 LeBron James fagnar þvi að vera kominn í lokaúrslitin sjötta árið í röð. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira