Plokkfiskur, limbó og Einarinn á heimildarmyndahátíð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2016 10:30 Helga Rakel Rafnsdóttir er einn af aðstandendum hátíðarinnar sem hún segir mikla stemningshátíð. Vísir/Stefán Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda fer fram í tíunda sinn á Patreksfirði um helgina. Hátíðin er tileinkuð alls konar heimildarmyndum og á dagskránni eru bæði örstuttar myndir sem og heimildarmyndir í fullri lengd og eru efnistökin fjölbreytt. „Í ár erum við að frumsýna þrettán íslenskar heimildarmyndir og umfjöllunarefnin eru mjög fjölbreytt og myndirnar af öllum stærðum og gerðum. Frá átta mínútum og upp í tveggja tíma myndir,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir, ein af aðstandendum hátíðarinnar. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er spænski leikstjórinn Jose Luis Guerin, sem er einna þekktastur fyrir myndina En Construcción sem vann til fjölda verðlauna á Spáni en myndin verður sýnd á Skjaldborg í ár. Einnig var mynd hans The City of Sylvia frá árinu 2007 frumsýnd í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Ókeypis er inn á allar heimildarmyndir sem keppa um áhorfendaverðlaunin Einarinn en gestir eiga möguleika á að kaupa armband, sem gildir í sjávarréttaveislu, plokkfiskboð kvenfélagsins, dansleik og í sundlaugina, á 4.000 krónur í forsölu eða 5.000 krónur á staðnum. Helga Rakel mælir svo sannarlega með að áhugasamir mæti í plokkfiskinn og sjávarréttaveisluna sem eru fastir hlutar dagskrárinnar. „Þetta er mikil stemningshátíð. Það er ekki nóg að hafa bara góðar heimildarmyndir því ég er ekki viss um að fólk myndi nenna að fara alla þessa leið nema einmitt líka fyrir þessa góðu stemningu,“ segir hún glöð í bragði og auðheyrt er að hún hlakkar til helgarinnar. „Svo erum við líka alltaf með lið sem heitir Verk í vinnslu og þá kemur fólk og kynnir það sem það er að gera, sýnir aðeins úr myndunum sínum og talar um þær. Þessar myndir koma líka oft inn á Skjaldborg seinna og þá eru margir fastagestir kannski búnir að vera að fylgjast með verkunum í lengri tíma,“ útskýrir hún. „Kolla Sibb sem er viðfangsefni einnar myndarinnar á hátíðinni kemur til okkar. Hún býr á Selfossi og er trúbador og hún mætir með gítarinn,“ segir Helga og bætir við að einnig verði tónleikar í heitum potti auk annarra fastra liða á borð við limbókeppni og skrúðgöngu á lokakvöldi hátíðarinnar á sunnudag. Áhorfendaverðlaunin Einar eru nefnd eftir smíðakennaranum í bænum, Einari Skarphéðinssyni, en hann sér um að smíða verðlaunagrip hvers árs og leggur mikla vinnu í að velja efniviðinn í hann. Í fyrra var það myndin Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur sem hreppti hnossið. Hátíðin fer líkt og áður sagði fram á Patreksfirði og hefst annað kvöld. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni skjaldborg.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda fer fram í tíunda sinn á Patreksfirði um helgina. Hátíðin er tileinkuð alls konar heimildarmyndum og á dagskránni eru bæði örstuttar myndir sem og heimildarmyndir í fullri lengd og eru efnistökin fjölbreytt. „Í ár erum við að frumsýna þrettán íslenskar heimildarmyndir og umfjöllunarefnin eru mjög fjölbreytt og myndirnar af öllum stærðum og gerðum. Frá átta mínútum og upp í tveggja tíma myndir,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir, ein af aðstandendum hátíðarinnar. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er spænski leikstjórinn Jose Luis Guerin, sem er einna þekktastur fyrir myndina En Construcción sem vann til fjölda verðlauna á Spáni en myndin verður sýnd á Skjaldborg í ár. Einnig var mynd hans The City of Sylvia frá árinu 2007 frumsýnd í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Ókeypis er inn á allar heimildarmyndir sem keppa um áhorfendaverðlaunin Einarinn en gestir eiga möguleika á að kaupa armband, sem gildir í sjávarréttaveislu, plokkfiskboð kvenfélagsins, dansleik og í sundlaugina, á 4.000 krónur í forsölu eða 5.000 krónur á staðnum. Helga Rakel mælir svo sannarlega með að áhugasamir mæti í plokkfiskinn og sjávarréttaveisluna sem eru fastir hlutar dagskrárinnar. „Þetta er mikil stemningshátíð. Það er ekki nóg að hafa bara góðar heimildarmyndir því ég er ekki viss um að fólk myndi nenna að fara alla þessa leið nema einmitt líka fyrir þessa góðu stemningu,“ segir hún glöð í bragði og auðheyrt er að hún hlakkar til helgarinnar. „Svo erum við líka alltaf með lið sem heitir Verk í vinnslu og þá kemur fólk og kynnir það sem það er að gera, sýnir aðeins úr myndunum sínum og talar um þær. Þessar myndir koma líka oft inn á Skjaldborg seinna og þá eru margir fastagestir kannski búnir að vera að fylgjast með verkunum í lengri tíma,“ útskýrir hún. „Kolla Sibb sem er viðfangsefni einnar myndarinnar á hátíðinni kemur til okkar. Hún býr á Selfossi og er trúbador og hún mætir með gítarinn,“ segir Helga og bætir við að einnig verði tónleikar í heitum potti auk annarra fastra liða á borð við limbókeppni og skrúðgöngu á lokakvöldi hátíðarinnar á sunnudag. Áhorfendaverðlaunin Einar eru nefnd eftir smíðakennaranum í bænum, Einari Skarphéðinssyni, en hann sér um að smíða verðlaunagrip hvers árs og leggur mikla vinnu í að velja efniviðinn í hann. Í fyrra var það myndin Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur sem hreppti hnossið. Hátíðin fer líkt og áður sagði fram á Patreksfirði og hefst annað kvöld. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni skjaldborg.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira