Lamborghini upp jökul af því hann getur það Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2016 09:45 Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi. Bílar video Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent
Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi.
Bílar video Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent