Honda skilar tapi vegna innkallana á Takata öryggispúðum Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2016 10:20 Vandi Honda vegna Takata öryggispúða ætlar engan endi að taka. Honda Motor Co. var rekið með tapi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs vegna mikils kostnaðar vegna gallaðra öryggispúða frá Takata í bílum Honda. Honda er þriðja stærsti bílaframleiðandi Japans á eftir Toyota og Nissan. Tap Honda nam 106 milljörðum króna en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var 88 milljarða króna hagnaður. Tapið er ekki vegna minnkandi umsvifa Honda þar sem fyrirtækið seldi bíla fyrir 4,7% hærri upphæð en árið áður. Honda setti til hliðar 492 milljarða króna á síðasta ári til að mæta kostnaði vegna innkallana á bílum sínum sem eru með Takata öryggispúða og hafði sett 135 milljarða króna í þær árið áður. Því ætla þessi vandræði að verða fyrirtækinu afar dýr. Stutt er síðan Honda varð að bæta við 21 milljón bíla innköllun vegna Takata öryggispúða og svo virðist sem Honda þurfi á endanum að innkalla alla sína bíla sem eru með öryggispúðum frá Takata framleiðandanum. Alls hafa 13 dauðaslys verið rakin til galla í Takata öryggispúðum og flest þeirra í Honda bílum enda er Honda stærsti viðskiptavinur Takata. Honda áætlar að hagnaður verði engu að síður af rekstri fyrirtækisins í ár og að hann verði meiri en á síðasta ári. Spáð er 440 milljarða króna hagnaði og mun veikari staða japanska yensins gagnvart Bandaríkjadollar spila þar mikinn þátt. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Honda Motor Co. var rekið með tapi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs vegna mikils kostnaðar vegna gallaðra öryggispúða frá Takata í bílum Honda. Honda er þriðja stærsti bílaframleiðandi Japans á eftir Toyota og Nissan. Tap Honda nam 106 milljörðum króna en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var 88 milljarða króna hagnaður. Tapið er ekki vegna minnkandi umsvifa Honda þar sem fyrirtækið seldi bíla fyrir 4,7% hærri upphæð en árið áður. Honda setti til hliðar 492 milljarða króna á síðasta ári til að mæta kostnaði vegna innkallana á bílum sínum sem eru með Takata öryggispúða og hafði sett 135 milljarða króna í þær árið áður. Því ætla þessi vandræði að verða fyrirtækinu afar dýr. Stutt er síðan Honda varð að bæta við 21 milljón bíla innköllun vegna Takata öryggispúða og svo virðist sem Honda þurfi á endanum að innkalla alla sína bíla sem eru með öryggispúðum frá Takata framleiðandanum. Alls hafa 13 dauðaslys verið rakin til galla í Takata öryggispúðum og flest þeirra í Honda bílum enda er Honda stærsti viðskiptavinur Takata. Honda áætlar að hagnaður verði engu að síður af rekstri fyrirtækisins í ár og að hann verði meiri en á síðasta ári. Spáð er 440 milljarða króna hagnaði og mun veikari staða japanska yensins gagnvart Bandaríkjadollar spila þar mikinn þátt.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent