Fiskur á skrjáfþurru landi Atli Sigurjónsson skrifar 18. maí 2016 11:00 Myndin er byggð á skáldsögu eftir Dave Eggers. A Hologram For the King Leikstjóri og handritshöfundur: Tom Tykwer Byggð á skáldsögu eftir: Dave Eggers Aðalhlutverk: Tom Hanks, Alexander Black, Sarita Choudhury og Sidse Babett Knudsen A Hologram For the King er nýjasta mynd þýska leikstjórans Tom Tykwer sem er þekktur fyrir myndir á borð við Run Lola Run, Perfume og The International auk þess sem hann leikstýrði Cloud Atlas með Wachowski-systrunum. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Dave Eggers og segir frá sölumanninum Alan Clay sem er sendur til Sádí-Arabíu til að reyna að selja kónginum þar heilmyndahugbúnað. Það reynist hægara sagt en gert þar sem kóngurinn og umboðsmenn hans láta aldrei sjá sig og Clay og aðstoðarmenn hans þurfa að bíða endalaust auk þess sem þeir hafa takmarkaða nettengingu og geta því illa unnið. Ekki hjálpar að Clay er síþreyttur og sefur sífellt yfir sig sökum þotuþreytu og er auk þess með undarlegan hnúð á bakinu. Þetta er að vissu leyti dæmigerð saga um fisk á þurru landi sem og saga um mann sem er að reyna að fást við brenglað, hálf-kafkaískt kerfi. Clay er á skrítnum stað í lífinu, fráskilinn og á síðasta séns, eins og menn vilja oft vera í myndum sem þessum. Hvað söguþráðinn varðar er A Hologram for the King ekki að finna upp hjólið og frásögnin og stígandi sögunnar er veiki hlekkur myndarinnar. Fyrir utan klisjurnar þá er sagan svolítið vannærð, mörg atriði ekki nógu vel uppbyggð og það virkar í raun eins og meginsagan sé hálfgert aukaatriði. Myndin er líka byggð á bók og maður finnur það á strúktúr myndarinnar sem er svolítið brokkgengur. Það sem heppnast best í myndinni er hversu góða tilfinningu maður fær fyrir þessum skringilegu kringumstæðum sem Alan er staddur í, sem er vel tvinnað saman við tilvistarkreppu hans sem kringumstæðurnar bæði skapa og eru afleiðing af. Frásögnin er kannski á reiki en það er hugur Alans líka og Tom Hanks tekst mjög vel að skapa þrívíða persónu með túlkun sinni. Hanks hefur í raun ekki verið svona skemmtilegur í mörg ár og má sjá eima af gamla, fyndna Hanks í þessu hlutverki. Leikarar eru vel valdir í þessari mynd og flestir þeirra smellpassa í hlutverkin og tekst yfirleitt að túlka vel eðli persóna sinna á lágstemmdan hátt. Auk Hanks er vert á minnast á óþekktan leikara að nafni Alexander Black sem er mjög eftirminnilegur sem hinn sérvitri bílstjóri Yousef sem Clay vingast við. Það áhugaverðasta við myndina er hvernig er leikið sér með raunveruleikann og formið en það hefði mátt fara lengra með það. Hún byrjar á því sem virðist vera auglýsing, sem umhverfist síðan yfir í hálfgert tónlistarmyndband og reynist svo vera draumur. Mörg augnablik í myndinni eru draumkennd og hún er full af draumasenum en allt þetta er ekki nógu vel hnýtt saman við restina af myndinni þannig á köflum virkar hún eins og tvær mismunandi myndir. Það er eins og leikstjórinn hafi ekki þorað að ganga alla leið, eða ekki geta það e.t.v. sökum kostnaðar.Niðurstaða: Sagan í myndinni er klisjukennd og ekki nógu heilsteypt en góðir leikarar og frábært andrúmsloft ná að keyra myndina áfram þannig að hún verður ágætlega skemmtileg þrátt fyrir gallana. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
A Hologram For the King Leikstjóri og handritshöfundur: Tom Tykwer Byggð á skáldsögu eftir: Dave Eggers Aðalhlutverk: Tom Hanks, Alexander Black, Sarita Choudhury og Sidse Babett Knudsen A Hologram For the King er nýjasta mynd þýska leikstjórans Tom Tykwer sem er þekktur fyrir myndir á borð við Run Lola Run, Perfume og The International auk þess sem hann leikstýrði Cloud Atlas með Wachowski-systrunum. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Dave Eggers og segir frá sölumanninum Alan Clay sem er sendur til Sádí-Arabíu til að reyna að selja kónginum þar heilmyndahugbúnað. Það reynist hægara sagt en gert þar sem kóngurinn og umboðsmenn hans láta aldrei sjá sig og Clay og aðstoðarmenn hans þurfa að bíða endalaust auk þess sem þeir hafa takmarkaða nettengingu og geta því illa unnið. Ekki hjálpar að Clay er síþreyttur og sefur sífellt yfir sig sökum þotuþreytu og er auk þess með undarlegan hnúð á bakinu. Þetta er að vissu leyti dæmigerð saga um fisk á þurru landi sem og saga um mann sem er að reyna að fást við brenglað, hálf-kafkaískt kerfi. Clay er á skrítnum stað í lífinu, fráskilinn og á síðasta séns, eins og menn vilja oft vera í myndum sem þessum. Hvað söguþráðinn varðar er A Hologram for the King ekki að finna upp hjólið og frásögnin og stígandi sögunnar er veiki hlekkur myndarinnar. Fyrir utan klisjurnar þá er sagan svolítið vannærð, mörg atriði ekki nógu vel uppbyggð og það virkar í raun eins og meginsagan sé hálfgert aukaatriði. Myndin er líka byggð á bók og maður finnur það á strúktúr myndarinnar sem er svolítið brokkgengur. Það sem heppnast best í myndinni er hversu góða tilfinningu maður fær fyrir þessum skringilegu kringumstæðum sem Alan er staddur í, sem er vel tvinnað saman við tilvistarkreppu hans sem kringumstæðurnar bæði skapa og eru afleiðing af. Frásögnin er kannski á reiki en það er hugur Alans líka og Tom Hanks tekst mjög vel að skapa þrívíða persónu með túlkun sinni. Hanks hefur í raun ekki verið svona skemmtilegur í mörg ár og má sjá eima af gamla, fyndna Hanks í þessu hlutverki. Leikarar eru vel valdir í þessari mynd og flestir þeirra smellpassa í hlutverkin og tekst yfirleitt að túlka vel eðli persóna sinna á lágstemmdan hátt. Auk Hanks er vert á minnast á óþekktan leikara að nafni Alexander Black sem er mjög eftirminnilegur sem hinn sérvitri bílstjóri Yousef sem Clay vingast við. Það áhugaverðasta við myndina er hvernig er leikið sér með raunveruleikann og formið en það hefði mátt fara lengra með það. Hún byrjar á því sem virðist vera auglýsing, sem umhverfist síðan yfir í hálfgert tónlistarmyndband og reynist svo vera draumur. Mörg augnablik í myndinni eru draumkennd og hún er full af draumasenum en allt þetta er ekki nógu vel hnýtt saman við restina af myndinni þannig á köflum virkar hún eins og tvær mismunandi myndir. Það er eins og leikstjórinn hafi ekki þorað að ganga alla leið, eða ekki geta það e.t.v. sökum kostnaðar.Niðurstaða: Sagan í myndinni er klisjukennd og ekki nógu heilsteypt en góðir leikarar og frábært andrúmsloft ná að keyra myndina áfram þannig að hún verður ágætlega skemmtileg þrátt fyrir gallana.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira