Sport

Eygló: Leið vel í öllum sundum nema úrslitasundunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Stefán
Eygló Ósk Gústafsdóttir var „þokkalega“ ánægð með niðurstöðu dagsins á EM í sundi en hún hafnaði í sjötta sæti í 100 m baksundi. Eygló var í fjórða sæti eftir fyrri 50 metrana en gaf svo eftir á síðari sprettinum.

„Ég vildi meira eins og alltaf,“ sagði Eygló Ósk við Vísi í kvöld. „Ég átti ágætt sund en staðreyndin er að mér leið vel í öllum sundum í mótinu nema úrslitasundinu. Það er þar sem ég er að klikka.“

Eygló Ósk vill helst ekki kenna stressi um og bætir við að þó svo að hún hafi hvílt nokkuð fyrir mótið sé hún ekki í algjöru toppformi.

„Mér fannst þetta því ágætt miðað við aðstæður og ég tel að það sé alveg klárt að ég á heilmikið inni.“

„Mér fannst ganga mjög vel í gær en það er samt heilmikið sem ég get bætt þar. Þetta kemur vonandi allt saman.“


Tengdar fréttir

Ætlaði mér að synda miklu hraðar

Eygló Ósk Gústafsdóttir lenti í 6. sæti í 200 metra baksundi á EM í London í gær. Anton Sveinn McKee endaði í 7. sæti í 100 metra bringusundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir náði góðum tíma í sömu grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×