Ég vildi bara skjóta Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. maí 2016 06:00 Kenan Turudija spilaði vel á miðjunni og skoraði sigurmarkið gegn Breiðabliki með frábæru skoti í slána og inn. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
„Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira