Renault eykur framleiðsluna í Marokkó Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 09:06 Í verksmiðju Renault í Tangier. Renault, ásamt fjölmörgum íhlutaframleiðendum, ætla að fjárfesta fyrir 129 milljarða króna í Marokkó og reisa einskonar “iðnaðarmiðstöð” þar sem framleiddir verða íhlutir í Renault og Dacia bíla. Renault á tvær bílaverksmiðjur í Marokkó, þ.e. í Tangier og Casablanca. Verksmiðjan í Tangier er stærsta bílaverksmiðja í N-Afríku og eftir að hún verður stækkuð og iðnaðarmiðstöðin verður tilbúin munu verða framleiddir 400.000 bílar á ári í henni. Í þeim báðum eru nú framleiddir Dacia bílar, Dokker, Lodgy og Sandero í Tangier og Logan og Sandero í Casablanca. Að minnsta kosti 15 íhlutaframleiðendur ætla að taka þátt í uppbyggingu iðnaðarmiðstöðvarinnar og leggja til hennar fjármagn. Bílaiðnaður er mjög vaxandi í Marokkó og PSA/Peugoet-Citroën ætlar að byggja þar nýja bílaverksmiðju sem kosta mun 79 milljarða króna og þar á að framleiða 200.000 bíla á ári. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem þyrpst hafa til Marokkó á síðustu árum og er franski flugvélaframleiðandinn Bombardier þar á meðal. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent
Renault, ásamt fjölmörgum íhlutaframleiðendum, ætla að fjárfesta fyrir 129 milljarða króna í Marokkó og reisa einskonar “iðnaðarmiðstöð” þar sem framleiddir verða íhlutir í Renault og Dacia bíla. Renault á tvær bílaverksmiðjur í Marokkó, þ.e. í Tangier og Casablanca. Verksmiðjan í Tangier er stærsta bílaverksmiðja í N-Afríku og eftir að hún verður stækkuð og iðnaðarmiðstöðin verður tilbúin munu verða framleiddir 400.000 bílar á ári í henni. Í þeim báðum eru nú framleiddir Dacia bílar, Dokker, Lodgy og Sandero í Tangier og Logan og Sandero í Casablanca. Að minnsta kosti 15 íhlutaframleiðendur ætla að taka þátt í uppbyggingu iðnaðarmiðstöðvarinnar og leggja til hennar fjármagn. Bílaiðnaður er mjög vaxandi í Marokkó og PSA/Peugoet-Citroën ætlar að byggja þar nýja bílaverksmiðju sem kosta mun 79 milljarða króna og þar á að framleiða 200.000 bíla á ári. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem þyrpst hafa til Marokkó á síðustu árum og er franski flugvélaframleiðandinn Bombardier þar á meðal.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent