Sprengdi netþjóninn við fyrstu útgáfu Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. maí 2016 13:37 Aron Can er 16 ára rappari úr Reykjavík sem náði þeim merka áfanga að sprengja netþjón sinn á sunnudag þegar hann gaf út sitt fyrsta „mixteip“ sem er ný yrði yfir þröngskífur sem aðeins eru gefnar út á netinu. „Það voru 500 manns sem reyndu að sækja plötuna á sama tíma á sunnudag sem olli því að hún datt niður í smá tíma,“ segir Aron en mixteipið er frítt til niðurhals á aroncan.com. „Í dag eru rúmlega 2000 manns búnir að sækja hana. Þetta er frábært.“Nennir ekki að auglýsa sjálfan sigÁ sama tíma hefur myndband sem rapparinn deildi á sama degi, nokkrum klukkustundum á undan útgáfunni, við lögin „Enginn mórall/Grunaður“ fengið yfir 17 þúsund spilanir. Myndbandið má sjá hér að ofan. Rapparinn auglýsti aðeins um útgáfuna á twitter-síðu sinni en ákvað að tilkynna ekki um útgáfuna sjálfur á Facebook. Í ljósi þess hljóta þessar tölur því að vera nokkuð „swag“alegar. „Ég reyni bara að láta þetta fattast. Ég nenni ekki að vera auglýsa sjálfan mig út um allt. Við völdum nokkra sem okkur fannst vera mikilvægir og létum þá hafa plötuna fyrst. Þeir gátu svo bara pósta ef þeir vildu. Ég twittaði samdægurs að platan kæmi út þann dag og einhverjir hafa greinilega verið að fylgjast með. Viðbrögðin eru geðveik og er gott pepp fyrir mig. Það hjálpaði eflaust að ég henti út vídjóinu nokkrum klukkustundum áður. Það var því mjög mikið bözz í gangi.“Útgáfa með nýjum hættiAron Can hefur áður gefið út lagið Þekkir stráginn sem er komið með um 17 þúsund spilanir á YouTube. Lagið má heyra hér að neðan. „Ég dánlóda plötum. Svo þegar ég er í partý fer ég á YouTube. Spotify er númer eitt í dag, það nota það allir. Það er bara hægt að dánlóda plötunni minni á síðunni eins og er. Ég vil bara að fólk eigi plötuna inn á tölvunum sínum fyrst. Svo fer hún á YouTube, Spotify og Soundcloud á sama degi.“ Það má greina smá áhrif frá The Weeknd, bæði í taktík og tónum því sá tónlistarmaðurinn hóf sinn feril á því að gefa út þrjú mixteip sama árið. Þúsundir manna höfðu sótt mixteipin frítt áður en þau voru síðar gefin út á plötum. „Við erum að reyna gera þetta á nýjan hátt. Það eru ekki margir sem gefa út vídjó og plötu sama dag. Við erum bara að reyna fara eitthvað nýtt með þetta. Á meðan þetta er svona ógeðslega heitt þá er ég strax byrjaður að taka upp ný lög. Ég veit ekkert hvenær það kemur út en fólk verður bara að fylgjast með.“Tónleikar verða sjaldgæfirÞað er nóg að gera hjá Aron Can næstu vikurnar en á morgun kemur hann fram á Húrra ásamt SXSXSX og Hr. Hnetusmjör. „Það er geðveikt mikið af tónleikum fram undan. Mig langar að tónleikar með mér verði sjaldgæfir. Mig langar ekki að birtast á öllum tónleikum. Mér finnst frábært að fólk viti hver ég er en ég vil ekki að fólk sé alltaf að horfa á mig spila. Ég er enn að komast upp, ég er ekki alveg mættur. Þegar það gerist ætla ég að reyna hafa þetta þannig að ég verði bara á stærri sjófunum. Ég ætla ekki mikið að vera spila á bjórkvöldum og svoleiðis. Ég er sjálfur kominn með leiður á mörgum röppurum, því það er alltaf sama sjittið á svoleiðis.“ Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Aron Can er 16 ára rappari úr Reykjavík sem náði þeim merka áfanga að sprengja netþjón sinn á sunnudag þegar hann gaf út sitt fyrsta „mixteip“ sem er ný yrði yfir þröngskífur sem aðeins eru gefnar út á netinu. „Það voru 500 manns sem reyndu að sækja plötuna á sama tíma á sunnudag sem olli því að hún datt niður í smá tíma,“ segir Aron en mixteipið er frítt til niðurhals á aroncan.com. „Í dag eru rúmlega 2000 manns búnir að sækja hana. Þetta er frábært.“Nennir ekki að auglýsa sjálfan sigÁ sama tíma hefur myndband sem rapparinn deildi á sama degi, nokkrum klukkustundum á undan útgáfunni, við lögin „Enginn mórall/Grunaður“ fengið yfir 17 þúsund spilanir. Myndbandið má sjá hér að ofan. Rapparinn auglýsti aðeins um útgáfuna á twitter-síðu sinni en ákvað að tilkynna ekki um útgáfuna sjálfur á Facebook. Í ljósi þess hljóta þessar tölur því að vera nokkuð „swag“alegar. „Ég reyni bara að láta þetta fattast. Ég nenni ekki að vera auglýsa sjálfan mig út um allt. Við völdum nokkra sem okkur fannst vera mikilvægir og létum þá hafa plötuna fyrst. Þeir gátu svo bara pósta ef þeir vildu. Ég twittaði samdægurs að platan kæmi út þann dag og einhverjir hafa greinilega verið að fylgjast með. Viðbrögðin eru geðveik og er gott pepp fyrir mig. Það hjálpaði eflaust að ég henti út vídjóinu nokkrum klukkustundum áður. Það var því mjög mikið bözz í gangi.“Útgáfa með nýjum hættiAron Can hefur áður gefið út lagið Þekkir stráginn sem er komið með um 17 þúsund spilanir á YouTube. Lagið má heyra hér að neðan. „Ég dánlóda plötum. Svo þegar ég er í partý fer ég á YouTube. Spotify er númer eitt í dag, það nota það allir. Það er bara hægt að dánlóda plötunni minni á síðunni eins og er. Ég vil bara að fólk eigi plötuna inn á tölvunum sínum fyrst. Svo fer hún á YouTube, Spotify og Soundcloud á sama degi.“ Það má greina smá áhrif frá The Weeknd, bæði í taktík og tónum því sá tónlistarmaðurinn hóf sinn feril á því að gefa út þrjú mixteip sama árið. Þúsundir manna höfðu sótt mixteipin frítt áður en þau voru síðar gefin út á plötum. „Við erum að reyna gera þetta á nýjan hátt. Það eru ekki margir sem gefa út vídjó og plötu sama dag. Við erum bara að reyna fara eitthvað nýtt með þetta. Á meðan þetta er svona ógeðslega heitt þá er ég strax byrjaður að taka upp ný lög. Ég veit ekkert hvenær það kemur út en fólk verður bara að fylgjast með.“Tónleikar verða sjaldgæfirÞað er nóg að gera hjá Aron Can næstu vikurnar en á morgun kemur hann fram á Húrra ásamt SXSXSX og Hr. Hnetusmjör. „Það er geðveikt mikið af tónleikum fram undan. Mig langar að tónleikar með mér verði sjaldgæfir. Mig langar ekki að birtast á öllum tónleikum. Mér finnst frábært að fólk viti hver ég er en ég vil ekki að fólk sé alltaf að horfa á mig spila. Ég er enn að komast upp, ég er ekki alveg mættur. Þegar það gerist ætla ég að reyna hafa þetta þannig að ég verði bara á stærri sjófunum. Ég ætla ekki mikið að vera spila á bjórkvöldum og svoleiðis. Ég er sjálfur kominn með leiður á mörgum röppurum, því það er alltaf sama sjittið á svoleiðis.“
Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira