Sitjandinn á Salóme Frosti Logason skrifar 5. maí 2016 07:00 Árið 2016 er ekki hálfnað en það er samt strax orðið eitt viðburðaríkasta ár sem ég hef upplifað. Andlát meistara eins og David Bowie, Prince og Lemmy hafa varpað ljósi á hversu magnað tímabil tónlistarsögunnar æviskeið mitt hefur spannað. Þeir eru hver um sig meðhöfundar að sándtrakki lífs míns. Þótt ótrúlegt megi virðast þá verða það hvorki Hanna Birna né Spillugi sem verða efst í huga fólks þegar það minnist skattaskjólsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í framtíðinni. Forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum og var næstum búinn að leysa upp heila ríkisstjórn í leiðinni. Áður hafði hann farið á fund með Obama í einum Nike-strigaskó. Ólafur Ragnar Grímsson er þriðji aðilinn sem gegnir embætti forseta Íslands í minni tíð. Í barnaskóla gróðursetti ég eitt sinn tré með Vigdísi en ég man ekkert eftir Kristjáni Eldjárn. Á þessu ári gætum við svo verið að fá enn einn forsetann. Hann yrði sá sjötti í sögu lýðveldisins. Þetta eru sögulegir tímar. Á árunum sem ég var tuttugu og eitthvað gengum við í gegnum góðæri, allsherjar hrun og síðan uppgjör þess. Höfum skrifað rannsóknarskýrslu í níu bindum og heila stjórnarskrá síðan þá. Öllu draslinu var reyndar kastað á haugana ásamt, í huga biskups, heilögu hjónabandi karls og konu. En nú kemur það í ljós að uppgjör hrunsins var kattarþvottur. Raunverulegar ástæður þess er að finna í Panama-skjölunum. Á forsíðum erlendra stórblaða eru Sigmundur, Dorrit og Ólafur. Ásamt að sjálfsögðu sitjandanum á Gretu Salóme. Við lifum sannarlega á sögulegum tímum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Árið 2016 er ekki hálfnað en það er samt strax orðið eitt viðburðaríkasta ár sem ég hef upplifað. Andlát meistara eins og David Bowie, Prince og Lemmy hafa varpað ljósi á hversu magnað tímabil tónlistarsögunnar æviskeið mitt hefur spannað. Þeir eru hver um sig meðhöfundar að sándtrakki lífs míns. Þótt ótrúlegt megi virðast þá verða það hvorki Hanna Birna né Spillugi sem verða efst í huga fólks þegar það minnist skattaskjólsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í framtíðinni. Forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum og var næstum búinn að leysa upp heila ríkisstjórn í leiðinni. Áður hafði hann farið á fund með Obama í einum Nike-strigaskó. Ólafur Ragnar Grímsson er þriðji aðilinn sem gegnir embætti forseta Íslands í minni tíð. Í barnaskóla gróðursetti ég eitt sinn tré með Vigdísi en ég man ekkert eftir Kristjáni Eldjárn. Á þessu ári gætum við svo verið að fá enn einn forsetann. Hann yrði sá sjötti í sögu lýðveldisins. Þetta eru sögulegir tímar. Á árunum sem ég var tuttugu og eitthvað gengum við í gegnum góðæri, allsherjar hrun og síðan uppgjör þess. Höfum skrifað rannsóknarskýrslu í níu bindum og heila stjórnarskrá síðan þá. Öllu draslinu var reyndar kastað á haugana ásamt, í huga biskups, heilögu hjónabandi karls og konu. En nú kemur það í ljós að uppgjör hrunsins var kattarþvottur. Raunverulegar ástæður þess er að finna í Panama-skjölunum. Á forsíðum erlendra stórblaða eru Sigmundur, Dorrit og Ólafur. Ásamt að sjálfsögðu sitjandanum á Gretu Salóme. Við lifum sannarlega á sögulegum tímum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun