Tesla mun smíða 90.000 bíla í ár en 500.000 árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 11:13 Tesla Model 3. Mikil uppbygging stendur nú yfir hjá bandaríska rafmagnsbílasmiðnum Tesla en þó er nokkuð í land með að fyrirtækið geti talist með stærri bílasmiðum heims. Afskaplega metnaðarfullar áætlanir eru hjá Tesla um hraða uppbyggingu fyrirtækisins. Áætlun um að í ár ætli það að smíða 80-90.000 bíla, en 500.000 bíla eftir tvö ár eru til vitnis um það. Í fyrri áætlunum Tesla var meiningin að ná 500.000 bíla sölu árið 2020, en því hefur nú verið flýtt vegna mikilla pantana á Model 3 bílnum sem kynntur var um daginn. Tesla fékk 325.000 fyrirframpantanir á þeim bíl strax á fystu dögunum eftir kynningu hans og heyrst hefur að þær séu nú komnar yfir 400.000. Til að geta afgreitt þær verður aldeilis að spýta í lófana. Reyndar lét Elon Musk forstjóri Tesla hafa eftir sér um daginn að ekki muni líða að löngu þar til Tesla væri fært um að smíða milljón bíla á ári. Tesla hefur nýhafið afhendingu á Model X jepplingnum og aðeins voru smíðuð 2.659 eintök af honum á fyrstu 3 mánuðum ársins og langt í land að Tesla nái að fylla í pantanir á bílnum. Enn er mikil eftirspurn eftir Tesla Model S bílnum og barst Tesla 45% fleiri pantanir í þann bíl á fyrsta ársfjórðungi ársins í samanburði við sama tíma fyrir ári. Musk sagði að Tesla ætti að vera fært um að smíða milli 100.000 og 200.000 eintök af Model 3 á seinni helmingi næsta árs. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Mikil uppbygging stendur nú yfir hjá bandaríska rafmagnsbílasmiðnum Tesla en þó er nokkuð í land með að fyrirtækið geti talist með stærri bílasmiðum heims. Afskaplega metnaðarfullar áætlanir eru hjá Tesla um hraða uppbyggingu fyrirtækisins. Áætlun um að í ár ætli það að smíða 80-90.000 bíla, en 500.000 bíla eftir tvö ár eru til vitnis um það. Í fyrri áætlunum Tesla var meiningin að ná 500.000 bíla sölu árið 2020, en því hefur nú verið flýtt vegna mikilla pantana á Model 3 bílnum sem kynntur var um daginn. Tesla fékk 325.000 fyrirframpantanir á þeim bíl strax á fystu dögunum eftir kynningu hans og heyrst hefur að þær séu nú komnar yfir 400.000. Til að geta afgreitt þær verður aldeilis að spýta í lófana. Reyndar lét Elon Musk forstjóri Tesla hafa eftir sér um daginn að ekki muni líða að löngu þar til Tesla væri fært um að smíða milljón bíla á ári. Tesla hefur nýhafið afhendingu á Model X jepplingnum og aðeins voru smíðuð 2.659 eintök af honum á fyrstu 3 mánuðum ársins og langt í land að Tesla nái að fylla í pantanir á bílnum. Enn er mikil eftirspurn eftir Tesla Model S bílnum og barst Tesla 45% fleiri pantanir í þann bíl á fyrsta ársfjórðungi ársins í samanburði við sama tíma fyrir ári. Musk sagði að Tesla ætti að vera fært um að smíða milli 100.000 og 200.000 eintök af Model 3 á seinni helmingi næsta árs.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent