Tónlist

Ný plata Radiohead kemur út um helgina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mynd/Radiohead
Ný plata Radiohead, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kemur út á sunnudaginn. Þetta kom fram á vefsíðu Radiohead fyrir stundu.

Platan var í fylgd lagsins Daydreaming sem finna má á hinni væntanlegu plötu. Einnig var gefið út myndband við lagið í leikstjórn leikstjórans fræga Paul Thomas Anderson. Í vikunni gaf hljómsveitin út lagið Burn the Witch sem einnig verður á plötunni.

Undanfarna daga hefur hljómsveitin undirbúið jarðveginn fyrir útgáfu plötunnar með ýmsum hætti en meðlimir hljómsveitarinnar eyddu meðal annars öllum færslum á Facebook og Twitter-síðu Radiohead.

Radiohead hefur unnið að plötunni frá því á síðasta ári hið minnsta. Er þetta níunda breiðskífa hljómsveitarinnar en síðasta plata, The King of Limbs, kom út 2011.

Radiohead mun svo leggja af stað í tónleikaferðalag um heiminn síðar í mánuðinum þar sem Ísland verður meðal áfangastaða en hljómsveitin er aðalnúmerið á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Laugardalnum 16. til 19. júní í sumar.

Hlusta má á nýtt lag Radiohead, Daydreaming hér fyrir neðan, ásamt Burn the Witch.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.