Aukaverkanir af tilverunni Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. maí 2016 11:00 Bækur Aukaverkanir Ólafur Haukur Símonarson Sögur útgáfa Kápa og umbrot: Guðjón Ingi Hauksson 187 blaðsíður Prentun: Prentsmiðjan Oddi Njáll er 48 ára heimilislæknir sem er orðinn leiður á öllu. Hann er vanmáttugur gagnvart sjúklingunum sínum og getur hvorki sinnt þeim sem skyldi né sýnt þeim áhuga, börnin hans á unglingsaldri eru ókunnugt fólk sem hann sér stundum á matmálstímum, konan hans er önnum kafinn listamaður sem hefur mun meiri ástríðu fyrir starfi sínu en hjónabandi þeirra og aldraðir foreldrar hans eru upptekin af eigin lífi og uppgjörum. Hann gegnir skyldum sínum við allt þetta fólk en ekki mikið meira og finnur tómleikann aukast dag frá degi. Njáll er að mörgu leyti dæmigerð staðalmynd af íslenskum karlmanni á miðjum aldri (en hugarástandi þeirra og vandamálum hafa verið gerð nokkuð góð skil undanfarið, bæði í kvikmyndum og bókum) sem vaknar upp einn góðan veðurdag í lífi sem hann valdi sér eða valdist á hann og finnur ekki neitt í því sem ætti að færa honum gleði. Breytingar sem hann hefur hvorki vald yfir né vilja til að takast á við hrista upp í kyrrstöðunni, fyrr en varir er hann kominn inn í atburðarás sem hann ræður ekkert við og við sjáum hvernig líf hans hefur í raun verið að liðast sundur í mörg ár, hvernig atburðir úr bernsku sem aldrei er talað um hafa áhrif alla ævi og hvernig aukaverkanirnar af því að vera manneskja með öllum þeim tilfinningum og átökum sem því fylgja hafa áhrif og afleiðingar, þrátt fyrir allt sem fólk gerir til að reyna að sleppa því að horfast í augu við þær. Þetta er saga af Íslandi í dag, venjulegu fólki sem á við venjuleg vandamál að etja. Fólkið er kannski stundum of venjulegt, nálgast það að vera staðalmyndir og má þar nefna konu Njáls, leikhússkáldið Hildi, og drykkfellda æskuvininn Jolla. Sálfræðingurinn sem kemur eins og frelsandi engill inn í líf Njáls er eiginlega frekar ógnvekjandi þegar upp er staðið og fer svo langt út yfir starfsvið sitt að það hlýtur að vera í andstöðu við einhverjar reglur um slík samskipti en það má líka líta á samband þeirra sem myndhverfingu um það kraftaverk sem getur gerst í lífi þess sem leitar sér aðstoðar í vanlíðan sinni frekar en að láta bugast. Því þessi bók er hvatning til fólks að leita sér hjálpar frekar en að fá hjartaáfall eða fyrirfara sér þegar heimurinn virðist vera orðinn ómögulegur staður og öll sund lokuð. Bókin fjallar líka um nauðsynlegar og oft sársaukafullar breytingar, þegar eitthvað hefur liðið undir lok en þrjóskast við að halda áfram í óþökk allra og hvað það er nauðsynlegt stundum að sleppa takinu, leyfa lífinu að fara sína leið og sjá hvaða gjafir það hefur í för með sér. Ólafur Haukur Símonarson er landsþekktur höfundur leikrita, ljóða og skáldverka og kann flestum betur að skrifa skemmtilegan texta sem rennur áreynslulaust eins og vatn inn í lesandann. Þessi bók er hin ágætasta afþreying og efnistökin vekja til umhugsunar um hvað það er að vera manneskja og hvað það er sem fólk raunverulega þarf þegar öllu er á botninn hvolft.Niðurstaða: Ljúflæsileg saga um það að vera manneskja, með öllum aukaverkununum sem það hefur í för með sér.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. maí. Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Aukaverkanir Ólafur Haukur Símonarson Sögur útgáfa Kápa og umbrot: Guðjón Ingi Hauksson 187 blaðsíður Prentun: Prentsmiðjan Oddi Njáll er 48 ára heimilislæknir sem er orðinn leiður á öllu. Hann er vanmáttugur gagnvart sjúklingunum sínum og getur hvorki sinnt þeim sem skyldi né sýnt þeim áhuga, börnin hans á unglingsaldri eru ókunnugt fólk sem hann sér stundum á matmálstímum, konan hans er önnum kafinn listamaður sem hefur mun meiri ástríðu fyrir starfi sínu en hjónabandi þeirra og aldraðir foreldrar hans eru upptekin af eigin lífi og uppgjörum. Hann gegnir skyldum sínum við allt þetta fólk en ekki mikið meira og finnur tómleikann aukast dag frá degi. Njáll er að mörgu leyti dæmigerð staðalmynd af íslenskum karlmanni á miðjum aldri (en hugarástandi þeirra og vandamálum hafa verið gerð nokkuð góð skil undanfarið, bæði í kvikmyndum og bókum) sem vaknar upp einn góðan veðurdag í lífi sem hann valdi sér eða valdist á hann og finnur ekki neitt í því sem ætti að færa honum gleði. Breytingar sem hann hefur hvorki vald yfir né vilja til að takast á við hrista upp í kyrrstöðunni, fyrr en varir er hann kominn inn í atburðarás sem hann ræður ekkert við og við sjáum hvernig líf hans hefur í raun verið að liðast sundur í mörg ár, hvernig atburðir úr bernsku sem aldrei er talað um hafa áhrif alla ævi og hvernig aukaverkanirnar af því að vera manneskja með öllum þeim tilfinningum og átökum sem því fylgja hafa áhrif og afleiðingar, þrátt fyrir allt sem fólk gerir til að reyna að sleppa því að horfast í augu við þær. Þetta er saga af Íslandi í dag, venjulegu fólki sem á við venjuleg vandamál að etja. Fólkið er kannski stundum of venjulegt, nálgast það að vera staðalmyndir og má þar nefna konu Njáls, leikhússkáldið Hildi, og drykkfellda æskuvininn Jolla. Sálfræðingurinn sem kemur eins og frelsandi engill inn í líf Njáls er eiginlega frekar ógnvekjandi þegar upp er staðið og fer svo langt út yfir starfsvið sitt að það hlýtur að vera í andstöðu við einhverjar reglur um slík samskipti en það má líka líta á samband þeirra sem myndhverfingu um það kraftaverk sem getur gerst í lífi þess sem leitar sér aðstoðar í vanlíðan sinni frekar en að láta bugast. Því þessi bók er hvatning til fólks að leita sér hjálpar frekar en að fá hjartaáfall eða fyrirfara sér þegar heimurinn virðist vera orðinn ómögulegur staður og öll sund lokuð. Bókin fjallar líka um nauðsynlegar og oft sársaukafullar breytingar, þegar eitthvað hefur liðið undir lok en þrjóskast við að halda áfram í óþökk allra og hvað það er nauðsynlegt stundum að sleppa takinu, leyfa lífinu að fara sína leið og sjá hvaða gjafir það hefur í för með sér. Ólafur Haukur Símonarson er landsþekktur höfundur leikrita, ljóða og skáldverka og kann flestum betur að skrifa skemmtilegan texta sem rennur áreynslulaust eins og vatn inn í lesandann. Þessi bók er hin ágætasta afþreying og efnistökin vekja til umhugsunar um hvað það er að vera manneskja og hvað það er sem fólk raunverulega þarf þegar öllu er á botninn hvolft.Niðurstaða: Ljúflæsileg saga um það að vera manneskja, með öllum aukaverkununum sem það hefur í för með sér.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. maí.
Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira