Lífið

Vísindalegar rannsóknir teknar fyrir af John Oliver

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
John Oliver hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að láta til sín taka í hinum ýmsu málefnum. Þar má nefna vegginn hans Donald Trump, skuldavanda Puerto Rico, samsæriskenningamyndbönd auk þess að hann tók eftirminnilegt viðtal við Edward Snowden. Nýjasta myndbandið fjallar um vísindasamfélagið og vankanta á því.

Í þættinum segir Oliver að ef þú sérð frétt sem hefst á orðunum „niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna“ að þá sé líkast til rétt að taka henni með semingi.

Víða um veröld eru rannsakendur verðlaunaðir eftir því hve mikið efni þeir gefa út en hins vegar fæst lítið fyrir að endurtaka og sannreyna rannsóknir annarra. Oft getur það komið fyrir að fjölmiðill taki eina staðreynd út fyrir sviga, blási hana upp og þá geti reynst þrautin þyngri að leiðrétta mistökin. Þátt Oliver má sjá hér fyrir neðan.

Stöð 2 sýnir þætti John Oliver og á 365 í samstarfi við HBO. Last Week Tonight verður sýndur annað kvöld klukkan 22.35.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.