Einleikari og hljómsveit fóru á kostum Jónas Sen skrifar 30. apríl 2016 11:00 Steven Osborne hafði einleikinn fullkomlega á valdi sínu á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. NordicPhoto/Getty Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Jón Nordal, Sjostakóvitsj, Bartók og Lutoslawski. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikari: Steven Osborne. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 28. apríl Rússneska tónskáldið Dmitrí Sjostakóvitsj hneigðist til þungyndis. Hann gat þó verið gamansamur inn á milli. Þegar sonur hans Maxim, sem var efnilegur píanóleikari, varð 19 ára gamall samdi Sjostakóvitsj píanókonsert og gaf honum hann í afmælisgjöf. Inn í síðasta kaflann fléttuðust fingraæfingar eftir Charles Louis Hanon, sem uppi var á 19. öld. Sjostakóvitsj sagðist hafa gert þetta svo að Maxim yrði duglegri við að æfa fingraæfingar, sem hann átti til að vanrækja! Konsertinn var á dagskránni fyrir hlé á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Hann er eldfjörugur og er mjög ólíkur flestum verkum eftir tónskáldið; þau eru yfirleitt þungbúin og hrikaleg. Einleikari var Steven Osborne. Hann lék sér að konsertinum. Í honum eru allskonar tónahlaup upp og niður hljómborðið, en inn á milli eru grípandi laglínur. Atburðarásin er yfirleitt hröð og spennuþrungin. Allt þetta hafði Osborne fullkomlega á valdi sínu. Fingralipurðin var aðdáunarverð og stefin voru mótuð af alúð og smekkvísi. Samspil einleikara og hljómsveitar var að vísu örlítið bjagað fyrst framan af, en það lagaðist og í það heila var þetta frábær skemmtun. Hin tónsmíðin fyrir hlé á tónleikunum var Choralis eftir Jón Nordal. Hún var allt öðruvísi. Liljulagið svokallaða var í aðalhlutverki, en það er mjög sérkennilegt þjóðlag. Nú hafa íslensk tónskáld oft vitnað til þjóðlaga í verkum sínum, og stundum virkar það nokkuð tilgerðarlega. En Jón býr svo um hnútana að lagið fellur prýðilega að tónmálinu, það er eins og hann hafi sjálfur samið það. Stemningin er alvörugefin, en það er sífellt eitthvað nýtt að gerast. Fyrir bragðið upplifir maður ferskleika sem stingur í stúf við þungt andrúmsloft rólegra tóntegundaskipta og leitandi framvindu. Þetta er eins og hugleiðsla sem er ekki bara einhver slökun, heldur undursamleg opinberun. Hljómsveitin lék fallega undir nákvæmri stjórn Daníels Bjarnasonar. Strengirnir voru mjúkir og dularfullir, mismunandi blástur var áferðarfagur og lét vel í eyrum. Daníel er vaxandi hljómsveitarstjóri, hann mætti að ósekju koma oftar fram með hljómsveitinni. Eftir hlé voru fyrst Rúmenskir þjóðdansar eftir Bartók sem voru hljómþýðir. Og Konsert fyrir hljómsveit eftir Lutoslawski sem á eftir kom var flottur. Í konsert er venjulega einleikari, en hér færðist einleikshlutverkið einfaldlega á milli mismunandi hljóðfærahópa. Þetta var óvenju glæsilegur flutningur. Hljómsveitin var dásamlega samtaka og allskonar hraðar strófur voru óaðfinnanlega leiknar. Sérstaklega minnistæður var síðasti kaflinn. Hann hófst á örveikum kontrabassaleik en magnaðist upp í forneskjulegan tónaseið sem var svo áhrifamikill að maður varð gersamlega frávita. Hvílík snilld!Niðurstaða: Með eindæmum skemmtilegir tónleikar, hljómsveitin var pottþétt og einleikarinn var með allt sitt á hreinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. apríl. Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Jón Nordal, Sjostakóvitsj, Bartók og Lutoslawski. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikari: Steven Osborne. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 28. apríl Rússneska tónskáldið Dmitrí Sjostakóvitsj hneigðist til þungyndis. Hann gat þó verið gamansamur inn á milli. Þegar sonur hans Maxim, sem var efnilegur píanóleikari, varð 19 ára gamall samdi Sjostakóvitsj píanókonsert og gaf honum hann í afmælisgjöf. Inn í síðasta kaflann fléttuðust fingraæfingar eftir Charles Louis Hanon, sem uppi var á 19. öld. Sjostakóvitsj sagðist hafa gert þetta svo að Maxim yrði duglegri við að æfa fingraæfingar, sem hann átti til að vanrækja! Konsertinn var á dagskránni fyrir hlé á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Hann er eldfjörugur og er mjög ólíkur flestum verkum eftir tónskáldið; þau eru yfirleitt þungbúin og hrikaleg. Einleikari var Steven Osborne. Hann lék sér að konsertinum. Í honum eru allskonar tónahlaup upp og niður hljómborðið, en inn á milli eru grípandi laglínur. Atburðarásin er yfirleitt hröð og spennuþrungin. Allt þetta hafði Osborne fullkomlega á valdi sínu. Fingralipurðin var aðdáunarverð og stefin voru mótuð af alúð og smekkvísi. Samspil einleikara og hljómsveitar var að vísu örlítið bjagað fyrst framan af, en það lagaðist og í það heila var þetta frábær skemmtun. Hin tónsmíðin fyrir hlé á tónleikunum var Choralis eftir Jón Nordal. Hún var allt öðruvísi. Liljulagið svokallaða var í aðalhlutverki, en það er mjög sérkennilegt þjóðlag. Nú hafa íslensk tónskáld oft vitnað til þjóðlaga í verkum sínum, og stundum virkar það nokkuð tilgerðarlega. En Jón býr svo um hnútana að lagið fellur prýðilega að tónmálinu, það er eins og hann hafi sjálfur samið það. Stemningin er alvörugefin, en það er sífellt eitthvað nýtt að gerast. Fyrir bragðið upplifir maður ferskleika sem stingur í stúf við þungt andrúmsloft rólegra tóntegundaskipta og leitandi framvindu. Þetta er eins og hugleiðsla sem er ekki bara einhver slökun, heldur undursamleg opinberun. Hljómsveitin lék fallega undir nákvæmri stjórn Daníels Bjarnasonar. Strengirnir voru mjúkir og dularfullir, mismunandi blástur var áferðarfagur og lét vel í eyrum. Daníel er vaxandi hljómsveitarstjóri, hann mætti að ósekju koma oftar fram með hljómsveitinni. Eftir hlé voru fyrst Rúmenskir þjóðdansar eftir Bartók sem voru hljómþýðir. Og Konsert fyrir hljómsveit eftir Lutoslawski sem á eftir kom var flottur. Í konsert er venjulega einleikari, en hér færðist einleikshlutverkið einfaldlega á milli mismunandi hljóðfærahópa. Þetta var óvenju glæsilegur flutningur. Hljómsveitin var dásamlega samtaka og allskonar hraðar strófur voru óaðfinnanlega leiknar. Sérstaklega minnistæður var síðasti kaflinn. Hann hófst á örveikum kontrabassaleik en magnaðist upp í forneskjulegan tónaseið sem var svo áhrifamikill að maður varð gersamlega frávita. Hvílík snilld!Niðurstaða: Með eindæmum skemmtilegir tónleikar, hljómsveitin var pottþétt og einleikarinn var með allt sitt á hreinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. apríl.
Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira