Nýr Lexus IS frumsýndur í Peking Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2016 10:03 Skarpar línur í nýjum Lexus IS. Lexus hefur að undanförnu verið ötult að kynna nýja bíla sína og eiga þeir bílar það sammerkt að skarta mun djarfari og meira afgerandi línum en forverar þeirra. Það mun líklega einnig eiga við andlitslyftan Lexus IS sem kynntur verður á Peking bílasýningunni sem hefst 25. apríl, eða á mánudaginn næsta. Lexus hefur ekki enn sýnt heildarútlit hins andlitslyfta IS bíls en hefur þó látið frá sér þessa stríðnimyndir af bílnum. Þær bendir til þess að breytingarnar verði talsverðar og ekki kæmi á óvart að hann fengi línur sem svipuðu til NX jepplingsins og RX jeppans, enda segir Lexus að hann sé teiknaður undir sömu áhrifum sem þeir nefna “L-finesse”. Lexus lofar útliti sem kveiki í almenningi og freisti hans að koma höndum á stýri þessa nýja bíls. Ekki er búist við að breytingar verði á vélarframboði Lexus IS og hann muni fást með 2,0 lítra forþjöppuvélina sem grunnvél bílsins, en áfram verði tvær 3,5 lítra vélar í boði, önnur 255 hestöfl og hin 306 hestöfl.Gríðarstórt grill á nýjum Lexus IS eins og öðrum nýjum bílum Lexus. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent
Lexus hefur að undanförnu verið ötult að kynna nýja bíla sína og eiga þeir bílar það sammerkt að skarta mun djarfari og meira afgerandi línum en forverar þeirra. Það mun líklega einnig eiga við andlitslyftan Lexus IS sem kynntur verður á Peking bílasýningunni sem hefst 25. apríl, eða á mánudaginn næsta. Lexus hefur ekki enn sýnt heildarútlit hins andlitslyfta IS bíls en hefur þó látið frá sér þessa stríðnimyndir af bílnum. Þær bendir til þess að breytingarnar verði talsverðar og ekki kæmi á óvart að hann fengi línur sem svipuðu til NX jepplingsins og RX jeppans, enda segir Lexus að hann sé teiknaður undir sömu áhrifum sem þeir nefna “L-finesse”. Lexus lofar útliti sem kveiki í almenningi og freisti hans að koma höndum á stýri þessa nýja bíls. Ekki er búist við að breytingar verði á vélarframboði Lexus IS og hann muni fást með 2,0 lítra forþjöppuvélina sem grunnvél bílsins, en áfram verði tvær 3,5 lítra vélar í boði, önnur 255 hestöfl og hin 306 hestöfl.Gríðarstórt grill á nýjum Lexus IS eins og öðrum nýjum bílum Lexus.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent