Nóg er nú samt Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. apríl 2016 06:00 Ekki er óalgengt að fólk heyrist kvarta yfir verðlagningu á margvíslegri vöru og þjónustu. Raunar mætti stundum ætla að hér gildi einhver allt önnur lögmál en annars staðar, sjálfsagt þykir að verðleggja gallabuxur og úlpur á tugi þúsunda og varahlutir á borð við rúðuþurrkur og ljósaperur í bíla eru á uppskrúfuðu verði miðað við nágrannalöndin. Á meðan fjöldinn bara borgar og brosir er kannski ekki von á því að margt breytist. En á meðan neytendavitundin er ekki meiri en raun ber vitni er líka ágætt að vita af batteríum á borð við Samkeppniseftirlitið sem gæta eiga að því að fyrirtæki fari ekki fram úr sér í gleðinni. Reyndar er enn sá galli á kerfinu að stór hluti landbúnaðarins er undanþeginn samkeppnislögum, en það verður vonandi hægt að færa til betri vegar þegar fram líða stundir. Í blaði dagsins má þó sjá það mat Samkeppniseftirlitsins að nýlegar yfirtökur Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslum ógni ekki samkeppni á þeim markaði. Og það er þá ágætt. En síðan gerist það líka að fyrirtæki ofbjóða fólki. Dæmi um það er framferði hjólbarðaverkstæða sem virðast hafa rottað sig saman um að skemma fyrir verðsamanburði sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur stundað árum saman, en frá þessu var greint á vef ASÍ í byrjun vikunnar. Kristjana Birgisdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, sagði í fréttum Bylgjunnar í fyrradag að viðmótið sem fólk á vegum verðlagseftirlitsins hefði mætt á mörgum dekkjaverkstæðunum hefði alls ekki verið nógu gott. „Það lá meðal annars í því að verktökuaðilarnir sem fóru út á mörkina fyrir mig voru kallaðir heimskingjar. Og á einum stað var einstaklingi nánast hent út og hurð skellt á eftir,“ sagði hún. Samantekinn mótþrói dekkjaverkstæðanna nú verður illa varinn. Kristjana sagði í viðtalinu í Bylgjufréttunum að ýmsar ástæður væru gefnar á dekkjaverkstæðunum, svo sem að verið væri að bera saman epli og appelsínur. Það haldi hins vegar engu vatni þegar bara sé farið fram á verð á umfelgun. Þá segir Kristjana ljóst af tilsvörunum sem hennar fólk fékk að verkstæðin hafi haft samráð um viðbrögð sín. Fram hafi komið hjá starfsliði einhverra verkstæða að „málið hafi verið rætt í bransanum“. Meðal hlutverka Samkeppniseftirlitsins er að fylgjast með þróun á samkeppnis- og viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum og „ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja“, að því er fram kemur á vef eftirlitsins. Borðleggjandi virðist að kannað verði, með haldlagningu gagna og húsleitum ef með þarf, hvort þessi fyrirtæki hafi með framferði sínu brotið samkeppnislög. En á meðan ekkert gerist geta neytendur líka brugðist við sjálfir og sniðgengið verkstæði sem með svo augljósum hætti reyna að vinna gegn samkeppni á þessum markaði. Nóg er nú samt þó fyrirtæki reyni ekki vísvitandi að grafa undan viðleitni til verðlagseftirlits neytendum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Neita þátttöku í verðkönnun ASÍ Um helmingur dekkjaverkstæða neitaði þátttöku í könnun verðlagseftirlits ASÍ þegar gerð var tilraun til að kanna verð á dekkjaskiptum nú í byrjun apríl. 21. apríl 2016 07:00 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Ekki er óalgengt að fólk heyrist kvarta yfir verðlagningu á margvíslegri vöru og þjónustu. Raunar mætti stundum ætla að hér gildi einhver allt önnur lögmál en annars staðar, sjálfsagt þykir að verðleggja gallabuxur og úlpur á tugi þúsunda og varahlutir á borð við rúðuþurrkur og ljósaperur í bíla eru á uppskrúfuðu verði miðað við nágrannalöndin. Á meðan fjöldinn bara borgar og brosir er kannski ekki von á því að margt breytist. En á meðan neytendavitundin er ekki meiri en raun ber vitni er líka ágætt að vita af batteríum á borð við Samkeppniseftirlitið sem gæta eiga að því að fyrirtæki fari ekki fram úr sér í gleðinni. Reyndar er enn sá galli á kerfinu að stór hluti landbúnaðarins er undanþeginn samkeppnislögum, en það verður vonandi hægt að færa til betri vegar þegar fram líða stundir. Í blaði dagsins má þó sjá það mat Samkeppniseftirlitsins að nýlegar yfirtökur Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslum ógni ekki samkeppni á þeim markaði. Og það er þá ágætt. En síðan gerist það líka að fyrirtæki ofbjóða fólki. Dæmi um það er framferði hjólbarðaverkstæða sem virðast hafa rottað sig saman um að skemma fyrir verðsamanburði sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur stundað árum saman, en frá þessu var greint á vef ASÍ í byrjun vikunnar. Kristjana Birgisdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, sagði í fréttum Bylgjunnar í fyrradag að viðmótið sem fólk á vegum verðlagseftirlitsins hefði mætt á mörgum dekkjaverkstæðunum hefði alls ekki verið nógu gott. „Það lá meðal annars í því að verktökuaðilarnir sem fóru út á mörkina fyrir mig voru kallaðir heimskingjar. Og á einum stað var einstaklingi nánast hent út og hurð skellt á eftir,“ sagði hún. Samantekinn mótþrói dekkjaverkstæðanna nú verður illa varinn. Kristjana sagði í viðtalinu í Bylgjufréttunum að ýmsar ástæður væru gefnar á dekkjaverkstæðunum, svo sem að verið væri að bera saman epli og appelsínur. Það haldi hins vegar engu vatni þegar bara sé farið fram á verð á umfelgun. Þá segir Kristjana ljóst af tilsvörunum sem hennar fólk fékk að verkstæðin hafi haft samráð um viðbrögð sín. Fram hafi komið hjá starfsliði einhverra verkstæða að „málið hafi verið rætt í bransanum“. Meðal hlutverka Samkeppniseftirlitsins er að fylgjast með þróun á samkeppnis- og viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum og „ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja“, að því er fram kemur á vef eftirlitsins. Borðleggjandi virðist að kannað verði, með haldlagningu gagna og húsleitum ef með þarf, hvort þessi fyrirtæki hafi með framferði sínu brotið samkeppnislög. En á meðan ekkert gerist geta neytendur líka brugðist við sjálfir og sniðgengið verkstæði sem með svo augljósum hætti reyna að vinna gegn samkeppni á þessum markaði. Nóg er nú samt þó fyrirtæki reyni ekki vísvitandi að grafa undan viðleitni til verðlagseftirlits neytendum til góða.
Neita þátttöku í verðkönnun ASÍ Um helmingur dekkjaverkstæða neitaði þátttöku í könnun verðlagseftirlits ASÍ þegar gerð var tilraun til að kanna verð á dekkjaskiptum nú í byrjun apríl. 21. apríl 2016 07:00
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun