Kári: Reyni allt til þess að spila Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. apríl 2016 06:00 Haukamaðurinn Kári Jónsson Vísir Haukamenn voru flengdir með þrjátíu stiga mun, 91-61, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var vont kvöld fyrir Hauka að mörgu leyti. Ekki bara var flengingin vond heldur meiddist þeirra besti maður, Kári Jónsson, á ökkla. Hann snéri sig illa og er spurningamerki í kvöld vegna meiðslanna. „Ökklinn er að skána. Hann bólgnaði ekki mikið upp,“ segir Kári en hann er búinn að fara í röntgenmyndatöku en samkvæmt henni er hann ekki brotinn. Það á þó að skoða hann betur í dag. „Ég fer í segulómskoðun á morgun [í dag] og svo er stefnan að reyna að hreyfa mig aðeins í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að ég sé brotinn. Snúningurinn var samt þannig að það hefði eitthvað getað gerst í ristinni.“Rosalega svekkjandi Kári var augljóslega mjög þjáður er hann meiddist en hvað fer í gegnum huga ungs manns sem meiðist í fyrsta leik í úrslitarimmu? „Auðvitað var þetta rosalega svekkjandi og ég hugsaði ekkert sérstakt. Það sem er ánægjulegt er að batinn hefur verið nokkuð góður. Auðvitað er þetta hundfúlt en ég græði ekkert á því að velta mér upp úr þessu,“ segir Kári en hann hefur hvílt fótinn eins og hann getur því hann er enn bjartsýnn á að komast út á parketið í kvöld. „Ég hef fengið fína meðferð og við tökum stöðuna skömmu fyrir leik. Ég mun láta reyna á þetta og geri allt til þess að spila. Ef ég aftur á móti er ekki tilbúinn þá verð ég bara að kyngja því.“VísirMætum brjálaðir til leiks Eins og áður segir fengu Haukarnir ansi mikinn skell í fyrsta leiknum en Kári segir að lokatölurnar trufli liðið ekki of mikið. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi með einu stigi eða þrjátíu í svona rimmu. Þetta var bara einn leikur og svo kemur nýr leikur. Við mætum brjálaðir í næsta leik og þetta stóra tap truflar okkur ekkert,“ segir Kári og bætir við að honum sé alveg sama þó að einhverjir fari að afskrifa þá núna. „Kannski var spennustigið of hátt hjá okkur. Við erum flestir að spila í úrslitum í fyrsta skipti. Skrekkurinn er vonandi farinn núna og við mætum brjálaðir í leikinn á okkar heimavelli.“ Það hefur verið mikill stígandi í leik Haukanna og þeir gera ekki annað en að koma fólki á óvart. Margir afskrifuðu þá í rimmunni gegn Þór og enn fleiri gerðu það er þeir spiluðu gegn Tindastóli. „Það er skemmtilegt að koma fólki á óvart. Það er mjög gott sjálfstraust í hópnum og það hverfur ekki með einu tapi. Við erum að vinna í að bæta það sem fór úrskeiðis í fyrsta leiknum. Það er alveg ljóst að við verðum að spila mun betur. Það er engin pressa á okkur enda margir sem hafa enga trú á okkur. Við getum því komið slakir inn í leikinn og við ætlum að halda áfram að koma fólki á óvart,“ segir Kári yfirvegaður.Kveðjuleikirnir Þessi magnaði leikmaður hyggur á nám í Bandaríkjunum næsta vetur og er því að spila sína síðustu leiki fyrir Hauka núna. Í það minnsta í bili. „Ég er ekki kominn með neinn skóla en stefnan er sett út. Ég set öll þessi mál á ís meðan ég einbeiti mér að úrslitaeinvíginu. Skólarnir hafa fullan skilning á því að einbeitingin sé í þessu hjá mér núna. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni og því er nauðsynlegt að spila hvern leik eins og það sé síðasti leikur ferilsins.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 en upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Sjá meira
Haukamenn voru flengdir með þrjátíu stiga mun, 91-61, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var vont kvöld fyrir Hauka að mörgu leyti. Ekki bara var flengingin vond heldur meiddist þeirra besti maður, Kári Jónsson, á ökkla. Hann snéri sig illa og er spurningamerki í kvöld vegna meiðslanna. „Ökklinn er að skána. Hann bólgnaði ekki mikið upp,“ segir Kári en hann er búinn að fara í röntgenmyndatöku en samkvæmt henni er hann ekki brotinn. Það á þó að skoða hann betur í dag. „Ég fer í segulómskoðun á morgun [í dag] og svo er stefnan að reyna að hreyfa mig aðeins í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að ég sé brotinn. Snúningurinn var samt þannig að það hefði eitthvað getað gerst í ristinni.“Rosalega svekkjandi Kári var augljóslega mjög þjáður er hann meiddist en hvað fer í gegnum huga ungs manns sem meiðist í fyrsta leik í úrslitarimmu? „Auðvitað var þetta rosalega svekkjandi og ég hugsaði ekkert sérstakt. Það sem er ánægjulegt er að batinn hefur verið nokkuð góður. Auðvitað er þetta hundfúlt en ég græði ekkert á því að velta mér upp úr þessu,“ segir Kári en hann hefur hvílt fótinn eins og hann getur því hann er enn bjartsýnn á að komast út á parketið í kvöld. „Ég hef fengið fína meðferð og við tökum stöðuna skömmu fyrir leik. Ég mun láta reyna á þetta og geri allt til þess að spila. Ef ég aftur á móti er ekki tilbúinn þá verð ég bara að kyngja því.“VísirMætum brjálaðir til leiks Eins og áður segir fengu Haukarnir ansi mikinn skell í fyrsta leiknum en Kári segir að lokatölurnar trufli liðið ekki of mikið. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi með einu stigi eða þrjátíu í svona rimmu. Þetta var bara einn leikur og svo kemur nýr leikur. Við mætum brjálaðir í næsta leik og þetta stóra tap truflar okkur ekkert,“ segir Kári og bætir við að honum sé alveg sama þó að einhverjir fari að afskrifa þá núna. „Kannski var spennustigið of hátt hjá okkur. Við erum flestir að spila í úrslitum í fyrsta skipti. Skrekkurinn er vonandi farinn núna og við mætum brjálaðir í leikinn á okkar heimavelli.“ Það hefur verið mikill stígandi í leik Haukanna og þeir gera ekki annað en að koma fólki á óvart. Margir afskrifuðu þá í rimmunni gegn Þór og enn fleiri gerðu það er þeir spiluðu gegn Tindastóli. „Það er skemmtilegt að koma fólki á óvart. Það er mjög gott sjálfstraust í hópnum og það hverfur ekki með einu tapi. Við erum að vinna í að bæta það sem fór úrskeiðis í fyrsta leiknum. Það er alveg ljóst að við verðum að spila mun betur. Það er engin pressa á okkur enda margir sem hafa enga trú á okkur. Við getum því komið slakir inn í leikinn og við ætlum að halda áfram að koma fólki á óvart,“ segir Kári yfirvegaður.Kveðjuleikirnir Þessi magnaði leikmaður hyggur á nám í Bandaríkjunum næsta vetur og er því að spila sína síðustu leiki fyrir Hauka núna. Í það minnsta í bili. „Ég er ekki kominn með neinn skóla en stefnan er sett út. Ég set öll þessi mál á ís meðan ég einbeiti mér að úrslitaeinvíginu. Skólarnir hafa fullan skilning á því að einbeitingin sé í þessu hjá mér núna. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni og því er nauðsynlegt að spila hvern leik eins og það sé síðasti leikur ferilsins.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 en upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Sjá meira