Slegist um 500 eintök Ford GT Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2016 09:38 Ford GT er ríflega 600 hestafla kraftakerra. Fyrir um viku hóf Ford að taka við pöntunum á ofurbíl sínum, Ford GT. Síðan þá hafa 7.000 pantanir á bílnum borist. Það er langt umfram það magn sem Ford hyggst framleiða af bílnum, en Ford ætlar eingöngu að taka við 500 pöntunum og því þarf að draga um hverjir hljóta eintak af bílnum. Það er Ford Performance deildin sem sér um smíði bílsins öfluga og þar á bæ er aðeins hægt að framleiða 250 Ford GT á hverju ári og því tekur það hana tvö ár að afgreiða 500 pantanir. Hinsvegar tæki það hana 14 ár ef allar pantanirnar nú væru afgreiddar. Það er magnað í sjálfu sér að 7.000 pantanir hafi borist í ljósi þess að hvert eintak bílsins kostar 450.000 dollara, eða 56,3 milljónir króna. Ford mun taka við pöntunum í bílinn fram til 12. maí og því má búast við því að mun fleiri en 7.000 verði um hituna. Ford hefur viðurkennt að ekki séu allir umsækjendur jafn réttháir og njóta þeir forgangs sem eiga eldri Ford GT bíla, sem og viðskiptavinir sem keypt hafa marga Ford bíla. Ford mun afhenda fyrstu bílana fyrir næstu áramót. Ford ætlar að girða fyrir það að þessir eftirsóttu bílar verði að féþúfu fyrir kaupendur og því munu þeir þurfa að skrifa uppá plagg um áframhaldandi eignarhald á þeim til einhvers tiltekins tíma. Auðvelt væri hinsvegar að hagnast verulega á þeim með sölu á yfirverði um leið og þeir eru komnir í hendur eigenda. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent
Fyrir um viku hóf Ford að taka við pöntunum á ofurbíl sínum, Ford GT. Síðan þá hafa 7.000 pantanir á bílnum borist. Það er langt umfram það magn sem Ford hyggst framleiða af bílnum, en Ford ætlar eingöngu að taka við 500 pöntunum og því þarf að draga um hverjir hljóta eintak af bílnum. Það er Ford Performance deildin sem sér um smíði bílsins öfluga og þar á bæ er aðeins hægt að framleiða 250 Ford GT á hverju ári og því tekur það hana tvö ár að afgreiða 500 pantanir. Hinsvegar tæki það hana 14 ár ef allar pantanirnar nú væru afgreiddar. Það er magnað í sjálfu sér að 7.000 pantanir hafi borist í ljósi þess að hvert eintak bílsins kostar 450.000 dollara, eða 56,3 milljónir króna. Ford mun taka við pöntunum í bílinn fram til 12. maí og því má búast við því að mun fleiri en 7.000 verði um hituna. Ford hefur viðurkennt að ekki séu allir umsækjendur jafn réttháir og njóta þeir forgangs sem eiga eldri Ford GT bíla, sem og viðskiptavinir sem keypt hafa marga Ford bíla. Ford mun afhenda fyrstu bílana fyrir næstu áramót. Ford ætlar að girða fyrir það að þessir eftirsóttu bílar verði að féþúfu fyrir kaupendur og því munu þeir þurfa að skrifa uppá plagg um áframhaldandi eignarhald á þeim til einhvers tiltekins tíma. Auðvelt væri hinsvegar að hagnast verulega á þeim með sölu á yfirverði um leið og þeir eru komnir í hendur eigenda.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent