Tónlist

Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ný plata frá söngkonunni Beyoncé er kominn út og verður hún eingöngu gefin út á tónlistarveitunni Tidal sem er í eigu Jay-Z, eiginmanns Beyoncé.

Platan nefnist Lemonade og var kynnt í gær með klukkutíma löngum þætti á sjónvarpstöðinni HBO í Bandaríkjunum. Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd.

Platan er eingöngu gefin út á Tidal og ekki hefur verið gefið út hvenær hún koma út hjá öðrum tónlistarveitum eða hvenær verður hægt að nálgast hana á geisladiski eða vínyl.

Heimildarmenn Mashable innan tónlistargeirans í Bandaríkjunum segja líklegt að platan verði eingöngu gefin út á Tidal.

 

 

Margt benti til þess að Beyoncé væri að vinna að nýrri plötu en fyrr á árinu gaf hún út lagið Formation. Mun Beyoncé fylgja á eftir sinni fyrstu plötu frá árinu 2013 með heimstónleikaferðalagi sem hefst í Miami.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.