Tónlist

Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðdáendur hjónanna Beyoncé og Jay-Z eru áhyggjufullir um að samband þeirra sé á sandi byggt eftir að hafa rýnt í textana á nýrri plötu Beyoncé, Lemonade, sem kom út í gær.

Platan, sem kom eingöngu út á tónlistarveitunni Tidal, var kynnt með klukkutíma langri stuttmynd þar sem sjá mátti myndbönd fyrir hvert lag á plötunni. Góðir gestir eru á plötunni og má þar nefna Jack White, The Weeknd, James Blake og Kendrick Lamar.

Aðalumræðuefnið á internetinu virðist þó vera textarnir á plötunni en þar virðist Beyoncé skjót all harkalega á eiginmann sinn. Besta dæmið um það má finna á lagi nr.2 , Hold up, þar sem eftirfarandi textabrot koma við sögu.

Can't you see there's no other man above you?

What a wicked way to treat the girl that loves you.

Síðar í laginu má einni finna eftirfarandi textabrot.

What’s worse, lookin’ jealous or crazy? Jealous and crazy.

I like been walked all over lately, walked all over lately.

I’d rather be crazy.

Það lítur allt út fyrir að Jay-Z sé í vondum málum sé miðað við samantekt Buzzfeed sem tók saman þrettán tilvitnanir úr textum Lemonade. Mikið hefur verið tíst um þetta á samfélagsmiðlinum Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.