Benz, Audi, Opel og Porsche innkalla 630.000 dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 10:19 Dísilbílar menga almennt miklu meira en uppgefið er. Þýska bílaframleiðendurnir Mercedes Benz, Audi, Opel og Porsche hafa innkallað 630.000 bíla vegna hugbúnaðar sem í bílunum eru og stjórnar mengun þeirra eftir aðstæðum. Þessir bílar framleiðendanna menga alltof mikið við ákveðnar aðstæður, meðal annars í kulda. BMW, sem fjárfesti í eyðslusparandi og mengunarminnkandi búnaði fyrr en þessir bílaframleiðendur, mun ekki innkalla neina af sínum bílum. Enginn þessara ofantöldu framleiðenda hefur orðið uppvís af svindlhugbúnaði eins og Volkswagen er með í bílum sínum en engu að síður er í þeim búnaður sem stillir bæði eyðslu og mengun þeirra og gerir það að verkum að ef aðstæður eru ekki eins og best verður á kosið menga bílar þeirra miklu meira en uppgefið er og langt umfram það sem leyfilegt er og það er þeim nú gert að laga. Nýlegar mælingar á bílum þeirra hefur leitt þetta í ljós og fyrirtækin eru undir miklum þrýstingi að laga þetta og því hafa þau nú innkallað þessa bíla og munu laga þá að settum reglum. Aðferðir þeirra hafa talist löglegar fram að þessu en hafa engu að síður þótt á mjög gráu svæði. Ljóst er að nýir bílar þessara fyrirtækja munu ekki vera útbúnir svona búnaði. Þessi innköllun nú er hugsanlega bara toppurinn á ísjakanum og ef til vill verða innkallanirnar miklu fleiri. Innkallanir þessar eru ekki til þess fallnar að auka hróður bíla með dísilvélar og ljóst er að framleiðendurnir hafa ekki enn fundið leið til að framleiða dísilbíla sem fullkomlega hlýta þeim mengunarmörkum þeim sem settar eru. Því má líklegt telja að hlutfall bensínbíla muni á næstunni aukast á kostnað dísilbíla. Allir bílaframleiðendur eru nú undir miklum þrýstingi vegna framleiðslu dísilbíla þar sem svo til enginn þeirra hefur tekist að framleiða þá án búnaðar sem hleypir upp mengun þeirra við eðlilegar aðstæður. Í síðustu viku birtu bresk yfirvöld niðurstöður mengunarmælinga á 37 gerðum dísilbíla sem þar eru seldir og í stuttu máli náði enginn þeirra þeim mengunamörkum sem dísilbílum eru sett við eðlilegan akstur á vegum úti. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent
Þýska bílaframleiðendurnir Mercedes Benz, Audi, Opel og Porsche hafa innkallað 630.000 bíla vegna hugbúnaðar sem í bílunum eru og stjórnar mengun þeirra eftir aðstæðum. Þessir bílar framleiðendanna menga alltof mikið við ákveðnar aðstæður, meðal annars í kulda. BMW, sem fjárfesti í eyðslusparandi og mengunarminnkandi búnaði fyrr en þessir bílaframleiðendur, mun ekki innkalla neina af sínum bílum. Enginn þessara ofantöldu framleiðenda hefur orðið uppvís af svindlhugbúnaði eins og Volkswagen er með í bílum sínum en engu að síður er í þeim búnaður sem stillir bæði eyðslu og mengun þeirra og gerir það að verkum að ef aðstæður eru ekki eins og best verður á kosið menga bílar þeirra miklu meira en uppgefið er og langt umfram það sem leyfilegt er og það er þeim nú gert að laga. Nýlegar mælingar á bílum þeirra hefur leitt þetta í ljós og fyrirtækin eru undir miklum þrýstingi að laga þetta og því hafa þau nú innkallað þessa bíla og munu laga þá að settum reglum. Aðferðir þeirra hafa talist löglegar fram að þessu en hafa engu að síður þótt á mjög gráu svæði. Ljóst er að nýir bílar þessara fyrirtækja munu ekki vera útbúnir svona búnaði. Þessi innköllun nú er hugsanlega bara toppurinn á ísjakanum og ef til vill verða innkallanirnar miklu fleiri. Innkallanir þessar eru ekki til þess fallnar að auka hróður bíla með dísilvélar og ljóst er að framleiðendurnir hafa ekki enn fundið leið til að framleiða dísilbíla sem fullkomlega hlýta þeim mengunarmörkum þeim sem settar eru. Því má líklegt telja að hlutfall bensínbíla muni á næstunni aukast á kostnað dísilbíla. Allir bílaframleiðendur eru nú undir miklum þrýstingi vegna framleiðslu dísilbíla þar sem svo til enginn þeirra hefur tekist að framleiða þá án búnaðar sem hleypir upp mengun þeirra við eðlilegar aðstæður. Í síðustu viku birtu bresk yfirvöld niðurstöður mengunarmælinga á 37 gerðum dísilbíla sem þar eru seldir og í stuttu máli náði enginn þeirra þeim mengunamörkum sem dísilbílum eru sett við eðlilegan akstur á vegum úti.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent