Lagaúrræði gegn ólögmætum ávinningi Þorvaldur Gylfason skrifar 28. apríl 2016 07:00 Stjórnlagaráði bárust 323 skrifleg erindi vorið og sumarið 2011 frá fólki sem gaf sig fram að fyrra bragði til að rétta ráðinu hjálparhönd við vinnu sína við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þessi hjálp reyndist vel. Fyrir hana verður seint fullþakkað.Erindi Arnars Jenssonar Eitt erindið barst frá Arnari Jenssyni, gamalreyndum lögreglumanni og tengifulltrúa Íslands hjá Europol, sameiginlegri lögreglu Evrópusambandsins. Erindi Arnars varðaði lagaúrræði almannavaldsins gegn ólögmætum ávinningi (e. Assets Recovery eða Proceeds of Crime Recovery). M.ö.o.: Hvað geta stjórnvöld gert til að gera upptækar eignir sem menn hafa sölsað undir sig með ólögmætum hætti enda þótt sönnunarbyrði fyrir dómstólum hafi ekki dugað til sakfellingar? Málið snýst um lagaúrræði sem hefur rutt sér til rúms í Evrópu á undanförnum árum (e. non-conviction based confiscation), þ.e. „úrræði sem beita má innan einkamálaréttarfars þar sem sönnunarþröskuldur er lægri en innan sakamálaréttarfarsins. Þetta lagaúrræði hafa m.a. SÞ, ESB og Evrópuráðið, auk Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, mælt með að aðildarlöndin tækju upp til að ná til baka fjármunum og eignum sem aflað hefur verið með ólögmætum hætti og skila þeim til réttra eigenda“ svo vitnað sé orðrétt í erindi Arnars. Arnar Jensson sagði ennfremur í erindi sínu að hann hefði setið fund þar sem hann heyrði Róbert Spanó prófessor í lögum draga „í efa að íslensk lagasetning sem heimilaði þetta úrræði mundi standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar vegna þess að eignarréttur nyti meiri lagaverndar á Íslandi en í flestum öðrum löndum (!). Taldi hann líklegt að þrátt fyrir að Alþingi mundi samþykkja slík lög mundi Hæstiréttur komast að þeirri niðurstöðu að þau stæðust ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar vegna sérstöðu þessa ákvæðis þar. Í ljósi þess að allar fyrrgreindar alþjóðastofnanir hafa mælt með þessu lagaúrræði og ekki síður vegna þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í nokkur skipti komist að þeirri niðurstöðu að lög af þessu tagi brjóti ekki í bága við eignarréttarákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu – skýtur þetta óneitanlega dálítið skökku við.“Misbeiting stjórnarskrár Arnar Jensson hélt áfram: „Að mínu áliti, svo og ýmissa annarra sem ég hef rætt þetta við (bæði Íslendinga og erlendra sérfræðinga) er bráðnauðsynlegt að skoða þetta gaumgæfilega til að stjórnarskráin standi ekki í vegi fyrir að hægt sé að setja í lög á Íslandi alþjóðlega viðurkennd úrræði sem auðveldi yfirvöldum að ná til baka ólögmætum ávinningi af brotastarfsemi. Sé ofangreind skoðun Róberts Spanó rétt, mætti halda því fram með sterkum rökum að stjórnarskráin verndi þá sem ná til sín ávinningi og eignum með ólögmætum hætti og standi jafnframt í vegi fyrir því að yfirvöld geti náð ólögmætum ávinningi til baka og skilað honum til réttra eigenda. Hvers vegna ætti íslenskur eignarréttur að njóta meiri verndar en annars staðar? Hvers vegna ætti ólögmætur ávinningur að njóta verndar stjórnarskrárinnar? Ég kem því þessu erindi á framfæri við Stjórnlagaráð með þeirri beiðni að farið verði yfir eignarréttarákvæðið í ljósi ofangreinds og það tryggt að stjórnarskráin hindri ekki að hægt verði að setja þessi eða sambærileg alþjóðlega viðurkennd úrræði í lög á Íslandi.“Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir Ábending Arnars Jenssonar var vandlega reifuð og vel þegin. Stjórnlagaráðsmenn voru sumir sama sinnis og Arnar um alvöru málsins, enda hafði svohljóðandi málsgrein verið bætt inn í drög að eignarréttarákvæði lýðveldisstjórnarskrárinnar mörgum vikum áður en erindi Arnars barst ráðinu: „Eignarréttur samkvæmt stjórnarskrá þessari nær hvorki til þýfis né sjálftekinna hlunninda.“ Á síðari vinnslustigum var þessi afdráttarlausa framsetning látin víkja fyrir mildara orðlagi: „Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög.“ Það er texti frumvarpsins sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Hugsunin má heita hin sama að baki hvoru tveggja orðalaginu. Líklegt virðist í ljósi atburða undangenginna vikna að ábending Arnars Jenssonar komi aftur til gaumgæfilegrar athugunar við næstu endurskoðun stjórnarskrárinnar, vonandi þó ekki eftir önnur 70 ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Stjórnlagaráði bárust 323 skrifleg erindi vorið og sumarið 2011 frá fólki sem gaf sig fram að fyrra bragði til að rétta ráðinu hjálparhönd við vinnu sína við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þessi hjálp reyndist vel. Fyrir hana verður seint fullþakkað.Erindi Arnars Jenssonar Eitt erindið barst frá Arnari Jenssyni, gamalreyndum lögreglumanni og tengifulltrúa Íslands hjá Europol, sameiginlegri lögreglu Evrópusambandsins. Erindi Arnars varðaði lagaúrræði almannavaldsins gegn ólögmætum ávinningi (e. Assets Recovery eða Proceeds of Crime Recovery). M.ö.o.: Hvað geta stjórnvöld gert til að gera upptækar eignir sem menn hafa sölsað undir sig með ólögmætum hætti enda þótt sönnunarbyrði fyrir dómstólum hafi ekki dugað til sakfellingar? Málið snýst um lagaúrræði sem hefur rutt sér til rúms í Evrópu á undanförnum árum (e. non-conviction based confiscation), þ.e. „úrræði sem beita má innan einkamálaréttarfars þar sem sönnunarþröskuldur er lægri en innan sakamálaréttarfarsins. Þetta lagaúrræði hafa m.a. SÞ, ESB og Evrópuráðið, auk Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, mælt með að aðildarlöndin tækju upp til að ná til baka fjármunum og eignum sem aflað hefur verið með ólögmætum hætti og skila þeim til réttra eigenda“ svo vitnað sé orðrétt í erindi Arnars. Arnar Jensson sagði ennfremur í erindi sínu að hann hefði setið fund þar sem hann heyrði Róbert Spanó prófessor í lögum draga „í efa að íslensk lagasetning sem heimilaði þetta úrræði mundi standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar vegna þess að eignarréttur nyti meiri lagaverndar á Íslandi en í flestum öðrum löndum (!). Taldi hann líklegt að þrátt fyrir að Alþingi mundi samþykkja slík lög mundi Hæstiréttur komast að þeirri niðurstöðu að þau stæðust ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar vegna sérstöðu þessa ákvæðis þar. Í ljósi þess að allar fyrrgreindar alþjóðastofnanir hafa mælt með þessu lagaúrræði og ekki síður vegna þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í nokkur skipti komist að þeirri niðurstöðu að lög af þessu tagi brjóti ekki í bága við eignarréttarákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu – skýtur þetta óneitanlega dálítið skökku við.“Misbeiting stjórnarskrár Arnar Jensson hélt áfram: „Að mínu áliti, svo og ýmissa annarra sem ég hef rætt þetta við (bæði Íslendinga og erlendra sérfræðinga) er bráðnauðsynlegt að skoða þetta gaumgæfilega til að stjórnarskráin standi ekki í vegi fyrir að hægt sé að setja í lög á Íslandi alþjóðlega viðurkennd úrræði sem auðveldi yfirvöldum að ná til baka ólögmætum ávinningi af brotastarfsemi. Sé ofangreind skoðun Róberts Spanó rétt, mætti halda því fram með sterkum rökum að stjórnarskráin verndi þá sem ná til sín ávinningi og eignum með ólögmætum hætti og standi jafnframt í vegi fyrir því að yfirvöld geti náð ólögmætum ávinningi til baka og skilað honum til réttra eigenda. Hvers vegna ætti íslenskur eignarréttur að njóta meiri verndar en annars staðar? Hvers vegna ætti ólögmætur ávinningur að njóta verndar stjórnarskrárinnar? Ég kem því þessu erindi á framfæri við Stjórnlagaráð með þeirri beiðni að farið verði yfir eignarréttarákvæðið í ljósi ofangreinds og það tryggt að stjórnarskráin hindri ekki að hægt verði að setja þessi eða sambærileg alþjóðlega viðurkennd úrræði í lög á Íslandi.“Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir Ábending Arnars Jenssonar var vandlega reifuð og vel þegin. Stjórnlagaráðsmenn voru sumir sama sinnis og Arnar um alvöru málsins, enda hafði svohljóðandi málsgrein verið bætt inn í drög að eignarréttarákvæði lýðveldisstjórnarskrárinnar mörgum vikum áður en erindi Arnars barst ráðinu: „Eignarréttur samkvæmt stjórnarskrá þessari nær hvorki til þýfis né sjálftekinna hlunninda.“ Á síðari vinnslustigum var þessi afdráttarlausa framsetning látin víkja fyrir mildara orðlagi: „Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög.“ Það er texti frumvarpsins sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Hugsunin má heita hin sama að baki hvoru tveggja orðalaginu. Líklegt virðist í ljósi atburða undangenginna vikna að ábending Arnars Jenssonar komi aftur til gaumgæfilegrar athugunar við næstu endurskoðun stjórnarskrárinnar, vonandi þó ekki eftir önnur 70 ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.