Fjáröflunin er mjög mikilvæg 29. apríl 2016 11:00 Ásgerður Jóna Flosadóttir og Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir með falleg ungbarnaföt sem þær flytja inn og selja til styrktar starfinu. MYNDIR/ERNIR KYNNING: Ásgerður Jóna Flosadóttir er hugmyndasmiður og stofnandi Fjölskylduhjálparinnar ásamt fjórum öðrum konum. Þær eru Guðrún Magnúsdóttir, Anna Auðunsdóttir, Ragna Rósantsdóttur og Guðbjörg Pétursdóttir. Allar höfðu þær mikla reynslu af sjálfboðastörfum í góðgerðarstarfi. Ásgerður segir að í fyrstu hafi þær sett starfsemina á laggirnar til að úthluta fatnaði til þeirra sem áttu erfitt í samfélaginu. „Fljótlega byrjuðu fyrirtæki að gefa okkur matvæli og með því þróaðist starfsemin. Á síðasta ári úthlutuðum við 21 þúsund matargjöfum þannig að þörfin er gríðarlega mikil. Árin þar á undan voru matargjafirnar yfir 30 þúsund. Allir sem leita til okkar fá aðstoð ef viðkomandi uppfyllir skilyrðin,“ segir Ásgerður sem hefur lagt metnað sinn og allan vinnukraft ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum í að hjálpa fólki, jafnt með mat og fatnað. Hún segir þörfina ekki hafa minnkað þótt rætt sé um uppgang í þjóðfélaginu. „Mér finnst sérstaklega sárt að sjá hversu mörg fátæk börn eru á Íslandi. Sjálfboðaliðarnir hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru frábærir og vinna kraftaverk á hverjum degi.“Tryggvi Snorrason sjálfboðaliði að störfum.Nauðsynlegt fjáröflunarstarf Fjáröflunarstarf Fjölskylduhjálpar Íslands er stór þáttur í rekstrinum. Fyrirtæki gefa ekki jafn mikinn mat og áður en gefa það sem þau geta. Fjölskylduhjálpin þarf því að kaupa mikinn hluta þeirra matvæla sem hún síðan gefur fátækum. „Ætli við kaupum ekki 70% af því sem við gefum,“ útskýrir Ásgerður. „Sem dæmi þá kaupum við eitt tonn af kartöflum, hátt í þúsund lítra af mjólk og tvö til þrjú þúsund epli fyrir hverja úthlutun. Til þess að við getum keypt mat erum við með sölu á nýjum og notuðum fatnaði. Kannski vita ekki allir að við erum með þrjá styrktarmarkaði, flytjum inn flottar tískuvörur sem við seljum á mjög hagstæðu verði. Þetta eru föt fyrir börn, jafnt sem fullorðna,“ segir Ásgerður og bendir á fallega vöru á styrktarmarkaðinum í Iðufelli. „Hingað geta allir komið og verslað á kostakjörum og um leið styrkt gott málefni. Við erum til dæmis með flottar leggings fyrir konur, peysur og kjóla. Þá bjóðum við afar fallegan ungbarnafatnað sem hentar vel til gjafa. Herrabómullarbolir hafa sömuleiðis verið vinsælir en þeir kosta ekki nema 990 krónur. Við leggjum ekki mikið á vörurnar svo við teljum okkur bjóða mjög góð verð,“ segir Ásgerður en sjón er sögu ríkari þegar komið er inn í markaðinn.Matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í Iðufelli í Breiðholti.Duglegir að gefa okkur notaðan fatnað „Í styrktarmörkuðum okkar eru líka á boðstólum notuð föt en sjálfboðaliðar sjá um að flokka þau og þvo, ef með þarf, þannig að þau eru afhent hrein og fín. Þegar starfsemin flutti úr Eskihlíð í Iðufell árið 2013 urðu þáttaskil hjá okkur. Öll aðstaða er núna miklu betri fyrir skjólstæðinga og vinnuskilyrði sjálfboðaliða allt önnur. Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar. Þá hefur aukist mikið að fólk með stöðu hælisleitenda og flóttafólk leiti til Fjölskylduhjálparinnar.“Holl og góð matvæli „Hingað kemur fólk daglega í mikilli neyð og leitar eftir aðstoð með mat og fatnað. Síðan erum við með tvær risastórar matarúthlutanir í mánuði og oft fleiri, fer eftir getu okkar varðandi innkaup á matvælum. Þá koma hingað hátt í tvö þúsund manns. Við höfum leyfi til að fletta fólki upp og kanna stöðu þess. Með því getum við fylgst með hvort fólk sé í þörf fyrir aðstoð. Það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir misnotkun. Við leyfum síðan fólki að velja sér matvæli eftir því hvað við höfum á boðstólum hverju sinni. Það er misskilningur að fólki sé réttur poki með ákveðnum matvælum,“ segir Ásgerður og bætir við: „Við skömmtum ekki útrunna vöru. Ef við eigum vörur sem eru að renna út á söludegi eða útrunnar látum við þær liggja frammi og fólk getur tekið ef það vill. Sú vara klárast alltaf. Við viljum gefa holla og góða vöru.“Nýr fatnaður er seldur á mjög góðu verði á styrktarmarkaði Fjölskylduhjálpar Íslands.Góður stuðningur „Myllan hefur verið frábær stuðningsaðili og gefur okkur nýbakað brauð, Bakarameistarinn og Björnsbakarí hafa sömuleiðis gefið okkur brauð og bakkelsi. Sölufélag garðyrkjumanna hefur gefið tómata, kál og gúrkur. Veitingastaðurinn Eldum rétt færir okkur reglulega grænmeti. Mjólkursamsalan hefur gefið okkur það sem þeir geta ekki endurframleitt úr, til dæmis jógúrt, skyr og margt fleira sem kemur sér mjög vel. Papco styður okkur með pappírsvörum og verslunin Iceland gefur okkur alla haldpoka. Þessi stuðningur er ómetanlegur. Við kaupum hins vegar mikið af súrmjólk, smjöri og mjólk frá MS,“ útskýrir Ásgerður sem segist hafa miklar áhyggjur af hækkun gjalda í heilbrigðisþjónustu. „Hingað leita margir sem hafa ekki efni á lyfjum. Það er skelfilegt að fylgjast með þeim hópi. Við erum í samstarfi við Árbæjarapótek, þeir afgreiða lyfin sem við kaupum fyrir skjólstæðinga í neyð og senda okkur reikninginn. Við staðgreiðum allt sem við kaupum og skuldum ekkert.“Frida Pedersen hefur klippt skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar á hverjum miðvikudegi í fimm ár. MYNDIR/ERNIRHárgreiðslustofa Í Iðufelli er boðið upp á klippingu alla miðvikudaga fyrir þá sem þurfa. „Heilu fjölskyldurnar koma til okkar fyrir jólin og aftur á vorin. Við tökum ekkert frá öðrum stofum þar sem þetta fólk hefur ekki efni á að sækja þær. Frida Pedersen sem er hárgreiðslumeistari á eftirlaunum hefur sinnt þessari þjónustu sl. 5 ár. Fólk kemur hingað úr öllum hverfum borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélögum.“50 sjálfboðaliðar Hjá Fjölskylduhjálpinni starfa 50 sjálfboðaliðar og aldrei hefur verið skortur á fólki sem vill hjálpa til og gera góðverk. „Það eru sex til átta konur sem starfa í Kópavogi og síðan erum við með stóra starfsstöð í Reykjanesbæ. Þar starfa 15 sjálfboðaliðar. Til okkar kemur fólk í samfélagsþjónustu og leggur fram krafta sína, einnig hafa öryrkjar hjálpað okkur og fólk sem er hætt að vinna. Við byrjuðum með tvær hendur tómar og ég er stolt af því hvernig starfið hefur þróast,“ segir hún. „Í fyrstu notuðum við eigin bíla, borguðum fyrir síma og annað sem þurfti. Jón Ásgeir Jóhannesson borgaði leigu fyrir okkur í Eskihlíð fyrstu þrjú árin og það var í rauninni til þess að starfsemin gat gengið. Fasteignafélagið Reitir hefur verið okkar stærsti stuðningsfulltrúi, það útvegaði okkur húsnæðið í Iðufelli 14 og hefur verið mjög sanngjarnt með leiguverð. Við tökum alltaf á móti notuðum fatnaði og leikföngum og erum þakklát fyrir allan stuðning.“ Ásgerður segir að félagið njóti mikillar velvildar almennings hér á landi sem nær út fyrir landsteinana. Árið 2014 gaf bandaríska fyrirtækið Cain Meetings & Incentives veglegan frystiklefa og setti hann upp í höfuðstöðvunum í Iðufelli.Kærleikskerti Fjölskylduhjálpin hefur búið til kærleikskerti úr mör fyrir leiði eða til notkunar utanhúss og til gjafa til að fjármagna starfsemina. „Eins og gefur að skilja er mikil þörf á fjármagni í svona miklu hjálparstarfi. Sjálfboðaliðar aðstoða við kertagerðina en töluverð vinna er í kringum hana. Eimskip hefur boðið frystigeymslu án gjalds til að geyma fyrir okkur mörlagerinn.“ÍslandsforeldriÍslandsforeldri er starfsemi undir Fjölskylduhjálpinni. Fólk getur skráð sig sem foreldri og greiðir þá 500, 1.000 eða 2.500 krónur á mánuði. „Við viljum styðja fátæk börn á Íslandi. Fátækt er veruleiki á Íslandi og þessi börn verða útundan í samfélaginu. Við fengum yndislega konu, Margréti Hrafnsdóttur, til að vera verndari þessara samtaka. Við höfum fengið frábært fólk í lið með okkur sem Íslandsforeldra og markmiðið í ár er að Íslandsforeldrar verði orðnir 1.000 talsins. Í dag eru við með 400 Íslandsforeldra og viljum gjarnan fá fleiri í þann hóp. Með aðstoð Íslandsforeldra höfum við getað keypt lýsi, egg, fisk, kæfu og ávexti fyrir barnafjölskyldur. Einnig höfum við aðstoðað við kaup á íþróttafatnaði á börn og unglinga og öðru sem vantar til frístunda þegar við höfum fengið sérstaka styrki til þess.“ Hægt er að afla sér frekari upplýsinga á heimasíðunni www.fjolskylduhjalp.is, á Facebook-síðunni Fjölskylduhjálp Íslands og á Facebook-síðu Íslandsforeldra. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira
KYNNING: Ásgerður Jóna Flosadóttir er hugmyndasmiður og stofnandi Fjölskylduhjálparinnar ásamt fjórum öðrum konum. Þær eru Guðrún Magnúsdóttir, Anna Auðunsdóttir, Ragna Rósantsdóttur og Guðbjörg Pétursdóttir. Allar höfðu þær mikla reynslu af sjálfboðastörfum í góðgerðarstarfi. Ásgerður segir að í fyrstu hafi þær sett starfsemina á laggirnar til að úthluta fatnaði til þeirra sem áttu erfitt í samfélaginu. „Fljótlega byrjuðu fyrirtæki að gefa okkur matvæli og með því þróaðist starfsemin. Á síðasta ári úthlutuðum við 21 þúsund matargjöfum þannig að þörfin er gríðarlega mikil. Árin þar á undan voru matargjafirnar yfir 30 þúsund. Allir sem leita til okkar fá aðstoð ef viðkomandi uppfyllir skilyrðin,“ segir Ásgerður sem hefur lagt metnað sinn og allan vinnukraft ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum í að hjálpa fólki, jafnt með mat og fatnað. Hún segir þörfina ekki hafa minnkað þótt rætt sé um uppgang í þjóðfélaginu. „Mér finnst sérstaklega sárt að sjá hversu mörg fátæk börn eru á Íslandi. Sjálfboðaliðarnir hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru frábærir og vinna kraftaverk á hverjum degi.“Tryggvi Snorrason sjálfboðaliði að störfum.Nauðsynlegt fjáröflunarstarf Fjáröflunarstarf Fjölskylduhjálpar Íslands er stór þáttur í rekstrinum. Fyrirtæki gefa ekki jafn mikinn mat og áður en gefa það sem þau geta. Fjölskylduhjálpin þarf því að kaupa mikinn hluta þeirra matvæla sem hún síðan gefur fátækum. „Ætli við kaupum ekki 70% af því sem við gefum,“ útskýrir Ásgerður. „Sem dæmi þá kaupum við eitt tonn af kartöflum, hátt í þúsund lítra af mjólk og tvö til þrjú þúsund epli fyrir hverja úthlutun. Til þess að við getum keypt mat erum við með sölu á nýjum og notuðum fatnaði. Kannski vita ekki allir að við erum með þrjá styrktarmarkaði, flytjum inn flottar tískuvörur sem við seljum á mjög hagstæðu verði. Þetta eru föt fyrir börn, jafnt sem fullorðna,“ segir Ásgerður og bendir á fallega vöru á styrktarmarkaðinum í Iðufelli. „Hingað geta allir komið og verslað á kostakjörum og um leið styrkt gott málefni. Við erum til dæmis með flottar leggings fyrir konur, peysur og kjóla. Þá bjóðum við afar fallegan ungbarnafatnað sem hentar vel til gjafa. Herrabómullarbolir hafa sömuleiðis verið vinsælir en þeir kosta ekki nema 990 krónur. Við leggjum ekki mikið á vörurnar svo við teljum okkur bjóða mjög góð verð,“ segir Ásgerður en sjón er sögu ríkari þegar komið er inn í markaðinn.Matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í Iðufelli í Breiðholti.Duglegir að gefa okkur notaðan fatnað „Í styrktarmörkuðum okkar eru líka á boðstólum notuð föt en sjálfboðaliðar sjá um að flokka þau og þvo, ef með þarf, þannig að þau eru afhent hrein og fín. Þegar starfsemin flutti úr Eskihlíð í Iðufell árið 2013 urðu þáttaskil hjá okkur. Öll aðstaða er núna miklu betri fyrir skjólstæðinga og vinnuskilyrði sjálfboðaliða allt önnur. Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar. Þá hefur aukist mikið að fólk með stöðu hælisleitenda og flóttafólk leiti til Fjölskylduhjálparinnar.“Holl og góð matvæli „Hingað kemur fólk daglega í mikilli neyð og leitar eftir aðstoð með mat og fatnað. Síðan erum við með tvær risastórar matarúthlutanir í mánuði og oft fleiri, fer eftir getu okkar varðandi innkaup á matvælum. Þá koma hingað hátt í tvö þúsund manns. Við höfum leyfi til að fletta fólki upp og kanna stöðu þess. Með því getum við fylgst með hvort fólk sé í þörf fyrir aðstoð. Það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir misnotkun. Við leyfum síðan fólki að velja sér matvæli eftir því hvað við höfum á boðstólum hverju sinni. Það er misskilningur að fólki sé réttur poki með ákveðnum matvælum,“ segir Ásgerður og bætir við: „Við skömmtum ekki útrunna vöru. Ef við eigum vörur sem eru að renna út á söludegi eða útrunnar látum við þær liggja frammi og fólk getur tekið ef það vill. Sú vara klárast alltaf. Við viljum gefa holla og góða vöru.“Nýr fatnaður er seldur á mjög góðu verði á styrktarmarkaði Fjölskylduhjálpar Íslands.Góður stuðningur „Myllan hefur verið frábær stuðningsaðili og gefur okkur nýbakað brauð, Bakarameistarinn og Björnsbakarí hafa sömuleiðis gefið okkur brauð og bakkelsi. Sölufélag garðyrkjumanna hefur gefið tómata, kál og gúrkur. Veitingastaðurinn Eldum rétt færir okkur reglulega grænmeti. Mjólkursamsalan hefur gefið okkur það sem þeir geta ekki endurframleitt úr, til dæmis jógúrt, skyr og margt fleira sem kemur sér mjög vel. Papco styður okkur með pappírsvörum og verslunin Iceland gefur okkur alla haldpoka. Þessi stuðningur er ómetanlegur. Við kaupum hins vegar mikið af súrmjólk, smjöri og mjólk frá MS,“ útskýrir Ásgerður sem segist hafa miklar áhyggjur af hækkun gjalda í heilbrigðisþjónustu. „Hingað leita margir sem hafa ekki efni á lyfjum. Það er skelfilegt að fylgjast með þeim hópi. Við erum í samstarfi við Árbæjarapótek, þeir afgreiða lyfin sem við kaupum fyrir skjólstæðinga í neyð og senda okkur reikninginn. Við staðgreiðum allt sem við kaupum og skuldum ekkert.“Frida Pedersen hefur klippt skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar á hverjum miðvikudegi í fimm ár. MYNDIR/ERNIRHárgreiðslustofa Í Iðufelli er boðið upp á klippingu alla miðvikudaga fyrir þá sem þurfa. „Heilu fjölskyldurnar koma til okkar fyrir jólin og aftur á vorin. Við tökum ekkert frá öðrum stofum þar sem þetta fólk hefur ekki efni á að sækja þær. Frida Pedersen sem er hárgreiðslumeistari á eftirlaunum hefur sinnt þessari þjónustu sl. 5 ár. Fólk kemur hingað úr öllum hverfum borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélögum.“50 sjálfboðaliðar Hjá Fjölskylduhjálpinni starfa 50 sjálfboðaliðar og aldrei hefur verið skortur á fólki sem vill hjálpa til og gera góðverk. „Það eru sex til átta konur sem starfa í Kópavogi og síðan erum við með stóra starfsstöð í Reykjanesbæ. Þar starfa 15 sjálfboðaliðar. Til okkar kemur fólk í samfélagsþjónustu og leggur fram krafta sína, einnig hafa öryrkjar hjálpað okkur og fólk sem er hætt að vinna. Við byrjuðum með tvær hendur tómar og ég er stolt af því hvernig starfið hefur þróast,“ segir hún. „Í fyrstu notuðum við eigin bíla, borguðum fyrir síma og annað sem þurfti. Jón Ásgeir Jóhannesson borgaði leigu fyrir okkur í Eskihlíð fyrstu þrjú árin og það var í rauninni til þess að starfsemin gat gengið. Fasteignafélagið Reitir hefur verið okkar stærsti stuðningsfulltrúi, það útvegaði okkur húsnæðið í Iðufelli 14 og hefur verið mjög sanngjarnt með leiguverð. Við tökum alltaf á móti notuðum fatnaði og leikföngum og erum þakklát fyrir allan stuðning.“ Ásgerður segir að félagið njóti mikillar velvildar almennings hér á landi sem nær út fyrir landsteinana. Árið 2014 gaf bandaríska fyrirtækið Cain Meetings & Incentives veglegan frystiklefa og setti hann upp í höfuðstöðvunum í Iðufelli.Kærleikskerti Fjölskylduhjálpin hefur búið til kærleikskerti úr mör fyrir leiði eða til notkunar utanhúss og til gjafa til að fjármagna starfsemina. „Eins og gefur að skilja er mikil þörf á fjármagni í svona miklu hjálparstarfi. Sjálfboðaliðar aðstoða við kertagerðina en töluverð vinna er í kringum hana. Eimskip hefur boðið frystigeymslu án gjalds til að geyma fyrir okkur mörlagerinn.“ÍslandsforeldriÍslandsforeldri er starfsemi undir Fjölskylduhjálpinni. Fólk getur skráð sig sem foreldri og greiðir þá 500, 1.000 eða 2.500 krónur á mánuði. „Við viljum styðja fátæk börn á Íslandi. Fátækt er veruleiki á Íslandi og þessi börn verða útundan í samfélaginu. Við fengum yndislega konu, Margréti Hrafnsdóttur, til að vera verndari þessara samtaka. Við höfum fengið frábært fólk í lið með okkur sem Íslandsforeldra og markmiðið í ár er að Íslandsforeldrar verði orðnir 1.000 talsins. Í dag eru við með 400 Íslandsforeldra og viljum gjarnan fá fleiri í þann hóp. Með aðstoð Íslandsforeldra höfum við getað keypt lýsi, egg, fisk, kæfu og ávexti fyrir barnafjölskyldur. Einnig höfum við aðstoðað við kaup á íþróttafatnaði á börn og unglinga og öðru sem vantar til frístunda þegar við höfum fengið sérstaka styrki til þess.“ Hægt er að afla sér frekari upplýsinga á heimasíðunni www.fjolskylduhjalp.is, á Facebook-síðunni Fjölskylduhjálp Íslands og á Facebook-síðu Íslandsforeldra.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira