Að breytast í konu í Breiðholti Magnús Guðmundsson skrifar 29. apríl 2016 11:30 Bækur Tappi á himninum Eva Rún Snorradóttir Kápuhönnun: Katrín Helena Jónsdóttir Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 61 bls. „Allir eru mjög spenntir fyrir internetinu, skerandi hringihljóðið heyrist úr hverri íbúð, út á stéttir og bílastæði.“ Svona hefst ljóðið Kóðar að heiminum eftir Evu Rún Snorradóttur í ljóðabókinni Tappi á himninum. Þar er á ferðinni önnur bók Evu Rúnar sem er einnig sviðslistakona úr hópnum Kviss búmm bang. Ljóð Evu Rúnar eru reyndar á mörkum ljóðs og sögu, haganlega smíðaðir prósatextar, og tilheyra öll einum og sama ljóðmælandanum eða sögumanninum eftir því hvernig er á litið. Í Tappi á himninum ómar rödd unglingsstúlku í Breiðholtinu á tíunda áratug síðustu aldar og tíðarandinn er aldrei langt undan eins og dæmið hér að framan sýnir ágætlega. Það er gleðiefni að Breiðholt þessara daga skuli eiga sitt skáld, sína rödd, enda er það eins og svo mörg skemmtileg hverfi sjálfstæður heimur sem aðeins þeir sem þar hafa vaxið úr grasi þekkja til fulls. En Tappi á himninum er miklu meira en tíðarandi og langtum stærri en Breiðholtið. Í tuttugu og fjórum prósatextum tekst Eva Rún á við það að þroskast frá barni til fullorðinnar manneskju, frá stúlku til konu. Þessu fylgja eðlilega innri átök og sleitulaus sjálfsskoðun með tilheyrandi efa um eigið ágæti og ótta við það sem framtíðin ber í skauti sér. Einn helsti styrkur textans í verkum Evu Rúnar er að hún fellur ekki í þá gryfju að reyna að vera unglingur heldur horfir til baka með þroska, reynslu og orðfæri sem felur í sér skilning fjarlægðarinnar á umbrotum unglingsstúlkunnar sem verður að konu í Breiðholtinu. Myndirnar sem Eva Rún bregður upp eru í senn kunnuglegar en samt framandi og forvitnilegar því tilfinningalífið er djúpt og litað af skilningi ljóðmælandans. Flest þekkjum við þennan reynsluheim og þau átök sem því fylgja að láta reyna á mörkin við veröld hinna fullorðnu. Þessi kunnugleiki fyllir ljóðheiminn í senn af húmor og léttleika sem tekst á við sársauka, ótta og kvíða unglingsáranna. En í sömu andrá er unglingsstúlkan í ljóðum Evu Rúnar líka stödd aðeins á jaðrinum þar sem hún er að takast á við að uppgötva og skilja eigin samkynhneigð og í því er ekki síst fólginn persónulegasti og innilegasti tónn textans. Tappi á himninum líður helst fyrir það að aðrar persónur en unglingsstúlkan sem eru settar fram eru helst til einsleitar og allt að því staðlaðar. Slík er eflaust oft upplifun unglinga af umheiminum enda eiga nú flestir nóg með sig á þessum árum. Í heildina er hér á ferðinni falleg bók þar sem unglingsárin eru í senn lofuð og kvödd eða eins og segir m.a. í lokaljóði bókarinnar, Eyðibýlið: „Ég var dálítið döpur og hrædd þegar ég kvaddi best uppöldu stúlkuna í Breiðholtinu, sagði henni að skelfa komandi kynslóðir ásamt hinum draugunum í garðinum. Svo stöndum við saman vinkonurnar í garðinum og öskrum úr okkur innyflin.“Niðurstaða: Heildstæð, falleg og skemmtileg bók um átök og þroska unglingsáranna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Tappi á himninum Eva Rún Snorradóttir Kápuhönnun: Katrín Helena Jónsdóttir Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 61 bls. „Allir eru mjög spenntir fyrir internetinu, skerandi hringihljóðið heyrist úr hverri íbúð, út á stéttir og bílastæði.“ Svona hefst ljóðið Kóðar að heiminum eftir Evu Rún Snorradóttur í ljóðabókinni Tappi á himninum. Þar er á ferðinni önnur bók Evu Rúnar sem er einnig sviðslistakona úr hópnum Kviss búmm bang. Ljóð Evu Rúnar eru reyndar á mörkum ljóðs og sögu, haganlega smíðaðir prósatextar, og tilheyra öll einum og sama ljóðmælandanum eða sögumanninum eftir því hvernig er á litið. Í Tappi á himninum ómar rödd unglingsstúlku í Breiðholtinu á tíunda áratug síðustu aldar og tíðarandinn er aldrei langt undan eins og dæmið hér að framan sýnir ágætlega. Það er gleðiefni að Breiðholt þessara daga skuli eiga sitt skáld, sína rödd, enda er það eins og svo mörg skemmtileg hverfi sjálfstæður heimur sem aðeins þeir sem þar hafa vaxið úr grasi þekkja til fulls. En Tappi á himninum er miklu meira en tíðarandi og langtum stærri en Breiðholtið. Í tuttugu og fjórum prósatextum tekst Eva Rún á við það að þroskast frá barni til fullorðinnar manneskju, frá stúlku til konu. Þessu fylgja eðlilega innri átök og sleitulaus sjálfsskoðun með tilheyrandi efa um eigið ágæti og ótta við það sem framtíðin ber í skauti sér. Einn helsti styrkur textans í verkum Evu Rúnar er að hún fellur ekki í þá gryfju að reyna að vera unglingur heldur horfir til baka með þroska, reynslu og orðfæri sem felur í sér skilning fjarlægðarinnar á umbrotum unglingsstúlkunnar sem verður að konu í Breiðholtinu. Myndirnar sem Eva Rún bregður upp eru í senn kunnuglegar en samt framandi og forvitnilegar því tilfinningalífið er djúpt og litað af skilningi ljóðmælandans. Flest þekkjum við þennan reynsluheim og þau átök sem því fylgja að láta reyna á mörkin við veröld hinna fullorðnu. Þessi kunnugleiki fyllir ljóðheiminn í senn af húmor og léttleika sem tekst á við sársauka, ótta og kvíða unglingsáranna. En í sömu andrá er unglingsstúlkan í ljóðum Evu Rúnar líka stödd aðeins á jaðrinum þar sem hún er að takast á við að uppgötva og skilja eigin samkynhneigð og í því er ekki síst fólginn persónulegasti og innilegasti tónn textans. Tappi á himninum líður helst fyrir það að aðrar persónur en unglingsstúlkan sem eru settar fram eru helst til einsleitar og allt að því staðlaðar. Slík er eflaust oft upplifun unglinga af umheiminum enda eiga nú flestir nóg með sig á þessum árum. Í heildina er hér á ferðinni falleg bók þar sem unglingsárin eru í senn lofuð og kvödd eða eins og segir m.a. í lokaljóði bókarinnar, Eyðibýlið: „Ég var dálítið döpur og hrædd þegar ég kvaddi best uppöldu stúlkuna í Breiðholtinu, sagði henni að skelfa komandi kynslóðir ásamt hinum draugunum í garðinum. Svo stöndum við saman vinkonurnar í garðinum og öskrum úr okkur innyflin.“Niðurstaða: Heildstæð, falleg og skemmtileg bók um átök og þroska unglingsáranna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira