Nýsköpun í fjármálastarfsemi 11. apríl 2016 10:30 Undanfarin ár hafa svokölluð Fintech nýsköpunarfyrirtæki verið að ryðja sér til rúms á fjármálamarkaði sem nota tækni til að bjóða upp á fjármálaþjónustu á skilvirkari hátt en áður að sögn Aðalgeirs Þorgrímssonar, forstöðumanns Vörustýringar hjá RB. Hann stýrir spennandi morgunverðarfundi í RB næsta fimmtudag. MYND/STEFÁN KYNNING - Spennandi morgunverðarfundur verður haldinn í húsakynnum RB fimmtudaginn 14. apríl undir yfirskriftinni Hugvekja um nýsköpun í fjármálastarfsemi. Að sögn Aðalgeirs Þorgrímssonar, forstöðumanns Vörustýringar hjá RB, munu þrír fyrirlesarar halda nokkurs konar „hugvekjur“ um það hvernig fjármálastarfsemi er að breytast með tilliti til nýsköpunar. „Undanfarin ár hafa svokölluð Fintech nýsköpunarfyrirtæki verið að ryðja sér til rúms á fjármálamarkaði sem hingað til hefur verið stjórnað af hefðbundnum fjármálafyrirtækjum. Segja má að Fintech geirinn samanstandi af fyrirtækjum sem noti tækni til að bjóða upp á fjármálaþjónustu á skilvirkari hátt en áður auk þess að leggja mikla áherslu á upplifun viðskiptavinarins og hvernig hægt er að hafa jákvæð áhrif á daglegt líf fólks.“Athyglisvert efni Hugvekjurnar verða í höndum Stefáns Þórs Helgasonar frá KPMG og þeirra Gunnars Helga Gunnsteinssonar og Arnars Jónssonar frá Memento. „Stefán fjallar um hvernig umhverfið hefur verið að breytast og þeir félagar hjá Memento munu segja frá því af hverju nokkrir strákar út í bæ fóru að þróa greiðslulausn sem síðar skilaði sér í samstarfsverkefni við Íslandsbanka um þróun appsins Kass.“ Að sögn Aðalgeirs sjást umtalsverðar breytingar á fjármálamörkuðum víða um heima með tilkomu Fintech. „Það á sérstaklega við greiðslu- og lánamöguleika. Þannig eru t.d. sprottin upp fyrirtæki sem tengja saman einstaklinga sem vilja ávaxta fé sitt og þá sem þurfa á láni að halda. Þetta er þjónusta sem bankar hafa sinnt að mestu til þessa, en vöxturinn er mikill meðal Fintech fyrirtækja sem leggja mikla áherslu á sjálfvirknivæðingu í öllum ferlum og létta yfirbyggingu til að halda kostnaði í lágmarki.“Breyttar áherslur Hann segist búast við svipaðri þróun hér á landi þótt hún sé vissulega aðeins á eftir því sem sést út í heimi. „Að einhverju leyti stafar það af smæð markaðarins og eflaust hafa gjaldeyrishöftin haft umtalsvert að segja. Það verður spennandi að fylgjast með hverjir verða helstu leikendur hérna heima. Bankarnir hafa að sjálfsögðu möguleika á að taka þátt í eða jafnvel leiða þessa þróun, þá annað hvort sjálfir eða í samvinnu við Fintech fyrirtæki. Það mun þó kalla á breyttar áherslur því hraðinn í Fintech heiminum er margfalt meiri en sá sem bankarnir eiga að venjast og því þurfa þeir að nálgast slíkt verkefni á annan hátt en innleiðingu hefðbundinna bankakerfa.“Með puttann á púlsinum Hann segir RB starfa á þessum markaði sem Fintech mun koma til með að hafa mikil áhrif á í náinni framtíð og því mikilvægt að hafa puttann á púlsinum. „Einn af styrkleikum RB til þessa hefur verið að bjóða upp á þjónustur sem einfalda daglegt líf fólks. Þar má m.a. nefna greiðslur í rauntíma milli einstaklinga og ógreidda reikninga sem rata beint inn í netbanka landsmanna. Okkur finnst afar spennandi að taka þá nálgun lengra og gera greiðslur mun einfaldari en þær eru í dag.“ Fundurinn stendur yfir milli kl. 8.45 og 10.15 og er haldinn í höfuðstöðvum RB í Höfðatorgi, Katrínartúni 2. Nánari upplýsingar má finna á vef RB. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
KYNNING - Spennandi morgunverðarfundur verður haldinn í húsakynnum RB fimmtudaginn 14. apríl undir yfirskriftinni Hugvekja um nýsköpun í fjármálastarfsemi. Að sögn Aðalgeirs Þorgrímssonar, forstöðumanns Vörustýringar hjá RB, munu þrír fyrirlesarar halda nokkurs konar „hugvekjur“ um það hvernig fjármálastarfsemi er að breytast með tilliti til nýsköpunar. „Undanfarin ár hafa svokölluð Fintech nýsköpunarfyrirtæki verið að ryðja sér til rúms á fjármálamarkaði sem hingað til hefur verið stjórnað af hefðbundnum fjármálafyrirtækjum. Segja má að Fintech geirinn samanstandi af fyrirtækjum sem noti tækni til að bjóða upp á fjármálaþjónustu á skilvirkari hátt en áður auk þess að leggja mikla áherslu á upplifun viðskiptavinarins og hvernig hægt er að hafa jákvæð áhrif á daglegt líf fólks.“Athyglisvert efni Hugvekjurnar verða í höndum Stefáns Þórs Helgasonar frá KPMG og þeirra Gunnars Helga Gunnsteinssonar og Arnars Jónssonar frá Memento. „Stefán fjallar um hvernig umhverfið hefur verið að breytast og þeir félagar hjá Memento munu segja frá því af hverju nokkrir strákar út í bæ fóru að þróa greiðslulausn sem síðar skilaði sér í samstarfsverkefni við Íslandsbanka um þróun appsins Kass.“ Að sögn Aðalgeirs sjást umtalsverðar breytingar á fjármálamörkuðum víða um heima með tilkomu Fintech. „Það á sérstaklega við greiðslu- og lánamöguleika. Þannig eru t.d. sprottin upp fyrirtæki sem tengja saman einstaklinga sem vilja ávaxta fé sitt og þá sem þurfa á láni að halda. Þetta er þjónusta sem bankar hafa sinnt að mestu til þessa, en vöxturinn er mikill meðal Fintech fyrirtækja sem leggja mikla áherslu á sjálfvirknivæðingu í öllum ferlum og létta yfirbyggingu til að halda kostnaði í lágmarki.“Breyttar áherslur Hann segist búast við svipaðri þróun hér á landi þótt hún sé vissulega aðeins á eftir því sem sést út í heimi. „Að einhverju leyti stafar það af smæð markaðarins og eflaust hafa gjaldeyrishöftin haft umtalsvert að segja. Það verður spennandi að fylgjast með hverjir verða helstu leikendur hérna heima. Bankarnir hafa að sjálfsögðu möguleika á að taka þátt í eða jafnvel leiða þessa þróun, þá annað hvort sjálfir eða í samvinnu við Fintech fyrirtæki. Það mun þó kalla á breyttar áherslur því hraðinn í Fintech heiminum er margfalt meiri en sá sem bankarnir eiga að venjast og því þurfa þeir að nálgast slíkt verkefni á annan hátt en innleiðingu hefðbundinna bankakerfa.“Með puttann á púlsinum Hann segir RB starfa á þessum markaði sem Fintech mun koma til með að hafa mikil áhrif á í náinni framtíð og því mikilvægt að hafa puttann á púlsinum. „Einn af styrkleikum RB til þessa hefur verið að bjóða upp á þjónustur sem einfalda daglegt líf fólks. Þar má m.a. nefna greiðslur í rauntíma milli einstaklinga og ógreidda reikninga sem rata beint inn í netbanka landsmanna. Okkur finnst afar spennandi að taka þá nálgun lengra og gera greiðslur mun einfaldari en þær eru í dag.“ Fundurinn stendur yfir milli kl. 8.45 og 10.15 og er haldinn í höfuðstöðvum RB í Höfðatorgi, Katrínartúni 2. Nánari upplýsingar má finna á vef RB.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira