Hugsum stórt Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Í gær bárust þær gleðifréttir að Háskóli Íslands hefði hækkað um tæp fimmtíu sæti á lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims. Skólinn er nú í 222. sæti. Stökkið þýðir að háskólinn er nú í 13. sæti á listanum yfir skóla á Norðurlöndunum. Tímaritið Times Higher Education birtir árlega lista yfir 400 bestu háskóla heims og er einn áhrifamesti listi sinnar tegundar. „Niðurstaðan er mikil viðurkenning fyrir alla þá sem starfa hér og nema. Þá má ekki gleyma einkar öflugum samstarfsaðilum innan lands og utan sem gera hann enn betri, sem sagt Landspítalanum, Íslenskri erfðagreiningu, Hjartavernd, Matís og alþjóðlegum samstarfsháskólum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, af þessu tilefni. Við mat á stöðu háskóla á listanum horfir Times Higher Education til ýmissa atriða en þar má nefna áhrif á alþjóðlegum vettvangi, rannsóknarstarf, kennslu og námsumhverfi. Til að komast í fremstu röð, eða framar, þarf háskólinn að reyna að laða til sín afburðanemendur og -fræðimenn, meðal annars frá útlöndum. Fyrsta skrefið er að taka launa- og styrkjakerfi skólans til gagngerrar endurskoðunar. Íslenskir kennarar eru á mun lægri launum en kollegar þeirra á hinum Norðurlöndunum, háskólunum helst illa á stundakennurum sem eru enn verr launaðir og styrkjum til rannsókna er enn verulega ábótavant. Háskólanemum hér á landi hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum og sérstaklega mikið upp úr aldamótunum. Árið 2000 voru háskólanemar rúmlega tíu þúsund talsins en á síðustu árum hafa þeir verið um 20 þúsund á ári. Þó sækir mjög hátt hlutfall Íslendinga sér háskólamenntun út fyrir landsteinana. Í kjölfar hrunsins hefur svokallaður spekileki, eða brottflutningur einstaklinga sem búa yfir sérfræðiþekkingu, verið tíðræddur. Slíkt hefur til að mynda verið áberandi í heilbrigðiskerfinu, þar sem starfsfólk er eftirsótt á alþjóðlegum vinnumarkaði og kýs að fara snemma til framhaldsnáms í útlöndum eða koma ekki heim úr slíku námi vegna óviðunandi kjara og starfsaðstæðna hér heima. Hið sama á við í fleiri greinum, þar á meðal vísindagreinum. Innan haftanna hafa áhyggjuraddir vegna flótta tækni- og þekkingarfyrirtækja úr landi einnig verið háværar. Þessar áhyggjur eru réttmætar og ekki til þess fallnar að hjálpa til við að bæta íslenskt háskólasamfélag. Markmið Háskóla Íslands um að vera meðal þeirra 100 bestu er háleitt fyrir rúmlega 300 þúsund manna samfélag. Allt að því óraunhæft þó það sé ekkert nema gott að stefna hátt. Menntamálaráðuneytið gaf í lok síðasta árs út veglega og yfirgripsmikla skýrslu um háskóla- og vísindakerfið á Íslandi. Skýrslan er afrakstur fyrsta áfanga í mótun heildstæðrar stefnu fyrir háskóla og vísindastarfsemi og á að taka til æðri menntunar, rannsókna, nýsköpunar og helstu stoðaðila málaflokksins. Ljóst er að mikið verk er að vinna. Hugsa þarf stórt og til langs tíma og allir sem að menntakerfinu koma þurfa að vera opnir fyrir breytingum til hins betra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Í gær bárust þær gleðifréttir að Háskóli Íslands hefði hækkað um tæp fimmtíu sæti á lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims. Skólinn er nú í 222. sæti. Stökkið þýðir að háskólinn er nú í 13. sæti á listanum yfir skóla á Norðurlöndunum. Tímaritið Times Higher Education birtir árlega lista yfir 400 bestu háskóla heims og er einn áhrifamesti listi sinnar tegundar. „Niðurstaðan er mikil viðurkenning fyrir alla þá sem starfa hér og nema. Þá má ekki gleyma einkar öflugum samstarfsaðilum innan lands og utan sem gera hann enn betri, sem sagt Landspítalanum, Íslenskri erfðagreiningu, Hjartavernd, Matís og alþjóðlegum samstarfsháskólum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, af þessu tilefni. Við mat á stöðu háskóla á listanum horfir Times Higher Education til ýmissa atriða en þar má nefna áhrif á alþjóðlegum vettvangi, rannsóknarstarf, kennslu og námsumhverfi. Til að komast í fremstu röð, eða framar, þarf háskólinn að reyna að laða til sín afburðanemendur og -fræðimenn, meðal annars frá útlöndum. Fyrsta skrefið er að taka launa- og styrkjakerfi skólans til gagngerrar endurskoðunar. Íslenskir kennarar eru á mun lægri launum en kollegar þeirra á hinum Norðurlöndunum, háskólunum helst illa á stundakennurum sem eru enn verr launaðir og styrkjum til rannsókna er enn verulega ábótavant. Háskólanemum hér á landi hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum og sérstaklega mikið upp úr aldamótunum. Árið 2000 voru háskólanemar rúmlega tíu þúsund talsins en á síðustu árum hafa þeir verið um 20 þúsund á ári. Þó sækir mjög hátt hlutfall Íslendinga sér háskólamenntun út fyrir landsteinana. Í kjölfar hrunsins hefur svokallaður spekileki, eða brottflutningur einstaklinga sem búa yfir sérfræðiþekkingu, verið tíðræddur. Slíkt hefur til að mynda verið áberandi í heilbrigðiskerfinu, þar sem starfsfólk er eftirsótt á alþjóðlegum vinnumarkaði og kýs að fara snemma til framhaldsnáms í útlöndum eða koma ekki heim úr slíku námi vegna óviðunandi kjara og starfsaðstæðna hér heima. Hið sama á við í fleiri greinum, þar á meðal vísindagreinum. Innan haftanna hafa áhyggjuraddir vegna flótta tækni- og þekkingarfyrirtækja úr landi einnig verið háværar. Þessar áhyggjur eru réttmætar og ekki til þess fallnar að hjálpa til við að bæta íslenskt háskólasamfélag. Markmið Háskóla Íslands um að vera meðal þeirra 100 bestu er háleitt fyrir rúmlega 300 þúsund manna samfélag. Allt að því óraunhæft þó það sé ekkert nema gott að stefna hátt. Menntamálaráðuneytið gaf í lok síðasta árs út veglega og yfirgripsmikla skýrslu um háskóla- og vísindakerfið á Íslandi. Skýrslan er afrakstur fyrsta áfanga í mótun heildstæðrar stefnu fyrir háskóla og vísindastarfsemi og á að taka til æðri menntunar, rannsókna, nýsköpunar og helstu stoðaðila málaflokksins. Ljóst er að mikið verk er að vinna. Hugsa þarf stórt og til langs tíma og allir sem að menntakerfinu koma þurfa að vera opnir fyrir breytingum til hins betra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl