Gengur með yfirgengilegri vinnu og djöflagangi Magnús Guðmundsson skrifar 14. apríl 2016 11:30 Hanna Styrmisdóttir, stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að muna að listin endurspegli alltaf ástand okkar og líðan. Visir/Ernir „Hátíðin er viðameiri en hún hefur verið lengi. Það eru færri viðburðir en stærri og eins við kynntum fyrir ári þá er þetta síðari hluti sömu hátíðar og fór einnig fram á síðasta ári,“ segir Hanna Styrmisdóttir, stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík, en hún kynnti í gær tón- og sviðslistadagskrá hátíðarinnar sem er sú þrítugasta í röðinni. Hátíðin stendur dagana 21. maí til 5. júní.Stórir viðburðir „Í undirbúningi þessarar hátíðar, Síðari hluta, var mér frá upphafi tvennt efst í huga, auk höfundarverks kvenna sem var í aðalhlutverki í fyrra. Annars vegar mannslíkaminn sem allar hugmyndir okkar um frelsi og mannréttindi byggjast á og hins vegar tímamótin sem Listahátíð stendur á. Mér þótti mikilvægt að Síðari hluti endurspeglaði þessar vangaveltur.“ Hanna segir að dagskráin muni í raun hefjast með óformlegum hætti nokkrum dögum fyrir formlega setningu með viðburðum sem tengjast opnunarsviðsviðburðinum í ár sem er sýning Flex-dansara frá Brooklyn og Manchester undir yfirskriftinni FlexN Iceland og síðan reki hver stórviðburðurinn annan á hátíðinni. „Þetta eru það stórir viðburðir að við þurfum að leggja mikla vinnu í kynningu á hverjum og einum og því þurfum við að dreifa þessu aðeins. En á næstu tveimur vikum verður einnig kynnt myndlistar- og hönnunardagskrá hátíðarinnar. Það kom vel út á síðasta ári að gera þetta svona en við höfðum reyndar sett okkur það að kynna dagskrána þann 6. apríl en það kom svo reyndar í ljós að það var ekki hentugur dagur,“ segir Hanna og brosir út í annað.Breiddin er til staðar Það er kannski umhugsunarvert að á hátíð þar sem m.a. höfundarverk kvenna er í forgrunni eru tvær af skærustu stjörnum hátíðarinnar karlmenn yfir sjötugt. En eins og Hanna bendir á þá væri hreint óhugsandi að láta fram hjá sér fara tækifæri á borð við komu San Francisco ballettsins. „Ég væri einfaldlega ekki starfi mínu vaxin ef ég gerði það. Með Ashkenazy þá var það ákvörðun okkar Örnu Kristínar hjá Sinfóníunni að við vildum heiðra hans þátt í upphafi og uppbyggingu hátíðarinnar. Þetta er ekki aðeins þrítugasta hátíðin heldur erum við einnig að fara aftur í þetta fyrra form að hátíðin verður aftur tvíæringur. Þess vegna er tilhlýðilegt að horfa aftur til liðins tíma. Þegar dagskráin hefur öll verið kynnt mun koma vel í ljós að hún nær í raun vel yfir öll þrjú meginstefin og allar listgreinar.“Listin þarf tíma Hanna segir að þó svo að Listahátíðin í Reykjavík verði héðan í frá haldin annað hvert ár, verði svokallaður tvíæringur, þá sé í raun verið að auka gæði hátíðarinnar. „Á síðustu tíu árum hafa orðið miklar breytingar á þessu sviði. Hátíðin er í raun orðin helmingi minni en hún var 2005 og það gerist einfaldlega með auknu framboði og umsvifum í menningarlífinu. Framlög til Listahátíðarinnar hafa dregist saman en á sama tíma hefur hátíðaflóran á Íslandi sprungið út. Það eru um fimmtíu hátíðir á hverju ári. Allar stuttar en sumar gríðarlega stórar á borð við Airwaves en þær eru allar sértækari en Listahátíðin í Reykjavík sem á að sinna öllum listum. Mér finnst vanta í íslensku listalífi að hlutunum sé gefin tími. Að það sé tími til þess að þróa hlutina, vinna með listamönnum, panta ný verk og framleiða í samvinnu við þá. Íslenskir listamenn standa frammi fyrir því að fá ekki tækifæri til þess að gera stærri verk eins og þeir þurfa á að halda. En með því að nýta fjárframlög til tveggja ára þá náum við frekar að standast þær væntingar sem eru gerðar til hátíðarinnar.Visir/ErnirLangt yfir þolmörkin Staðreyndin er að framlögin til Listahátíðarinnar hafa dregist svo mikið saman að við erum í raun ekki samkeppnishæf lengur. Við höfum ekki burði til þess að koma hingað með stærstu listamennina með sama hætti og Listahátíðin í Reykjavík gerði áður. Það er einungis gerlegt með botnlausri vinnu og því að taka stórfellda áhættu því það er flókið og erfitt að koma slíku í framkvæmd. Ég held því að þessi breyting sé mjög góð, en geri mér vel grein fyrir að margir hafa efasemdir, en þetta er auðvitað háð því að það verði ekki frekari samdráttur. Þeir sem ráða í þessu samfélagi, allavega núna, hafa lofað okkur því að það muni ekki koma til þess enda held ég að ef það verður skorið meira niður til Listahátíðar þá hverfi hún. Við erum í raun komin langt yfir þolmörkin og þetta sem við erum að gera er aðeins hægt með yfirgengilegri vinnu og djöflagangi þeirra sem hér starfa. Málið er að við þurfum á listinni að halda og ástandið í heiminum jafnt sem atburðir síðustu vikna á Íslandi sýna okkur það svo ekki verður um villst. Maður áttar sig á þessu þegar maður skoðar það sem Listahátíðin hefur fram að færa og þá sér maður að listin er alltaf að endurspegla samfélagið. Það er ekkert til sem heitir listin fyrir listina, því listin endurspeglar alltaf ástand okkar og líðan.“Hægt er að kynna sér dagskránna nánar og nálgast miða á heimasíðu Listahátíðar, listahatid.is. Airwaves Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Hátíðin er viðameiri en hún hefur verið lengi. Það eru færri viðburðir en stærri og eins við kynntum fyrir ári þá er þetta síðari hluti sömu hátíðar og fór einnig fram á síðasta ári,“ segir Hanna Styrmisdóttir, stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík, en hún kynnti í gær tón- og sviðslistadagskrá hátíðarinnar sem er sú þrítugasta í röðinni. Hátíðin stendur dagana 21. maí til 5. júní.Stórir viðburðir „Í undirbúningi þessarar hátíðar, Síðari hluta, var mér frá upphafi tvennt efst í huga, auk höfundarverks kvenna sem var í aðalhlutverki í fyrra. Annars vegar mannslíkaminn sem allar hugmyndir okkar um frelsi og mannréttindi byggjast á og hins vegar tímamótin sem Listahátíð stendur á. Mér þótti mikilvægt að Síðari hluti endurspeglaði þessar vangaveltur.“ Hanna segir að dagskráin muni í raun hefjast með óformlegum hætti nokkrum dögum fyrir formlega setningu með viðburðum sem tengjast opnunarsviðsviðburðinum í ár sem er sýning Flex-dansara frá Brooklyn og Manchester undir yfirskriftinni FlexN Iceland og síðan reki hver stórviðburðurinn annan á hátíðinni. „Þetta eru það stórir viðburðir að við þurfum að leggja mikla vinnu í kynningu á hverjum og einum og því þurfum við að dreifa þessu aðeins. En á næstu tveimur vikum verður einnig kynnt myndlistar- og hönnunardagskrá hátíðarinnar. Það kom vel út á síðasta ári að gera þetta svona en við höfðum reyndar sett okkur það að kynna dagskrána þann 6. apríl en það kom svo reyndar í ljós að það var ekki hentugur dagur,“ segir Hanna og brosir út í annað.Breiddin er til staðar Það er kannski umhugsunarvert að á hátíð þar sem m.a. höfundarverk kvenna er í forgrunni eru tvær af skærustu stjörnum hátíðarinnar karlmenn yfir sjötugt. En eins og Hanna bendir á þá væri hreint óhugsandi að láta fram hjá sér fara tækifæri á borð við komu San Francisco ballettsins. „Ég væri einfaldlega ekki starfi mínu vaxin ef ég gerði það. Með Ashkenazy þá var það ákvörðun okkar Örnu Kristínar hjá Sinfóníunni að við vildum heiðra hans þátt í upphafi og uppbyggingu hátíðarinnar. Þetta er ekki aðeins þrítugasta hátíðin heldur erum við einnig að fara aftur í þetta fyrra form að hátíðin verður aftur tvíæringur. Þess vegna er tilhlýðilegt að horfa aftur til liðins tíma. Þegar dagskráin hefur öll verið kynnt mun koma vel í ljós að hún nær í raun vel yfir öll þrjú meginstefin og allar listgreinar.“Listin þarf tíma Hanna segir að þó svo að Listahátíðin í Reykjavík verði héðan í frá haldin annað hvert ár, verði svokallaður tvíæringur, þá sé í raun verið að auka gæði hátíðarinnar. „Á síðustu tíu árum hafa orðið miklar breytingar á þessu sviði. Hátíðin er í raun orðin helmingi minni en hún var 2005 og það gerist einfaldlega með auknu framboði og umsvifum í menningarlífinu. Framlög til Listahátíðarinnar hafa dregist saman en á sama tíma hefur hátíðaflóran á Íslandi sprungið út. Það eru um fimmtíu hátíðir á hverju ári. Allar stuttar en sumar gríðarlega stórar á borð við Airwaves en þær eru allar sértækari en Listahátíðin í Reykjavík sem á að sinna öllum listum. Mér finnst vanta í íslensku listalífi að hlutunum sé gefin tími. Að það sé tími til þess að þróa hlutina, vinna með listamönnum, panta ný verk og framleiða í samvinnu við þá. Íslenskir listamenn standa frammi fyrir því að fá ekki tækifæri til þess að gera stærri verk eins og þeir þurfa á að halda. En með því að nýta fjárframlög til tveggja ára þá náum við frekar að standast þær væntingar sem eru gerðar til hátíðarinnar.Visir/ErnirLangt yfir þolmörkin Staðreyndin er að framlögin til Listahátíðarinnar hafa dregist svo mikið saman að við erum í raun ekki samkeppnishæf lengur. Við höfum ekki burði til þess að koma hingað með stærstu listamennina með sama hætti og Listahátíðin í Reykjavík gerði áður. Það er einungis gerlegt með botnlausri vinnu og því að taka stórfellda áhættu því það er flókið og erfitt að koma slíku í framkvæmd. Ég held því að þessi breyting sé mjög góð, en geri mér vel grein fyrir að margir hafa efasemdir, en þetta er auðvitað háð því að það verði ekki frekari samdráttur. Þeir sem ráða í þessu samfélagi, allavega núna, hafa lofað okkur því að það muni ekki koma til þess enda held ég að ef það verður skorið meira niður til Listahátíðar þá hverfi hún. Við erum í raun komin langt yfir þolmörkin og þetta sem við erum að gera er aðeins hægt með yfirgengilegri vinnu og djöflagangi þeirra sem hér starfa. Málið er að við þurfum á listinni að halda og ástandið í heiminum jafnt sem atburðir síðustu vikna á Íslandi sýna okkur það svo ekki verður um villst. Maður áttar sig á þessu þegar maður skoðar það sem Listahátíðin hefur fram að færa og þá sér maður að listin er alltaf að endurspegla samfélagið. Það er ekkert til sem heitir listin fyrir listina, því listin endurspeglar alltaf ástand okkar og líðan.“Hægt er að kynna sér dagskránna nánar og nálgast miða á heimasíðu Listahátíðar, listahatid.is.
Airwaves Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira