Lífið

Snjóbrettamyndbönd á heimsmælikvarða keppa sín á milli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosaleg myndbönd
Rosaleg myndbönd
Iceland Winter Games fóru fram á Akureyri dagana 31. mars – 3. apríl og tókst virkilega vel til.

Fjallað hefur verið um leikana í mörgum af stærstu vetrarsport miðlum heims, bæði fyrir og eftir leikana. Á IWG er keppt í alþjóðlegri myndbandakeppni á milli bestu snjóbrettamanna Evrópu og N-Ameríku.

Um er að ræða einskonar einvígi milli heimsálfanna á Akureyri, við flekaskilin sem aðgreina heimsálfurnar.

Nú fer fram kosning á milli tveggja snjóbrettamyndbanda, annarsvegar frá Evrópu og hinsvegar frá Bandaríkjunum. Um er að ræða flottustu snjóbrettamyndbönd sem skotin hafa verið hér á landi og fer kosningin fram hér. Neðst í fréttinni má sjá þessi mögnuðu myndbönd. 

Kosningin líkur 17.apríl en einn af þeim þúsundum sem hafa kosið eiga möguleika á því að vinn:



  • Flug fyrir 2 með Icelandair til íslands
  • Flug fyrir tvo með Flugfélagi Íslands til Akureyrar
  • Gistingu fyrri 2 á Icelandair Hótel á Akureyri í fimm nætur
  • Fimm daga skíðapassa á öll fimm skíðasvæði norðurlands
  • ½ dag með Arctic Freeride á Ólafsfirði í snjótroðara skíðaferð
  • Norðurljósaferð með Arctic Freeride
MYNDBAND EVRÓPU MYNDBAND BANDARÍKJANNA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×