„Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 14:28 "Hið rétta er að Sigurmar eða við hjónin áttum aldrei krónu í þessu félagi. Það var skráð á Íslandi meðan hann var í stjórn þess,“ segir Álfheiður. Vísir/Valli Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, segir ekkert fjær sanni en að hún og eiginmaður hennar eigi eða hafi átt félag á Tortóla. Vísar hún til fréttar í viðskiptahluta Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er að Sigurmar hafi verið forsvarsmaður félagsins Sýreyjar þegar það var skráð á Tortóla. Álfheiður telur að verið sé að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa með umfjölluninni. Í umfjöllun Morgunblaðsins um Mossack Fonseca og hlutabréfakaup, sem birt er að hluta á Mbl.is, er fjallað um félagið Sýrey sem Sigurmar K. Albertsson, eiginmaður Álfheiðar, stofnaði í ágúst 2005. Vísað er í ársreikinga Sýreyjar frá 2005-2014 þar sem fram komi að Sýrey hafi verið í eigu Holt Investment Group Ltd. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang Mossack Fonseca á Tortóla.Sigurmar fullyrðir í samtali við Eyjuna að hann hafi aldrei átt félög á aflandseyjum eða haft aðkomu að þeim. Álfheiður segir Sigurmar hafa komið að stofnun Sýreyjar fyrir Kaupþing en Sigurmar er Hæstaréttarlögmaður. Sigurmar hafi tekið sæti í stjórninni ásamt Eggerti Hilmarssyni, starfsmanni Kaupþings. Endurskoðendur voru Ernest og Young. „Félagið var stofnað fyrir Kaupþing í þeim tilgangi að ganga frá uppgjöri á skuldum tiltekins manns við bankann. Því verki lauk Sigurmar og 10. febrúar 2006 var haldinn fundur í félaginu, Sigurmar fer úr stjórn og skipt er um endurskoðendur.“ Síðan hafi Sigurmar engin afskipti haft af félaginu eða Holts Investment. Félagið Sýrey hafi verið skráð á Íslandi á meðan Sigurmar sat í stjórn þess. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum.“Uppfært klukkan 15:38: Sigurmar K. Albertsson, hæstaréttarlögmaður, sendi rétt í þessu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar dagsins:Í starfi mínu sem lögmaður hef ég á undanförnum árum stofnað mörg félög fyrir umbjóðendur mína í margvíslegum tilgangi. Ekkert þeirra hefur verið stofnað á erlendri grundu og ennþá síður í þeim tilgangi að koma verðmætum í skattaskjól eða annað í þeim dúr. Í sumum tilfellum hef ég setið sem lögmaður í stjórn þessara félaga, stundum í einn sólarhring og stundum lengur en ávallt til þess eins að brúa bil þar til eigendur félaganna taka við stjórnartaumum. Í því tilfelli sem gert hefur verið að umfjöllunarefni í dag vil ég taka það fram að félagið Sýrey ehf. var stofnað í ágúst árið 2005, fyrst með heimilisfesti á skrifstofu minni í Reykjavík og síðar að Bíldshöfða 14. Ég sat ég í stjórn þess um sex mánaða skeið eða til 10. febrúar árið 2006. Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum. Panama-skjölin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, segir ekkert fjær sanni en að hún og eiginmaður hennar eigi eða hafi átt félag á Tortóla. Vísar hún til fréttar í viðskiptahluta Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er að Sigurmar hafi verið forsvarsmaður félagsins Sýreyjar þegar það var skráð á Tortóla. Álfheiður telur að verið sé að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa með umfjölluninni. Í umfjöllun Morgunblaðsins um Mossack Fonseca og hlutabréfakaup, sem birt er að hluta á Mbl.is, er fjallað um félagið Sýrey sem Sigurmar K. Albertsson, eiginmaður Álfheiðar, stofnaði í ágúst 2005. Vísað er í ársreikinga Sýreyjar frá 2005-2014 þar sem fram komi að Sýrey hafi verið í eigu Holt Investment Group Ltd. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang Mossack Fonseca á Tortóla.Sigurmar fullyrðir í samtali við Eyjuna að hann hafi aldrei átt félög á aflandseyjum eða haft aðkomu að þeim. Álfheiður segir Sigurmar hafa komið að stofnun Sýreyjar fyrir Kaupþing en Sigurmar er Hæstaréttarlögmaður. Sigurmar hafi tekið sæti í stjórninni ásamt Eggerti Hilmarssyni, starfsmanni Kaupþings. Endurskoðendur voru Ernest og Young. „Félagið var stofnað fyrir Kaupþing í þeim tilgangi að ganga frá uppgjöri á skuldum tiltekins manns við bankann. Því verki lauk Sigurmar og 10. febrúar 2006 var haldinn fundur í félaginu, Sigurmar fer úr stjórn og skipt er um endurskoðendur.“ Síðan hafi Sigurmar engin afskipti haft af félaginu eða Holts Investment. Félagið Sýrey hafi verið skráð á Íslandi á meðan Sigurmar sat í stjórn þess. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum.“Uppfært klukkan 15:38: Sigurmar K. Albertsson, hæstaréttarlögmaður, sendi rétt í þessu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar dagsins:Í starfi mínu sem lögmaður hef ég á undanförnum árum stofnað mörg félög fyrir umbjóðendur mína í margvíslegum tilgangi. Ekkert þeirra hefur verið stofnað á erlendri grundu og ennþá síður í þeim tilgangi að koma verðmætum í skattaskjól eða annað í þeim dúr. Í sumum tilfellum hef ég setið sem lögmaður í stjórn þessara félaga, stundum í einn sólarhring og stundum lengur en ávallt til þess eins að brúa bil þar til eigendur félaganna taka við stjórnartaumum. Í því tilfelli sem gert hefur verið að umfjöllunarefni í dag vil ég taka það fram að félagið Sýrey ehf. var stofnað í ágúst árið 2005, fyrst með heimilisfesti á skrifstofu minni í Reykjavík og síðar að Bíldshöfða 14. Ég sat ég í stjórn þess um sex mánaða skeið eða til 10. febrúar árið 2006. Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum.
Panama-skjölin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira