Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 17. apríl 2016 10:41 Veiðisvæðið sem er gjarnan kennt við ION hótelið opnaði í gær en um er að ræða eitt gjöfulasta stórurriðasvæði í heiminum. Það eru engar ýkjur að segja að þetta magnaða svæði sé eitt besta stórurriðasvæði á heimsvísu og þetta geta þeir sem veiða svæðið staðfest. Svæðið nær yfir tvö svæði í Þingvallavatni en þau eru Ölfusvatnsásós og Þorsteinsvík. Mikil veiði er á báðum þessum svæðum og stærðin á urriðanum þarna getur náð hátt í 30 pund og þessir risar sjást oft vel stutt frá landi en eru að sama skapi ljónstyggir. Veiðin hófst þarna í gær og byrjaði afskaplega vel enda aðstæður ágætar. Ekki liggja fyrir tölur um nákvæman fjölda fiska en eins og myndirnar sem fylgja fréttinni bera með sér þá virðist mest af urriðanum sem veiddist í gær vera 8-12 pund en það skal þó ekkert fullyrt hvort einhverjir stærri hafi slæðst með. Veiðimönnum sem hafa áhuga á að veiða þetta svæði þarf að hryggja með þeim fréttum að uppselt er á það fyrir þetta tímabil og það þarf þá að leggja inn bókanir fyrir rímabilið 2017 til að eiga séns á að veiða á þessu vinsæla svæði. Mest lesið Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Við árbakkann á Hringbraut Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði
Veiðisvæðið sem er gjarnan kennt við ION hótelið opnaði í gær en um er að ræða eitt gjöfulasta stórurriðasvæði í heiminum. Það eru engar ýkjur að segja að þetta magnaða svæði sé eitt besta stórurriðasvæði á heimsvísu og þetta geta þeir sem veiða svæðið staðfest. Svæðið nær yfir tvö svæði í Þingvallavatni en þau eru Ölfusvatnsásós og Þorsteinsvík. Mikil veiði er á báðum þessum svæðum og stærðin á urriðanum þarna getur náð hátt í 30 pund og þessir risar sjást oft vel stutt frá landi en eru að sama skapi ljónstyggir. Veiðin hófst þarna í gær og byrjaði afskaplega vel enda aðstæður ágætar. Ekki liggja fyrir tölur um nákvæman fjölda fiska en eins og myndirnar sem fylgja fréttinni bera með sér þá virðist mest af urriðanum sem veiddist í gær vera 8-12 pund en það skal þó ekkert fullyrt hvort einhverjir stærri hafi slæðst með. Veiðimönnum sem hafa áhuga á að veiða þetta svæði þarf að hryggja með þeim fréttum að uppselt er á það fyrir þetta tímabil og það þarf þá að leggja inn bókanir fyrir rímabilið 2017 til að eiga séns á að veiða á þessu vinsæla svæði.
Mest lesið Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Við árbakkann á Hringbraut Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði