Lífið

Kynning á keppendum: Ágústa segir alltaf eitthvað sem er gott að heyra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Ruth tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent  með flutningi sínum á lagi  Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero
Jóhanna Ruth tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero vísir/daníel þór
Úrslitaþáttur Ísland Got Talent verður í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 úr Got Talent Höllinni næstkomandi sunnudagskvöld. Sex atriði keppast um hylli dómara og áhorfenda í þeirri von að standa uppi sem sigurvegari og hljóta tíu milljónir króna að launum.

Til að hita upp fyrir úrslitakvöldið fengum við þátttakendurna sex til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Spurningarnar sem voru lagðar fyrir keppendur voru hvernig sé týpískur dagur hjá þeim hvaðan þeir kæmu og hvers vegna þeir hefðu tekið þátt. Einnig hvar þeir sæu sig eftir fimm ár, hver sé uppáhaldsdómari keppandans og að lokum í hvað hann myndi nota milljónirnar tíu sem fást fyrir að sigra.

Jóhanna Ruth vakti mikla athygli fyrir frábæra söngrödd og er hún aðeins 14 ára gömul. Hún býr í Reykjanesbæ og elskar hún að syngja. Hún ætlar að nota tíu milljónirnar í nám í söng. Uppáhalds dómarinn hennar er Ágústa því hún segir alltaf eitthvað sem er gott að heyra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×