Fólk þekkir mig enn úti á götu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 2. apríl 2016 10:00 Agla Bríet Einarsdóttir mun frumflytja nýtt lag í úrslitaþættinum á morgun. Vísir/anton Ég ákvað að taka þátt í Ísland Got Talent því mér fannst þetta vera alveg rosalega skemmtilegt tækifæri, og svo finnst mér svo gaman að koma fram. Allt ferlið var frábær reynsla og ég er ótrúlega ánægð með að hafa slegið til,“ segir Agla Bríet söngkona, en hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í keppninni í fyrra þegar hún tók lagið Girl on fire með Alicia Keys. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Öglu, en hún hefur bæði verið að leika í Borgarleikhúsinu og auglýsingum ásamt því að koma fram við ýmis tækifæri. „Það var rosalega gaman að taka þátt í Ísland Got Talent, ég lærði alveg ótrúlega mikið enda mikil reynsla að koma fram á svona stóru sviði. Árið er búið að vera alveg einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég hef verið að leika mikið bæði í Borgarleikhúsinu og í auglýsingum og svo tók ég þátt í söngvakeppni Samfés þar sem ég lenti í þriðja sæti. Ég mundi klárlega segja að Ísland Got Talent hafi haft rosalega góð áhrif á mig sem söngkonu og hjálpað mér mikið að koma mér áfram í því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Agla Bríet.Vísir/AntonÁ morgun fer fram úrslitakvöld Ísland Got Talent, og spennan er í hámarki, sex keppendur koma fram og aðeins einn keppandi kemur til með að vinna sér inn tíu miljónir króna. Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en Agla Bríet kemur fram með frumsamið lag. Sylvía Melsteð söngkona flytur einnig nýtt lag og Hildur Kristín kemur til með að syngja nýjasta smellinn sinn, I'll walk with you, sem hefur fengið frábær viðbrögð. „Ég ætla að syngja frumsamið lag eftir Mána Svavarsson, en textann gerðum við í sameiningu. Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir að koma fram aftur og leyfa fólki að heyra lagið,“ segir Agla Bríet. Framtíðin er björt hjá þessari ungu og efnilegu söngkonu og segist hún staðráðin í að halda áfram að koma sér á framfæri enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að syngja og koma fram. „Fljótlega eftir Ísland Got Talent var ég mikið bókuð og hef komið fram við ýmis tækifæri, eins og til dæmis í afmælum, á 17. júní skemmtunum og fleira. Ég er alveg ákveðin í því að fara lengra með sönginn, fólk þekkir mig enn úti götu. Ég er í hljómsveit og æfi dans í Dansskóla Birnu Björns, fram undan er nemendasýning í Borgarleikhúsinu þar sem ég verð líka með tónlistaratriði og svo er ég líka í hljómsveit og við spilum við ýmis tækifæri,“ segir Agla Bríet ánægð. Ísland Got Talent Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Ég ákvað að taka þátt í Ísland Got Talent því mér fannst þetta vera alveg rosalega skemmtilegt tækifæri, og svo finnst mér svo gaman að koma fram. Allt ferlið var frábær reynsla og ég er ótrúlega ánægð með að hafa slegið til,“ segir Agla Bríet söngkona, en hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í keppninni í fyrra þegar hún tók lagið Girl on fire með Alicia Keys. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Öglu, en hún hefur bæði verið að leika í Borgarleikhúsinu og auglýsingum ásamt því að koma fram við ýmis tækifæri. „Það var rosalega gaman að taka þátt í Ísland Got Talent, ég lærði alveg ótrúlega mikið enda mikil reynsla að koma fram á svona stóru sviði. Árið er búið að vera alveg einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég hef verið að leika mikið bæði í Borgarleikhúsinu og í auglýsingum og svo tók ég þátt í söngvakeppni Samfés þar sem ég lenti í þriðja sæti. Ég mundi klárlega segja að Ísland Got Talent hafi haft rosalega góð áhrif á mig sem söngkonu og hjálpað mér mikið að koma mér áfram í því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Agla Bríet.Vísir/AntonÁ morgun fer fram úrslitakvöld Ísland Got Talent, og spennan er í hámarki, sex keppendur koma fram og aðeins einn keppandi kemur til með að vinna sér inn tíu miljónir króna. Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en Agla Bríet kemur fram með frumsamið lag. Sylvía Melsteð söngkona flytur einnig nýtt lag og Hildur Kristín kemur til með að syngja nýjasta smellinn sinn, I'll walk with you, sem hefur fengið frábær viðbrögð. „Ég ætla að syngja frumsamið lag eftir Mána Svavarsson, en textann gerðum við í sameiningu. Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir að koma fram aftur og leyfa fólki að heyra lagið,“ segir Agla Bríet. Framtíðin er björt hjá þessari ungu og efnilegu söngkonu og segist hún staðráðin í að halda áfram að koma sér á framfæri enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að syngja og koma fram. „Fljótlega eftir Ísland Got Talent var ég mikið bókuð og hef komið fram við ýmis tækifæri, eins og til dæmis í afmælum, á 17. júní skemmtunum og fleira. Ég er alveg ákveðin í því að fara lengra með sönginn, fólk þekkir mig enn úti götu. Ég er í hljómsveit og æfi dans í Dansskóla Birnu Björns, fram undan er nemendasýning í Borgarleikhúsinu þar sem ég verð líka með tónlistaratriði og svo er ég líka í hljómsveit og við spilum við ýmis tækifæri,“ segir Agla Bríet ánægð.
Ísland Got Talent Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira