Nýjasti rafmagnsbíll Tesla rýkur út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2016 10:26 Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017. Aðeins eru tveir sólarhringar frá því að nýjasti rafmagnsbíll Tesla var kynntur opinberlega. Þrátt fyrir það streyma pantanirnar inn af miklum krafti og liggja 232 þúsund pantanir fyrir. Tesla Model 3 var kynntur af Elon Musk, stofnanda Tesla, á sérstökum viðburði í Los Angeles á fimmtudaginn. Bíllinn er sá ódýrasti úr smiðju framleiðandans fram að þessu og kostar 35 þúsund dollara, jafnvirði 4,3 milljóna íslenskra króna. Hlutabréf í Tesla hækkuðu mikið í aðdraganda afhjúpunar á Model 3 sem beðið var með mikillar eftirvæntingar. Frá því í febrúar hafa hlutabréf fyrirtækisins hækkað í verði um 60 prósent.Sjá einnig: Gísli Gíslason var á kynningunni á Tesla Model 3Musk sjálfur er mjög ánægður með söluna og þegar pantanir voru komnar í 180.000 tísti hann um að fyrirtækið hefði selt bíla fyrir 7,5 milljarða dollara á einum degi.Model 3 orders at 180,000 in 24 hours. Selling price w avg option mix prob $42k, so ~$7.5B in a day. Future of electric cars looking bright!— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2016 Sérfræðingar ytra eru þó ekki alveg svo bjartsýnir enda ekki víst að allir þeir sem pöntuðu eintak muni að lokum ganga frá kaupum. Þeim þykir þó mikið koma til sölunnar og segja það ljóst að Tesla hafi selt bíla í gær fyrir fleiri milljarða dollara.With ~200K pre-orders (so far), assuming 70% convert, at $35K ASP (likely low), @TeslaMotors sold $4.9B of cars in the last 24 hours.— David Pakman (@pakman) April 1, 2016 Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017 en markmiðið er að framleiða fimm hundruð þúsund eintök á ári þegar framleiðslan er komin vel af stað. Musk segir þó sjálfur að vegna mikillar eftirspurnar þurfi væntanlega að endurskoða áætlanir um framleiðslu.Definitely going to need to rethink production planning...— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2016 Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband Tesla Model 3. Tengdar fréttir Gísli Gíslason var á kynningunni á Tesla Model 3 "Það verður erfitt að toppa þetta.” 1. apríl 2016 15:20 Tesla á fjórar milljónir Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017. 1. apríl 2016 07:11 Strax komnar 133.000 pantanir í Tesla Model 3 Nýar pantanir streymdu inn á hverri sekúndu í gærkveldi. 1. apríl 2016 09:10 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent
Aðeins eru tveir sólarhringar frá því að nýjasti rafmagnsbíll Tesla var kynntur opinberlega. Þrátt fyrir það streyma pantanirnar inn af miklum krafti og liggja 232 þúsund pantanir fyrir. Tesla Model 3 var kynntur af Elon Musk, stofnanda Tesla, á sérstökum viðburði í Los Angeles á fimmtudaginn. Bíllinn er sá ódýrasti úr smiðju framleiðandans fram að þessu og kostar 35 þúsund dollara, jafnvirði 4,3 milljóna íslenskra króna. Hlutabréf í Tesla hækkuðu mikið í aðdraganda afhjúpunar á Model 3 sem beðið var með mikillar eftirvæntingar. Frá því í febrúar hafa hlutabréf fyrirtækisins hækkað í verði um 60 prósent.Sjá einnig: Gísli Gíslason var á kynningunni á Tesla Model 3Musk sjálfur er mjög ánægður með söluna og þegar pantanir voru komnar í 180.000 tísti hann um að fyrirtækið hefði selt bíla fyrir 7,5 milljarða dollara á einum degi.Model 3 orders at 180,000 in 24 hours. Selling price w avg option mix prob $42k, so ~$7.5B in a day. Future of electric cars looking bright!— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2016 Sérfræðingar ytra eru þó ekki alveg svo bjartsýnir enda ekki víst að allir þeir sem pöntuðu eintak muni að lokum ganga frá kaupum. Þeim þykir þó mikið koma til sölunnar og segja það ljóst að Tesla hafi selt bíla í gær fyrir fleiri milljarða dollara.With ~200K pre-orders (so far), assuming 70% convert, at $35K ASP (likely low), @TeslaMotors sold $4.9B of cars in the last 24 hours.— David Pakman (@pakman) April 1, 2016 Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017 en markmiðið er að framleiða fimm hundruð þúsund eintök á ári þegar framleiðslan er komin vel af stað. Musk segir þó sjálfur að vegna mikillar eftirspurnar þurfi væntanlega að endurskoða áætlanir um framleiðslu.Definitely going to need to rethink production planning...— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2016 Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband Tesla Model 3.
Tengdar fréttir Gísli Gíslason var á kynningunni á Tesla Model 3 "Það verður erfitt að toppa þetta.” 1. apríl 2016 15:20 Tesla á fjórar milljónir Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017. 1. apríl 2016 07:11 Strax komnar 133.000 pantanir í Tesla Model 3 Nýar pantanir streymdu inn á hverri sekúndu í gærkveldi. 1. apríl 2016 09:10 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent
Gísli Gíslason var á kynningunni á Tesla Model 3 "Það verður erfitt að toppa þetta.” 1. apríl 2016 15:20
Tesla á fjórar milljónir Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017. 1. apríl 2016 07:11
Strax komnar 133.000 pantanir í Tesla Model 3 Nýar pantanir streymdu inn á hverri sekúndu í gærkveldi. 1. apríl 2016 09:10