Þið skuldið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. apríl 2016 06:00 Líklega var ég ekki sá eini sem svitnaði yfir Kastljósi gærkvöldsins þegar beinagrindur forsætisráðherra voru viðraðar. En ólíkt mörgum þá svitnaði ég ekki vegna yfirgengilegs umfangs svínarísins heldur vegna þess að Bakþankarnir sem ég hafði sent Fréttablaðinu voru formlega orðnir úreltir. Ég hafði skrifað pólitískan pistil í léttum dúr í formi bréfs sem ég stílaði á Jóhannes, aðstoðarmann Sigmundar, og bað hann að skila einhverju til hans sem var fyndið í gær en hallærislegt í dag. Svo fór ég í sund. Já, svona er þetta stundum þegar maður reynir að tjá sig um málefni líðandi stundar. Stundin líður hratt og klukkan tíu mínútur yfir sex í gærkvöldi var svitinn mættur á síhækkandi enni mitt. „Ég verð sjálfum mér til skammar,“ hugsaði ég og gat ekki ímyndað mér neinn sem liði jafn illa og mér yfir þættinum nema mögulega Sigmund sjálfan, sem ég sá fyrir mér fýldan á svip, potandi í þurra perutertu með teskeið úr silfri (æ, það var perutertubrandari í gamla pistlinum sem ég tímdi ekki að henda). Ég hringdi upp á ritstjórn og fékk klukkutíma til að skrifa nýja Bakþanka. En ókei, ég hef ekki hugmynd um hvað gerist næst. Hvernig Sigmundur, Bjarni og allir hinir Tortólatillarnir geta endurheimt traust þjóðarinnar. Líklega geta þeir það aldrei en mannorðið má endurheimta með ýmsum hætti. Þið eigið samtals þúsund skrilljarða og skuldið okkur svo miklu meira en afsökunarbeiðni og afsögn. Gefið okkur, grálúsugu krónuþrælunum, nýjan og fullgræjaðan Landspítala sem þið borgið úr eigin vasa og við skulum taka tillit til þess þegar við skrifum bækurnar um ykkur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Líklega var ég ekki sá eini sem svitnaði yfir Kastljósi gærkvöldsins þegar beinagrindur forsætisráðherra voru viðraðar. En ólíkt mörgum þá svitnaði ég ekki vegna yfirgengilegs umfangs svínarísins heldur vegna þess að Bakþankarnir sem ég hafði sent Fréttablaðinu voru formlega orðnir úreltir. Ég hafði skrifað pólitískan pistil í léttum dúr í formi bréfs sem ég stílaði á Jóhannes, aðstoðarmann Sigmundar, og bað hann að skila einhverju til hans sem var fyndið í gær en hallærislegt í dag. Svo fór ég í sund. Já, svona er þetta stundum þegar maður reynir að tjá sig um málefni líðandi stundar. Stundin líður hratt og klukkan tíu mínútur yfir sex í gærkvöldi var svitinn mættur á síhækkandi enni mitt. „Ég verð sjálfum mér til skammar,“ hugsaði ég og gat ekki ímyndað mér neinn sem liði jafn illa og mér yfir þættinum nema mögulega Sigmund sjálfan, sem ég sá fyrir mér fýldan á svip, potandi í þurra perutertu með teskeið úr silfri (æ, það var perutertubrandari í gamla pistlinum sem ég tímdi ekki að henda). Ég hringdi upp á ritstjórn og fékk klukkutíma til að skrifa nýja Bakþanka. En ókei, ég hef ekki hugmynd um hvað gerist næst. Hvernig Sigmundur, Bjarni og allir hinir Tortólatillarnir geta endurheimt traust þjóðarinnar. Líklega geta þeir það aldrei en mannorðið má endurheimta með ýmsum hætti. Þið eigið samtals þúsund skrilljarða og skuldið okkur svo miklu meira en afsökunarbeiðni og afsögn. Gefið okkur, grálúsugu krónuþrælunum, nýjan og fullgræjaðan Landspítala sem þið borgið úr eigin vasa og við skulum taka tillit til þess þegar við skrifum bækurnar um ykkur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun