Matt LeBlanc næstum ók yfir ljósmyndara Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:30 Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent