Red Dot Design verðlaunar Hyundai IONIQ Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 10:15 Hyundai IONIC verður framleiddur sem tvinnbíll, tengiltvinnbíll og rafmagnsbíll. Hyundai hefur hlotið sín sjöttu hönnunarverðlaun Red Dot Design á aðeins þremur árum. Red Dot Design-verðlaunin eru enn ein viðurkenningin sem Hyundai fær fyrir þá nýju og endurhönnuðu kynslóð bílaframleiðslunnar sem komið hefur fram á undanförnum árum. IONIQ er auk þess mikilvægur hlekkur í þeirri áherslu Hyundai að auka umhverfismildi bílanna. Hyundai IONIQ var fyrst frumsýndur opinberlega 1. mars sl. á bílasýningunni í Genf. Bíllinn verður framleiddur í þremur rafmagnsútfærslum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll. Allar útfærslur fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust.Fjölskipuð dómnefndRed Dot Design Awards eru ein eftirsóttustu hönnunarverðlaun sem veitt eru leiðandi framleiðendum í fjölda atvinnugreina. Að þessu sinni kepptu rúmlega fimm þúsund aðilar á sviði hönnunar, nýsköpunar og byltingarkenndra hugmynda. Í dómnefnd sitja tugir aðila frá 57 löndum, þar á meðal hönnunarsérfræðingar, háskólaprófessorar og blaðamenn. Verðlaunin eru því umfangsmestu og útbreiddustu samkeppnisverðlaun sem veitt eru í heiminum í dag.Hyundai i20 og Sonata í fyrraÁ síðasta ári hlutu tvær gerðir Hyundai i20 Red Dot Design-verðlaunin auk Hyundai Sonata fyrir framúrskarandi hönnun og komu þau í kjölfar sömu verðlauna 2014 þegar þau féllu í skaut Hyundai i10 og Genesis. Sömu bílgerðir hafa einnig verið verðlaunaðar af öðrum aðilum í bílageiranum, eru m.a. handhafar verðlaunanna Good Design Award og iF Design Award, svo dæmi séu nefnd. Núverandi kynslóð nýrra bíla frá Hyundai einkennist af algerlega nýrri hugsun í hönnun sem slegið hefur í gegn meðal bílakaupenda um allan heim. Þetta kemur m.a. fram í neytendakönnunum sem gerðar hafa verið, þar sem þátttakendur hafa verið spurðir að því hvað ráði helst ákvörðun þeirra um kaup á nýjum Hyundai. Þar ræður hin nýja hönnun mestu um valið auk góðra akstureiginleika og mikils innra rými, sem evrópskir bílablaðamenn hafa t.d. óspart lofað. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent
Hyundai hefur hlotið sín sjöttu hönnunarverðlaun Red Dot Design á aðeins þremur árum. Red Dot Design-verðlaunin eru enn ein viðurkenningin sem Hyundai fær fyrir þá nýju og endurhönnuðu kynslóð bílaframleiðslunnar sem komið hefur fram á undanförnum árum. IONIQ er auk þess mikilvægur hlekkur í þeirri áherslu Hyundai að auka umhverfismildi bílanna. Hyundai IONIQ var fyrst frumsýndur opinberlega 1. mars sl. á bílasýningunni í Genf. Bíllinn verður framleiddur í þremur rafmagnsútfærslum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll. Allar útfærslur fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust.Fjölskipuð dómnefndRed Dot Design Awards eru ein eftirsóttustu hönnunarverðlaun sem veitt eru leiðandi framleiðendum í fjölda atvinnugreina. Að þessu sinni kepptu rúmlega fimm þúsund aðilar á sviði hönnunar, nýsköpunar og byltingarkenndra hugmynda. Í dómnefnd sitja tugir aðila frá 57 löndum, þar á meðal hönnunarsérfræðingar, háskólaprófessorar og blaðamenn. Verðlaunin eru því umfangsmestu og útbreiddustu samkeppnisverðlaun sem veitt eru í heiminum í dag.Hyundai i20 og Sonata í fyrraÁ síðasta ári hlutu tvær gerðir Hyundai i20 Red Dot Design-verðlaunin auk Hyundai Sonata fyrir framúrskarandi hönnun og komu þau í kjölfar sömu verðlauna 2014 þegar þau féllu í skaut Hyundai i10 og Genesis. Sömu bílgerðir hafa einnig verið verðlaunaðar af öðrum aðilum í bílageiranum, eru m.a. handhafar verðlaunanna Good Design Award og iF Design Award, svo dæmi séu nefnd. Núverandi kynslóð nýrra bíla frá Hyundai einkennist af algerlega nýrri hugsun í hönnun sem slegið hefur í gegn meðal bílakaupenda um allan heim. Þetta kemur m.a. fram í neytendakönnunum sem gerðar hafa verið, þar sem þátttakendur hafa verið spurðir að því hvað ráði helst ákvörðun þeirra um kaup á nýjum Hyundai. Þar ræður hin nýja hönnun mestu um valið auk góðra akstureiginleika og mikils innra rými, sem evrópskir bílablaðamenn hafa t.d. óspart lofað.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent