Porsche klár í titilvörnina í þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 09:51 Porsche 918 Hybrid er 900 hestafla orkusprengja. Porsche hreppti heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni í fyrra með Porsche 919 Hybrid bílnum, en þetta var aðeins önnur þátttaka Porsce í keppninni eftir langt hlé. Mikil pressa er því á að Porsche endurtaki leikinn í ár. Af því tilefni afhjúpaði Porsche nú á dögunum nýjan fulltrúa sinn í þolaksturskeppnum ársins, erfiðustu þolraunum sem ökumenn og bílasmiðir taka þátt í á hverju ári. Porsche kynnti þar til sögunnar þriðju kynslóðina af 919 Hybrid bílnum í Frakklandi á dögunum og miðað við þær tæknilegu breytingar sem gerðar hafa verið á bílnum er morgunljóst að ekkert verður slegið af hjá Porsche í ár. Í fáum orðum má segja að helsta þróunin milli kynslóða felist öðru fremur í meira vélarafli, breytilegu straumlínulagi, sem hægt er að aðlaga loftmótstöðunni á mismunandi keppnisbrautum og svo í þyngdarminnkun sem náðst hefur fram í nokkrum bíl- og vélarhlutum. Á frumsýningu nýja 919 Hybrid bílsins var haft eftir Fritz Enzinger hjá Porsche: “Þessi nýja 900 hestafla orkusprengja er klár í titilvörnina í þolaksturskeppnum ársins.“ Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent
Porsche hreppti heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni í fyrra með Porsche 919 Hybrid bílnum, en þetta var aðeins önnur þátttaka Porsce í keppninni eftir langt hlé. Mikil pressa er því á að Porsche endurtaki leikinn í ár. Af því tilefni afhjúpaði Porsche nú á dögunum nýjan fulltrúa sinn í þolaksturskeppnum ársins, erfiðustu þolraunum sem ökumenn og bílasmiðir taka þátt í á hverju ári. Porsche kynnti þar til sögunnar þriðju kynslóðina af 919 Hybrid bílnum í Frakklandi á dögunum og miðað við þær tæknilegu breytingar sem gerðar hafa verið á bílnum er morgunljóst að ekkert verður slegið af hjá Porsche í ár. Í fáum orðum má segja að helsta þróunin milli kynslóða felist öðru fremur í meira vélarafli, breytilegu straumlínulagi, sem hægt er að aðlaga loftmótstöðunni á mismunandi keppnisbrautum og svo í þyngdarminnkun sem náðst hefur fram í nokkrum bíl- og vélarhlutum. Á frumsýningu nýja 919 Hybrid bílsins var haft eftir Fritz Enzinger hjá Porsche: “Þessi nýja 900 hestafla orkusprengja er klár í titilvörnina í þolaksturskeppnum ársins.“
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent