Förðunarstrákarnir á Youtube Ritstjórn skrifar 30. mars 2016 15:00 Glamour Í dag er fátt vinsælla en förðunarmyndbönd á Youtube, en fjöldinn allur af stelpum um allan heim hafa það að atvinnu að taka upp myndbönd og birta þar mismunandi farðanir og ráð. En það eru ekki bara stelpurnar sem eru að slá í gegn á Youtube og Instagram, því það eru þónokkuð margir strákar sem hafa stofnað rás þar sem þeir sýna farðanir á sjálfum sér og gefa góð ráð-rétt eins og stelpurnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkra af okkar uppáhalds. Förðunarmeistarinn Wayne Goss má segja að sé karlkynsútgáfan af Pixiwoo systrunum. Hann hefur verið í förðunarbransanum í meira en 15 ár og framleiðir einnig sína eigin bursta. Hann hefur strekar skoðanir á förðunartrendunum og er duglegur að láta sína skoðun í ljós.Hinn 16 ára gamli Lewys er tiltölulega nýr á Youtube, en er þrátt fyrir ungan aldur óhræddur við að opinbera áhuga sinn á förðun. Hann farðar sig sjálfur daglega og er duglegur að sýna rútínuna sína. Hann elskar varaliti og er snillingur í að blanda sér hinn flullkomna nude lit.Það eru ekki allir sem geta rokkað dökka skeggrót og gerviaugnhár á sama tíma, ásamt því að vera vel skyggður, en það tekst honum Manny. Í sínum myndböndum sýnir hann uppáhalds vörurnar sínar, förðunarkennslu og margt fleira. Patrick Starr er einn sá vinsælasti, með næstum milljón áskrifendur á Youtube. Hann segist sem „plus-size man“ ekki geta lifað án „contour og highlight“ og notar það óspart. Farðanirnar hans eru litríkar og tilkomumiklar, alveg eins og hann sjálfur. Jake „The Beauty Boy“ hefur verið rúmt ár á Youtube. Hann er ósköp venjulegur strákur sem notar farða dagsdaglega og hefur mikinn áhuga á förðun og húðumhirðu. Farðanirnar hans eru látlausar og hann er mikið í því að kynna vörur sem honum líkar vel við. Svo er hann bara algjör dúlla. Glamour Fegurð Mest lesið María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Toppaðu þig með topp Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Svalasta amma heims Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Mittisbelti og lærhá stígvél hjá Balmain Glamour
Í dag er fátt vinsælla en förðunarmyndbönd á Youtube, en fjöldinn allur af stelpum um allan heim hafa það að atvinnu að taka upp myndbönd og birta þar mismunandi farðanir og ráð. En það eru ekki bara stelpurnar sem eru að slá í gegn á Youtube og Instagram, því það eru þónokkuð margir strákar sem hafa stofnað rás þar sem þeir sýna farðanir á sjálfum sér og gefa góð ráð-rétt eins og stelpurnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkra af okkar uppáhalds. Förðunarmeistarinn Wayne Goss má segja að sé karlkynsútgáfan af Pixiwoo systrunum. Hann hefur verið í förðunarbransanum í meira en 15 ár og framleiðir einnig sína eigin bursta. Hann hefur strekar skoðanir á förðunartrendunum og er duglegur að láta sína skoðun í ljós.Hinn 16 ára gamli Lewys er tiltölulega nýr á Youtube, en er þrátt fyrir ungan aldur óhræddur við að opinbera áhuga sinn á förðun. Hann farðar sig sjálfur daglega og er duglegur að sýna rútínuna sína. Hann elskar varaliti og er snillingur í að blanda sér hinn flullkomna nude lit.Það eru ekki allir sem geta rokkað dökka skeggrót og gerviaugnhár á sama tíma, ásamt því að vera vel skyggður, en það tekst honum Manny. Í sínum myndböndum sýnir hann uppáhalds vörurnar sínar, förðunarkennslu og margt fleira. Patrick Starr er einn sá vinsælasti, með næstum milljón áskrifendur á Youtube. Hann segist sem „plus-size man“ ekki geta lifað án „contour og highlight“ og notar það óspart. Farðanirnar hans eru litríkar og tilkomumiklar, alveg eins og hann sjálfur. Jake „The Beauty Boy“ hefur verið rúmt ár á Youtube. Hann er ósköp venjulegur strákur sem notar farða dagsdaglega og hefur mikinn áhuga á förðun og húðumhirðu. Farðanirnar hans eru látlausar og hann er mikið í því að kynna vörur sem honum líkar vel við. Svo er hann bara algjör dúlla.
Glamour Fegurð Mest lesið María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Toppaðu þig með topp Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Svalasta amma heims Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Mittisbelti og lærhá stígvél hjá Balmain Glamour