Michelle Rodriguez á 320 km hraða í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 14:29 Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent
Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent