„Aníta vill berjast um verðlaun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2016 06:00 Aníta Hinriksdóttir náði fimmta sætinu en vildi komast á verðlaunapall. vísir/epa Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57
Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti