Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. mars 2016 09:30 Karen, Stefanía og Sóley standa fyrir sundlaugarpartíi í Laugardalslaug á laugardaginn frá klukkan eitt til fjögur. Vísir/Ernir Það var fyrir tæpu ári að ungar stelpur byrjuðu að bera brjóst sín á samfélagsmiðlum þar sem þær voru búnar að fá sig fullsaddar af kynbundnu óréttlæti. Til varð #freethenipple byltingin sem átti síðar eftir að springa út og valda gífurlegri umræðu í samfélaginu og talsverðri hugarfarsbreytingu í kjölfarið. Nú um helgina á að endurtaka leikinn þar sem baráttan er hvergi nærri unnin. „Við þurfum að viðhalda umræðunni en hugmyndin var alltaf að gera þetta að árlegum viðburði. Þetta er svo mikilvægt málefni að það er aldrei hægt að minna of oft á þetta. Það er búið að vera magnað að sjá hugarfarsbreytinguna á þessu eina ári en við erum hvergi nærri hættar,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir sem stendur að viðburðum í kringum frelsun geirvörtunnar í ár ásamt Stefaníu Pálsdóttur og Sóleyju Sigurjónsdóttur. Alls verða þrír viðburðir tengdir #freethenipple en á laugardaginn verður sundlaugarpartí og frí bíósýning um kvöldið. „Á laugardaginn er akkúrat ár síðan byltingin átti sér stað og við ætlum að halda sundlaugarpartí í Laugardalslauginni frá klukkan eitt til fjögur. Síðan um kvöldið verður ókeypis á sýningu á kvikmyndinni Suffragette í Bíói Paradís klukkan átta. Helgina eftir, þann 2. apríl verða tónleikar á skemmtistaðnum Húrra þar sem meðal annars Sykur og Boogie Trouble koma fram.“ Frelsun geirvörtunnar er þó aðeins lítið skref í áttina að jafnrétti enda er það sýnilegasta dæmið um viðlogandi kynjamisrétti í samfélaginu. „Það er svo margt sem þarf að berjast fyrir eins og til dæmis drusluskömm á stelpur sem eru dæmdar fyrir fötin sem þær klæðast, launamisrétti og margt annað. Brjóstin eru lang sýnilegasta dæmið þrátt fyrir að það sé aðeins agnarsmár partur.“ Karen segir að það sé stutt síðan það þótti ekki tiltökumál að konur væru berar að ofan í sundi. „Þessi feimni við að sýna geirvörtuna er afleiðing klámvæðingarinnar. Við erum ekki að berjast fyrir því að ganga naktar út um allan bæ. Við viljum bara að fólk geri sér grein fyrir því að kvenkyns og karlkyns geirvörturnar eru nákvæmlega þær sömu. Það að karlar geti farið í sund í sundbuxum einum klæða en konur þurfa annaðhvort að vera í sundbol eða í sundtoppi er úrelt. Konum á að líða vel í eigin líkama.“ Það sem bar hæst í fyrra var umræðan og myndbirtingarnar á Twitter þar sem hundruð stelpna frelsuðu geirvörtuna. Karen vonast til að umræðan verði aftur tekin fyrir á samfélagsmiðlum í ár. „Internetið hefur gjörbreytt því hvernig fólk tjáir sig en við erum að vonast til að það fari mikið fyrir þessu um helgina enda er umræðan nauðsynleg og við viljum veita konum innblástur, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.“ Sjálf segir Karen að hennar hlutverk sé ekki að vera andlit byltingarinnar heldur vilji hún hvetja aðra sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að vekja athygli á málstaðnum. „Við skorum á fólk að taka þátt og setja upp fleiri viðburði til styrktar málstaðnum.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Ofurfyrirsæta í brjóstastríði við Instagram Fyrirsætan Chrissy Teigen virðist vera í stríði við samskiptamiðilinn Instagram en hún hefur nokkrum sinnum sett inn mynd af sér berbrjósta undanfarin sólarhring. 30. júní 2015 10:18 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Það var fyrir tæpu ári að ungar stelpur byrjuðu að bera brjóst sín á samfélagsmiðlum þar sem þær voru búnar að fá sig fullsaddar af kynbundnu óréttlæti. Til varð #freethenipple byltingin sem átti síðar eftir að springa út og valda gífurlegri umræðu í samfélaginu og talsverðri hugarfarsbreytingu í kjölfarið. Nú um helgina á að endurtaka leikinn þar sem baráttan er hvergi nærri unnin. „Við þurfum að viðhalda umræðunni en hugmyndin var alltaf að gera þetta að árlegum viðburði. Þetta er svo mikilvægt málefni að það er aldrei hægt að minna of oft á þetta. Það er búið að vera magnað að sjá hugarfarsbreytinguna á þessu eina ári en við erum hvergi nærri hættar,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir sem stendur að viðburðum í kringum frelsun geirvörtunnar í ár ásamt Stefaníu Pálsdóttur og Sóleyju Sigurjónsdóttur. Alls verða þrír viðburðir tengdir #freethenipple en á laugardaginn verður sundlaugarpartí og frí bíósýning um kvöldið. „Á laugardaginn er akkúrat ár síðan byltingin átti sér stað og við ætlum að halda sundlaugarpartí í Laugardalslauginni frá klukkan eitt til fjögur. Síðan um kvöldið verður ókeypis á sýningu á kvikmyndinni Suffragette í Bíói Paradís klukkan átta. Helgina eftir, þann 2. apríl verða tónleikar á skemmtistaðnum Húrra þar sem meðal annars Sykur og Boogie Trouble koma fram.“ Frelsun geirvörtunnar er þó aðeins lítið skref í áttina að jafnrétti enda er það sýnilegasta dæmið um viðlogandi kynjamisrétti í samfélaginu. „Það er svo margt sem þarf að berjast fyrir eins og til dæmis drusluskömm á stelpur sem eru dæmdar fyrir fötin sem þær klæðast, launamisrétti og margt annað. Brjóstin eru lang sýnilegasta dæmið þrátt fyrir að það sé aðeins agnarsmár partur.“ Karen segir að það sé stutt síðan það þótti ekki tiltökumál að konur væru berar að ofan í sundi. „Þessi feimni við að sýna geirvörtuna er afleiðing klámvæðingarinnar. Við erum ekki að berjast fyrir því að ganga naktar út um allan bæ. Við viljum bara að fólk geri sér grein fyrir því að kvenkyns og karlkyns geirvörturnar eru nákvæmlega þær sömu. Það að karlar geti farið í sund í sundbuxum einum klæða en konur þurfa annaðhvort að vera í sundbol eða í sundtoppi er úrelt. Konum á að líða vel í eigin líkama.“ Það sem bar hæst í fyrra var umræðan og myndbirtingarnar á Twitter þar sem hundruð stelpna frelsuðu geirvörtuna. Karen vonast til að umræðan verði aftur tekin fyrir á samfélagsmiðlum í ár. „Internetið hefur gjörbreytt því hvernig fólk tjáir sig en við erum að vonast til að það fari mikið fyrir þessu um helgina enda er umræðan nauðsynleg og við viljum veita konum innblástur, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.“ Sjálf segir Karen að hennar hlutverk sé ekki að vera andlit byltingarinnar heldur vilji hún hvetja aðra sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að vekja athygli á málstaðnum. „Við skorum á fólk að taka þátt og setja upp fleiri viðburði til styrktar málstaðnum.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Ofurfyrirsæta í brjóstastríði við Instagram Fyrirsætan Chrissy Teigen virðist vera í stríði við samskiptamiðilinn Instagram en hún hefur nokkrum sinnum sett inn mynd af sér berbrjósta undanfarin sólarhring. 30. júní 2015 10:18 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33
Ofurfyrirsæta í brjóstastríði við Instagram Fyrirsætan Chrissy Teigen virðist vera í stríði við samskiptamiðilinn Instagram en hún hefur nokkrum sinnum sett inn mynd af sér berbrjósta undanfarin sólarhring. 30. júní 2015 10:18
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04