Jaguar endursmíðar níu XKSS af árgerð 1957 Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 16:28 Jaguar XKSS árgerð 1957. Jaguar XKSS var enginn venjulegur bíll á sínum tíma og keppt var á slíkum bílum í Le Mans þolakstrinum á þeim tíma sem þeir voru smíðaðir, eða árið 1957. Í kjölfar góðs árangurs þessa bíls í keppnum ákvað Jaguar á sínum tíma að smíða 25 stykki af þessum bíl sem voru götuhæfir og meiningin var að selja efnuðu fólki bílana. Ekki fór þó betur en svo að einir níu slíkir bílar brunnu í verksmiðjum Jaguar. Nú, næstum 60 árum síðar, hefur Jaguar ákveðið að endursmíða þessa bíla og til stendur einmitt að hafa þá níu talsins og skulu þeir seldir á 1 milljón punda hver, eða á um 178 milljónir króna. Þetta gerði Jaguar einnig með sex bíla af gerðinni E-Type Lightwight sem höfðu allir glatast í tímans rás og voru þeir einnig seldir almenningi á háu verði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent
Jaguar XKSS var enginn venjulegur bíll á sínum tíma og keppt var á slíkum bílum í Le Mans þolakstrinum á þeim tíma sem þeir voru smíðaðir, eða árið 1957. Í kjölfar góðs árangurs þessa bíls í keppnum ákvað Jaguar á sínum tíma að smíða 25 stykki af þessum bíl sem voru götuhæfir og meiningin var að selja efnuðu fólki bílana. Ekki fór þó betur en svo að einir níu slíkir bílar brunnu í verksmiðjum Jaguar. Nú, næstum 60 árum síðar, hefur Jaguar ákveðið að endursmíða þessa bíla og til stendur einmitt að hafa þá níu talsins og skulu þeir seldir á 1 milljón punda hver, eða á um 178 milljónir króna. Þetta gerði Jaguar einnig með sex bíla af gerðinni E-Type Lightwight sem höfðu allir glatast í tímans rás og voru þeir einnig seldir almenningi á háu verði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent