Renault Alpine með Mercedes AMG vélar Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 14:56 Renault Alpine Vision fær að öllum líkindum AMG-vél frá Benz. Renault ætlar að endurvekja Alpine sportbílanafn sitt og bjóða bíl á næstunni sem ber nafn Alpine. Renault mun kynna Alpine Vision bíl sinn seinna á þessu ári og fleiri bílar munu fylgja í kjölfarið. Einn forsvarsmanna Renault hefur látið uppi að vélar þær sem verða í þessum bílum verði líklega ekki úr eigin smiðju heldur frá AMG-deild Mercedes Benz. Samstarf er nú á milli Renault-Nissan og Mercedes Benz hvað varðar undirvagna og drifrásir og virkar það samstarf í báðar áttir. Það myndi spara Renault heilmikinn þróunarkostnaða að fá öflugar vélar frá AMG í stað þess að þróa þær sjálfir. Þó svo að vélar væru fengnar frá AMG-deild Benz myndi Renault fara höndum um þær og ná út úr þeim meira afli. Líklega verður fjögurra strokka vél með forþjöppu í Alpine Vision bílnum en í næstu stærri gerðum Alpine bíla verða líklega sex strokka vélar. Renault segir að allskonar gerðir bíla komi til með bera Alpine merkið, stallbkakar, blæjubílar og bílar með “coupe”-lagi eða hvað svo sem telst sportlegt og spennandi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent
Renault ætlar að endurvekja Alpine sportbílanafn sitt og bjóða bíl á næstunni sem ber nafn Alpine. Renault mun kynna Alpine Vision bíl sinn seinna á þessu ári og fleiri bílar munu fylgja í kjölfarið. Einn forsvarsmanna Renault hefur látið uppi að vélar þær sem verða í þessum bílum verði líklega ekki úr eigin smiðju heldur frá AMG-deild Mercedes Benz. Samstarf er nú á milli Renault-Nissan og Mercedes Benz hvað varðar undirvagna og drifrásir og virkar það samstarf í báðar áttir. Það myndi spara Renault heilmikinn þróunarkostnaða að fá öflugar vélar frá AMG í stað þess að þróa þær sjálfir. Þó svo að vélar væru fengnar frá AMG-deild Benz myndi Renault fara höndum um þær og ná út úr þeim meira afli. Líklega verður fjögurra strokka vél með forþjöppu í Alpine Vision bílnum en í næstu stærri gerðum Alpine bíla verða líklega sex strokka vélar. Renault segir að allskonar gerðir bíla komi til með bera Alpine merkið, stallbkakar, blæjubílar og bílar með “coupe”-lagi eða hvað svo sem telst sportlegt og spennandi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent