Eignast Mercedes Benz Agusta? Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 17:08 Agusta hjól og Benz bíll. Ítalski mótorhjólaframleiðandinn MV Agusta á í miklum fjárhagserfiðleikum sem gætu orðið til þess að Mercedes Benz taki fyrirtækið yfir. Agusta skuldar 40 milljónir evra, eða 5,65 milljarða króna og hefur verið gert að endurskoða áætlun fyrirtækisins um endurgreiðslu skulda sinna. Mercedes Benz á 25% eignarhlut í Agusta en þessi erfiða staða Agusta gæti orðið til þess að Mercedes Benz tæki alfarið yfir fyrirtækið. Forstjóri og 75% eigandi Agusta, Giovanni Castiglioni, vill þó ekki fyrir nokkurn mun missa stjórnartökin í fyrirtækinu en heyrst hefur að hann hafi þó neyðst til þess að hefja viðræður við Mercedes Benz um meirihlutaeigu í Agusta. Agusta fyrirtækið virðist eins og heitur kolamoli í höndum fyrrum eigenda þess. Malasíska fyrirtækið Proton eignaðist Agusta árið 2004 og seldi fyrirtækið á eina evru ári seinna og með fylgdu heilmiklar skuldir. Harley Davidson eignaðist fyrirtækið árið 2008 en átti það í minna en eitt ár. Fjárhagsgeta Mercedes Benz gæti þó orðið til þess að reisa Agusta aftur til vegs og virðingar, fari svo að það eignist það að mestu leiti eða fullu. Færi þá Mercedes Benz sömu slóðir og Audi sem nú á Ducati, sem einnig er ítalskur mótorhjólaframleiðandi. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent
Ítalski mótorhjólaframleiðandinn MV Agusta á í miklum fjárhagserfiðleikum sem gætu orðið til þess að Mercedes Benz taki fyrirtækið yfir. Agusta skuldar 40 milljónir evra, eða 5,65 milljarða króna og hefur verið gert að endurskoða áætlun fyrirtækisins um endurgreiðslu skulda sinna. Mercedes Benz á 25% eignarhlut í Agusta en þessi erfiða staða Agusta gæti orðið til þess að Mercedes Benz tæki alfarið yfir fyrirtækið. Forstjóri og 75% eigandi Agusta, Giovanni Castiglioni, vill þó ekki fyrir nokkurn mun missa stjórnartökin í fyrirtækinu en heyrst hefur að hann hafi þó neyðst til þess að hefja viðræður við Mercedes Benz um meirihlutaeigu í Agusta. Agusta fyrirtækið virðist eins og heitur kolamoli í höndum fyrrum eigenda þess. Malasíska fyrirtækið Proton eignaðist Agusta árið 2004 og seldi fyrirtækið á eina evru ári seinna og með fylgdu heilmiklar skuldir. Harley Davidson eignaðist fyrirtækið árið 2008 en átti það í minna en eitt ár. Fjárhagsgeta Mercedes Benz gæti þó orðið til þess að reisa Agusta aftur til vegs og virðingar, fari svo að það eignist það að mestu leiti eða fullu. Færi þá Mercedes Benz sömu slóðir og Audi sem nú á Ducati, sem einnig er ítalskur mótorhjólaframleiðandi.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent