Brýnt að lækka verð á hollum mat: „Hellingur af liði sem drullar ekki peningum en vill vera í góðu standi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2016 11:58 Egill er ekkert að skafa af hlutunum. vísir/getty Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er með vikulegt heilsuhorn í morgunþættinum Brennslan á FM957 og ræddi við þá félaga, Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í morgun um heilsuna. Í dag fór hann yfir af hverju íslenska þjóðin er sú feitasta í Evrópu. „Ég vil að við förum að setja alvöru metnað í þetta og stefnum á feitustu þjóð heims,“ segir Egill í mikilli kaldhæðni. „Kaninn trónir þarna á toppnum og núna eigum við Evrópu en við getum alveg náð Kananum með tímanum,“ bætir hann við. Egill segir samt sem áður að þessi ákveðni BMI stuðull sem segir til um kjörþyngd eigi alls ekki alltaf við. „Ég er til að mynda offitusjúklingur samkvæmt þeim stuðli en vöðvar eru þungir.“En af hverju eru við Íslendingar svona feitir? „Ástæðan fyrir því að heimurinn tútnaði svona út á sínum tíma eru blessuðu kolvetnin. Fyrir einhverjum þrjátíu árum var ráðlagt að heiminum að keyra fituna núna og bomba inn kolvetnum í staðinn. Í dag eru bakarí og skyndibitastaðir út um allt og allir eru á fleygiferð allan daginn og nennir ekki að elda. Ég trúi því ekki að við Íslendingar séu allt í einu orðin húðlöt, þetta er bara þetta blessaða mataræði.“Næringarfræðingar á villigötum Egill segist enn heyra í næringarfræðingum sem segi að það sé ákjósanlegt að borða mikið af kornvörum og brauði. „Það er til hellingur af liði þarna úti sem veit ekkert að það á ekki að vera dæli í sig brauði. Málið er að kolvetnin eru að fita okkur, það er bara þannig. Þú þarft bara próteinríkan mat og mátt borða ávexti og grænmeti. Sætar kartöflur og brún grjón keyra síðan ekki blóðsykurinn svona upp eins og venjulegar kartöflur og venjuleg hrísgrjón. Þú verður síðan að vera harður við þig eftir klukkan sjö á kvöldin. Ef þú ert að dæla í þig kartöflum, venjulegum hrísgrjónum, pasta og brauði eftir klukkan sjö þá vaknar þú feitari daginn eftir.“ Hann segir að nú séu læknar sem betur fer farnir að átta sig á því að kolvetni séu óvinurinn. „Ég væri til í að sjá þessa þekktustu næringarfræðinga landsins stíga fram og hreinlega biðja þjóðina afsökunar.“ Egill segir að það væri mjög skynsamlegt að reyna lækka verðið á hollum mat. „Það er hellingur af liði sem drullar ekki peningum en vill vera í góðu standi. Það myndi með tímanum síðan þýða að færri myndu fá sykursýki tvö og til langs tíma myndi þetta spara stjórnvöldum fullt af peningum. Kjúklingurinn er t.d. helvíti dýr en það er samt til fæða eins og egg sem er einhver besta næring sem þú getur fengið og þau eru ekki dýr. En ef þú ætlar að borða kjúklingabringur á hverju kvöldi þá kostar það bara handlegg. Núna þurfum við bara að fara segja stjórnvöldum að drullast til að keyra verðið aðeins niður á þessum vörum.“ Tengdar fréttir Offita alvarlegt vandamál: „Foreldrar íslenskra barna verða bara að drullast í gang“ Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er með vikulegt heilsuhorn í morgunþættinum Brennslan á FM957 og ræddi við þá félaga, Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í morgun um heilsuna. 25. febrúar 2016 15:35 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er með vikulegt heilsuhorn í morgunþættinum Brennslan á FM957 og ræddi við þá félaga, Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í morgun um heilsuna. Í dag fór hann yfir af hverju íslenska þjóðin er sú feitasta í Evrópu. „Ég vil að við förum að setja alvöru metnað í þetta og stefnum á feitustu þjóð heims,“ segir Egill í mikilli kaldhæðni. „Kaninn trónir þarna á toppnum og núna eigum við Evrópu en við getum alveg náð Kananum með tímanum,“ bætir hann við. Egill segir samt sem áður að þessi ákveðni BMI stuðull sem segir til um kjörþyngd eigi alls ekki alltaf við. „Ég er til að mynda offitusjúklingur samkvæmt þeim stuðli en vöðvar eru þungir.“En af hverju eru við Íslendingar svona feitir? „Ástæðan fyrir því að heimurinn tútnaði svona út á sínum tíma eru blessuðu kolvetnin. Fyrir einhverjum þrjátíu árum var ráðlagt að heiminum að keyra fituna núna og bomba inn kolvetnum í staðinn. Í dag eru bakarí og skyndibitastaðir út um allt og allir eru á fleygiferð allan daginn og nennir ekki að elda. Ég trúi því ekki að við Íslendingar séu allt í einu orðin húðlöt, þetta er bara þetta blessaða mataræði.“Næringarfræðingar á villigötum Egill segist enn heyra í næringarfræðingum sem segi að það sé ákjósanlegt að borða mikið af kornvörum og brauði. „Það er til hellingur af liði þarna úti sem veit ekkert að það á ekki að vera dæli í sig brauði. Málið er að kolvetnin eru að fita okkur, það er bara þannig. Þú þarft bara próteinríkan mat og mátt borða ávexti og grænmeti. Sætar kartöflur og brún grjón keyra síðan ekki blóðsykurinn svona upp eins og venjulegar kartöflur og venjuleg hrísgrjón. Þú verður síðan að vera harður við þig eftir klukkan sjö á kvöldin. Ef þú ert að dæla í þig kartöflum, venjulegum hrísgrjónum, pasta og brauði eftir klukkan sjö þá vaknar þú feitari daginn eftir.“ Hann segir að nú séu læknar sem betur fer farnir að átta sig á því að kolvetni séu óvinurinn. „Ég væri til í að sjá þessa þekktustu næringarfræðinga landsins stíga fram og hreinlega biðja þjóðina afsökunar.“ Egill segir að það væri mjög skynsamlegt að reyna lækka verðið á hollum mat. „Það er hellingur af liði sem drullar ekki peningum en vill vera í góðu standi. Það myndi með tímanum síðan þýða að færri myndu fá sykursýki tvö og til langs tíma myndi þetta spara stjórnvöldum fullt af peningum. Kjúklingurinn er t.d. helvíti dýr en það er samt til fæða eins og egg sem er einhver besta næring sem þú getur fengið og þau eru ekki dýr. En ef þú ætlar að borða kjúklingabringur á hverju kvöldi þá kostar það bara handlegg. Núna þurfum við bara að fara segja stjórnvöldum að drullast til að keyra verðið aðeins niður á þessum vörum.“
Tengdar fréttir Offita alvarlegt vandamál: „Foreldrar íslenskra barna verða bara að drullast í gang“ Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er með vikulegt heilsuhorn í morgunþættinum Brennslan á FM957 og ræddi við þá félaga, Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í morgun um heilsuna. 25. febrúar 2016 15:35 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Offita alvarlegt vandamál: „Foreldrar íslenskra barna verða bara að drullast í gang“ Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er með vikulegt heilsuhorn í morgunþættinum Brennslan á FM957 og ræddi við þá félaga, Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í morgun um heilsuna. 25. febrúar 2016 15:35