Syngur sögur úr eigin lífi 12. mars 2016 15:30 ,,Í sumar spilum við svo á Summerfest sem er ein stærsta tónlistarhátið heims. Árlega koma þar fram mörg af stærstu nöfnum heims,” segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og laga- og textahöfundur Beebee and the bluebirds. MYND/VILHELM MYND/VILHELM Tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir hefur vakið nokkra athygli undanfarin tvö ár, bæði sem gítarleikari og söngvari blús- og rokksveitarinnar Beebee and the bluebirds og sem einn meðlimur Spaðadrottninganna sem gáfu út plötu með Bubba Morthens fyrir síðustu jól. Næstu vikur eru annasamar hjá Brynhildi en hljómsveitin gefur út nýtt lag seinna í mánuðinum, spilar á Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar í kvöld auk þess sem hún kemur fram á nokkrum tónleikum í Chicago í næstu viku ásamt Axel Flóvent og Ceasetone. Næsta sumar kemur sveitin auk þess fram á einni stærstu tónlistarhátíð heims, Summerfest, sem haldin er í Bandaríkjunum. Að sögn Brynhildar er Beebee and the bluebirds tónlistarverkefni sem hún byrjaði með árið 2010 og hefur unnið að síðan. „Tónlistin okkar er svolítil blanda af ýmsum tónlistarstefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist. Öðlingarnir sem eru með mér í bandinu eru Tómas Jónsson, snillingur á píanó, Rhodes og fleiri hljóðfæri, Brynjar Páll Björnsson, sá mikli bassafantur, og Ási Jóhanns, sem rokkar sándið okkar upp með góðum trommugrúvum.“„Tónlistin okkar er svolítil blanda af ýmsum tónlistarstefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist,“ segir Brynhildur Oddsdóttir.MYND/GÍGJA D. EINARSDÓTTIRNýtt lag tilbúið Sjálf semur Brynhildur bæði lög og texta sveitarinnar en hefur þó listrænt frelsi að eigin sögn. „Þannig leggja allir sitt af mörkum fyrir lokaútgáfuna enda sjá augu betur en auga. Eða eyru heyra betur en eyra í þessu tilfelli. Textarnir eru blanda af sögum úr eigin lífi auk þess sem ég sem oft lög byggð á einhverri tilfinningu sem ég fæ. En ég sæki oft innblástur úr kvikmyndum, aðallega splatterum og einnig annarri tónlist.“ Fyrsta plata sveitarinnar kom út haustið 2014 og bar nafnið Burning heart. Í fyrra gáfu þau út smáskífuna Easy ásamt myndbandi. „Nú erum við búin að taka upp nýtt lag sem ber heitið Out of the dark en það kemur út síðar í þessum mánuði. Síðan er stefnan sett á nýja plötu síðar á árinu, jafnvel næsta haust.“Tók niður punkta Tíminn með Spaðadrottningunum var eftirminnilegur að sögn Brynhildar og hún segir það hafa verið mikinn heiður að vinna með Bubba Morthens. „Hann er auðvitað algjört legend í bransanum og hefur svo sannarlega sett sitt mark á tónlistarsöguna. Upptökuferlið var mjög lærdómsríkt og það var frábært að sjá hvernig hann vinnur. Ég fylgdist auðvitað með af athygli og tók niður punkta. Kannski fer ég að dæla út hitturum í kjölfarið.“ Fram undan eru tónleikar í Bandaríkjunum sem Icelandair og Iceland Naturally standa fyrir þar sem Brynhildur kemur fram ásamt fleiri íslensku tónlistarmönnum. „Í sumar spilum við svo á Summerfest sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims. Árlega koma þar fram mörg af stærstu nöfnum heims og hlökkum við mikið til að spila þar og sjá fleiri listamenn.“ Hægt er að fylgja hljómsveitinni eftir á Facebook (Beebee and the bluebirds), Snapchat (bibibluebird) og Instagram (@beebeeandthebluebirds) auk þess sem hægt er að hlusta fyrstu plötu sveitarinnar á Soundcloud. Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir hefur vakið nokkra athygli undanfarin tvö ár, bæði sem gítarleikari og söngvari blús- og rokksveitarinnar Beebee and the bluebirds og sem einn meðlimur Spaðadrottninganna sem gáfu út plötu með Bubba Morthens fyrir síðustu jól. Næstu vikur eru annasamar hjá Brynhildi en hljómsveitin gefur út nýtt lag seinna í mánuðinum, spilar á Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar í kvöld auk þess sem hún kemur fram á nokkrum tónleikum í Chicago í næstu viku ásamt Axel Flóvent og Ceasetone. Næsta sumar kemur sveitin auk þess fram á einni stærstu tónlistarhátíð heims, Summerfest, sem haldin er í Bandaríkjunum. Að sögn Brynhildar er Beebee and the bluebirds tónlistarverkefni sem hún byrjaði með árið 2010 og hefur unnið að síðan. „Tónlistin okkar er svolítil blanda af ýmsum tónlistarstefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist. Öðlingarnir sem eru með mér í bandinu eru Tómas Jónsson, snillingur á píanó, Rhodes og fleiri hljóðfæri, Brynjar Páll Björnsson, sá mikli bassafantur, og Ási Jóhanns, sem rokkar sándið okkar upp með góðum trommugrúvum.“„Tónlistin okkar er svolítil blanda af ýmsum tónlistarstefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist,“ segir Brynhildur Oddsdóttir.MYND/GÍGJA D. EINARSDÓTTIRNýtt lag tilbúið Sjálf semur Brynhildur bæði lög og texta sveitarinnar en hefur þó listrænt frelsi að eigin sögn. „Þannig leggja allir sitt af mörkum fyrir lokaútgáfuna enda sjá augu betur en auga. Eða eyru heyra betur en eyra í þessu tilfelli. Textarnir eru blanda af sögum úr eigin lífi auk þess sem ég sem oft lög byggð á einhverri tilfinningu sem ég fæ. En ég sæki oft innblástur úr kvikmyndum, aðallega splatterum og einnig annarri tónlist.“ Fyrsta plata sveitarinnar kom út haustið 2014 og bar nafnið Burning heart. Í fyrra gáfu þau út smáskífuna Easy ásamt myndbandi. „Nú erum við búin að taka upp nýtt lag sem ber heitið Out of the dark en það kemur út síðar í þessum mánuði. Síðan er stefnan sett á nýja plötu síðar á árinu, jafnvel næsta haust.“Tók niður punkta Tíminn með Spaðadrottningunum var eftirminnilegur að sögn Brynhildar og hún segir það hafa verið mikinn heiður að vinna með Bubba Morthens. „Hann er auðvitað algjört legend í bransanum og hefur svo sannarlega sett sitt mark á tónlistarsöguna. Upptökuferlið var mjög lærdómsríkt og það var frábært að sjá hvernig hann vinnur. Ég fylgdist auðvitað með af athygli og tók niður punkta. Kannski fer ég að dæla út hitturum í kjölfarið.“ Fram undan eru tónleikar í Bandaríkjunum sem Icelandair og Iceland Naturally standa fyrir þar sem Brynhildur kemur fram ásamt fleiri íslensku tónlistarmönnum. „Í sumar spilum við svo á Summerfest sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims. Árlega koma þar fram mörg af stærstu nöfnum heims og hlökkum við mikið til að spila þar og sjá fleiri listamenn.“ Hægt er að fylgja hljómsveitinni eftir á Facebook (Beebee and the bluebirds), Snapchat (bibibluebird) og Instagram (@beebeeandthebluebirds) auk þess sem hægt er að hlusta fyrstu plötu sveitarinnar á Soundcloud.
Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira