Að eiga er að vera María Elísabet Bragadóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Ef þér líður illa er þjóðráð að versla. Vinur minn var í ástarsorg um daginn svo ég fór með hann í IKEA til að kaupa pottablóm. Pottaplöntur hafa átt sterka innkomu síðustu ár enda gefandi að hugsa um þær, sagði ég. Fólk horfir inn á við þessa dagana. Nærir sig með því að vökva og umpotta. Ef þú kaupir ekki plöntu, geturðu eins sleppt því að versla yfirhöfuð, bætti ég við. Vinur minn keypti einnig tertudisk á fæti. Ekki að hann baki, hann er ekkert fyrir kökur. En það vita allir sem komnir eru á minn aldur eða nær grafarbakkanum að kaup á tertudiski koma tertum ekki endilega við. Kaupin hafa hugmyndafræðilegt inntak. Þetta er spurning um að eiga og að vera. Andkapítalistum misbýður þetta en ég get komið til móts við þá. Fyrir andkapítalista sem hata ofgnótt nútímasamfélagsins mæli ég með kaupum á tveimur bókum: Bókinni um mínímalískan lífsstíl annars vegar og Kommúnistaávarpinu hins vegar. Ég skil pælingarnar enda hugsjónakona með hjarta sem slær fyrir stéttlaust samfélag. Íhuga oft að kaupa stóran gám undir alla hlutina mína, kaupa svo smáan bedda og lítinn landskika og sofa þar á mitt græna meinlætaeyra. Kaupa kannski eitt lítið reykelsi, kerti og frið. Talandi um kerti þá brenn ég af löngun eftir því að eignast franska pressukönnu. Þarf raunar að eignast pressukönnu. Hafandi gengist við þörfinni, hvernig get ég verið heil ef ég vakna á morgnana og fæ mér ekki pressukönnukaffi? Hver er ég þá? Ég er pressukönnulaus, það er nefnilega það sem ég er. Í samfélagi þar sem að eiga er að vera eru örlög mín alltaf skortur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ef þér líður illa er þjóðráð að versla. Vinur minn var í ástarsorg um daginn svo ég fór með hann í IKEA til að kaupa pottablóm. Pottaplöntur hafa átt sterka innkomu síðustu ár enda gefandi að hugsa um þær, sagði ég. Fólk horfir inn á við þessa dagana. Nærir sig með því að vökva og umpotta. Ef þú kaupir ekki plöntu, geturðu eins sleppt því að versla yfirhöfuð, bætti ég við. Vinur minn keypti einnig tertudisk á fæti. Ekki að hann baki, hann er ekkert fyrir kökur. En það vita allir sem komnir eru á minn aldur eða nær grafarbakkanum að kaup á tertudiski koma tertum ekki endilega við. Kaupin hafa hugmyndafræðilegt inntak. Þetta er spurning um að eiga og að vera. Andkapítalistum misbýður þetta en ég get komið til móts við þá. Fyrir andkapítalista sem hata ofgnótt nútímasamfélagsins mæli ég með kaupum á tveimur bókum: Bókinni um mínímalískan lífsstíl annars vegar og Kommúnistaávarpinu hins vegar. Ég skil pælingarnar enda hugsjónakona með hjarta sem slær fyrir stéttlaust samfélag. Íhuga oft að kaupa stóran gám undir alla hlutina mína, kaupa svo smáan bedda og lítinn landskika og sofa þar á mitt græna meinlætaeyra. Kaupa kannski eitt lítið reykelsi, kerti og frið. Talandi um kerti þá brenn ég af löngun eftir því að eignast franska pressukönnu. Þarf raunar að eignast pressukönnu. Hafandi gengist við þörfinni, hvernig get ég verið heil ef ég vakna á morgnana og fæ mér ekki pressukönnukaffi? Hver er ég þá? Ég er pressukönnulaus, það er nefnilega það sem ég er. Í samfélagi þar sem að eiga er að vera eru örlög mín alltaf skortur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun