Skoda jeppi í Genf Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 09:27 Skoda VisionS. Autoblog Nú er bílasýningin í Genf hafin og margt þar nýtt og forvitnilegt að sjá. Meðal þess er þessi 6 sæta jeppi frá Skoda sem ber nú nafnið VisionS. Hann er með þrjár sætaraðir en aðeins sæti fyrir tvo í hverri röð, enda er hér á ferðinni ekki svo stór jeppi, sem jafnvel mætti fremur kalla jeppling, bara fremur langan. Bíllinn er á MQB undirvagni frá Volkswagen. Þessi bíll er svipaður á lengd og Mitsubishi Outlander og örlítið breiðari. Í honum er dulítið meira pláss en í Skoda Octavia langbaknum, en ekki mikið meira en það. VisionS er tvinnbíll þar sem 1,4 lítra bensínvél með forþjöppu skilar 154 hestöflum auk 54 hestafla rafmótors. Með þessari aflrás er bíllinn 7,4 sekúndur í hundraðið, svo hann er sannarlega sprækur. Það kemur svo sem ekki á óvart að Skoda skuli kynna svona bíl, en mikil sala er í heiminum á svona bílum og Skoda hefur ekki mikið tekið þátt í slagnum um jeppa/jepplinga fram að þessu þó svo Skoda Yeti hafi verið í boði hjá Skoda frá því árið 2009. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent
Nú er bílasýningin í Genf hafin og margt þar nýtt og forvitnilegt að sjá. Meðal þess er þessi 6 sæta jeppi frá Skoda sem ber nú nafnið VisionS. Hann er með þrjár sætaraðir en aðeins sæti fyrir tvo í hverri röð, enda er hér á ferðinni ekki svo stór jeppi, sem jafnvel mætti fremur kalla jeppling, bara fremur langan. Bíllinn er á MQB undirvagni frá Volkswagen. Þessi bíll er svipaður á lengd og Mitsubishi Outlander og örlítið breiðari. Í honum er dulítið meira pláss en í Skoda Octavia langbaknum, en ekki mikið meira en það. VisionS er tvinnbíll þar sem 1,4 lítra bensínvél með forþjöppu skilar 154 hestöflum auk 54 hestafla rafmótors. Með þessari aflrás er bíllinn 7,4 sekúndur í hundraðið, svo hann er sannarlega sprækur. Það kemur svo sem ekki á óvart að Skoda skuli kynna svona bíl, en mikil sala er í heiminum á svona bílum og Skoda hefur ekki mikið tekið þátt í slagnum um jeppa/jepplinga fram að þessu þó svo Skoda Yeti hafi verið í boði hjá Skoda frá því árið 2009.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent