Viðskipti innlent

Sólunduðu tækifæri til að ná sátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vísir/Stefán
„Við höfum talið að varðandi þennan búvörusamning að tækifærinu sem fólst í þessum búvörusamningi hafi verið sólundað. Þarna hafi verið gott tækifæri til þess að hleypa öðrum aðilum að borðinu,“ sagði Henny Hinz, hagfræðingur ASÍ, á fundi um búvörusamninga á Grand Hotel í morgun.

Þann 19. febrúar var tilkynnt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefðu undirritað búvörusamninga við fulltrúa bænda. Samningarnir fela í sér greiðsu ríflega 130 milljarða króna úr ríkissjóði á tíu árum

Henny sagði á fundinum í morgun að samningurinn hefði gefið tilefni til þess að reyna að skapa meiri sátt um það, auka samkeppnishæfnina og hvata til nýsköpunar í þessu kerfi. Það sé sérstakt að það skuli enn vera lokað ferli hagsmunasamtaka bænda og landbúnaðarráðherra að gera þessa samninga, án þess að fulltrúum neytenda sé hleypt að.


Tengdar fréttir

Bændur vilja meiri skilning

Bændur vilja meiri skilning á kostnaði vegna hertra aðbúnaðarreglna. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar er á bilinu fimm til sjö milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×